Hvað er að gerast með gengi krónunnar?

10.ágúst 2017

Gengið fellur eins og enginn sé morgundagurinn þessa dagana. Evran hefur ekki verið óhagstæðari síðan 14.október 2016.

Hvað er að gerast?

Veit það einhver?

Hverjum er verið að hjálpa núna?

Hvað sagði seðlabankastjóri fyrir örfáum mánuðum? Átti gengið ekki að vera stöðugt?

Vondar fréttir fyrir þá sem hafa flúið örbirgð og eru að koma sér fyrir í útlöndum, rétt til þess að eiga fyrir mat og hafa húsaskjól fyrir sig og  fjölskyldu sína.

Þorsteinn velferðaráðherra er ægilega hamingjusamur þessa dagana eins og kemur fram í skrifum hans á Facebook.

Auðvitað er hann ánægður. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum, eða hvernig hann klæðir fjölskyldu sína í vetur svo hún deyi ekki úr kulda og vosbúð í tjaldi eða bílum.

Ríkisstjórnin hangir á örþunnum þræði en það skiptir ekki máli. Stjórnarherrarnir í Sjálfstæðisflokknum vita að fólk kýs þá aftur og er bara lukkulegt með hvernig loforða bullið er svikið aftur og aftur.

Bréfið góða frá forsætisráðherra sem hann sendi árið 2013 er enn í fullu gildi en það skiptir ekki máli þó öll loforðin sem hann skrifaði fjálglega um þá hafi fokið út um gluggann.

Mér þætti áhugavert að sjá hvað Rauði Krossinn er að gera fyrir íslendinga sem eru við dauðans dyr vegna húsnæðismála. Er hann að gera eitthvað? Veit það einhver?

Þeir skrifa fallega um "flóttafólkið" sem er að koma til landsins. Ungu drengina sem eru ofþroska með ótrúlegan skeggvöxt. Þeir eru mikilvægir, ég veit það, en hvar er kvenfólkið frá þessum stríðshrjáðu löndum sem þessir ungu herrar koma frá?

Nú er örtröð ferðamanna frá Evrópu til "stríðshrjáðu" landanna sem sumir þessara ungu manna komu frá. Þetta er fólk er að heimsækja ættingja og vini í stríðinu og svo snúa blessaðir ferðamennirnir aftur til Evrópu að loknu sumarfríi.

Gengur þetta dæmi upp?

Jú, líklega er "góða fólkið" greindara og með meira hugmyndaflug en ég.

Hulda Björnsdóttir


Fólk býr í tjaldi árið 2017

8.ágúst 2017

Er það ekki nöturlegt að fólk á Íslandi, íslendingar, skuli ekki eiga þak yfir höfuðið og þurfi að hýrast í tjaldi árið 2017?

Hvernig verður þetta þegar tekur að kólna með haustinu?

Deyr þetta fólk úr kulda?

Þegar ég les um þetta verður mér illt.

Það veður allt í peningum. Nú er verið að laga gengið fyrir ríkis bubbana og það orðið hærra en um mitt síðasta ár. Vesalingunum hefur tekist að tala gengið niður. Þeir geta verið hreyknir af sjálfum sér.

Sumir hamast við að skrifa endalaust um hvað þurfi að gera, hvað eigi að gera, en enginn sem ég hef séð, skrifar um HVERNIG eigi að gera það.

Bjarni sveik skriflegt loforð sem hann gaf eldri borgurum árið 2013.

Hann sveik það eins og að drekka vatn. Ekki mikið mál.

Þrátt fyrir þetta kýs yfir 30 prósent þjóðarinnar hann aftur og aftur og aftur.

Blessuð stjórnarandstaðan getur ekkert.

Bjartur og Viðreisn dansa bara með og eru ekkert nema hamingjan.

Er það rétt hjá mér að ekki heyrist mikið til ráðherra stjórnarinnar þessa dagana?

Ég bý auðvitað í útlöndum og fylgist ekki með daglegum fréttum á Íslandi en einhvern vegin finnst mér þetta vera svona.

Er ríkisstjórnar fólkið allt í endalausu fríi núna og stjórnarherrar í ráðuneytum að vinna?

Fólkið í tjöldunum, það sem býr þar alla daga, á rétt á því að tekið sé á húsnæðismálunum svo það frjósi ekki í hel í vetur.

Er annað hrun handan við hornið? Getur það verið að þjóðin láti bjóða sér upp á það?

Hvað á að gera, spyr einhver og ég svara að því miður viti ég það ekki.

Ég vildi svo gjarnan geta sagt hvernig hægt væri að koma þingheimi í skilning um fyrir hverja þeir eru að vinna en mér finnst það frekar vonlítið.

Það er mikið ritað núna um hvað forsetinn eigi að gera og hvað hann sé ómögulegur og hvað hann hafi ekki gert.

Væri orkunni beint að þeim sem GETA gert eitthvað, ÞINGMÖNNUM, finndist mér vert að lesa og fylgjast með þeim ummælum.

Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvert hlutverk og valdsvið forsetans er.

Mikið ofboðslega er ég þreytt á íslenskum stjórnmálum og sorgmædd yfir því hvernig farið er með fólkið sem telst til almúgans.

Hulda Björnsdóttir


Verslunarmannahelgi !

4.ágúst 2017

Verslunarmannahelgin er gengin í garð.

Mesta ferðahelgi landans og vonandi að allir rati heilir heim.

Friður og ró í höfuðborginni. Tækifæri til þess að skoða eitt og annað sem er útidyra.

Auðvitað veit ég ekkert hvernig þetta er nútildags. Hef ekki verið á landinu lengi og kannski er allt fullt af ferðamönnum, alltaf, og engin verslunarmannahelgar friðar dagur.

Sumarið er einhvern vegin svo ótrúlega órólegur tími þar sem allir þurfa að fara í frí og gera eitthvað merkilegt.

Ekki allir.

Sumir hafa engin tök á því að hreyfa sig eitt eða neitt.

Þetta fólk hefur ekki ráð á því að þeytast um allar jarðir og taka þátt í sumarbrjálæðinu.

Sumum er nokk sama og þykir kyrrðin góð.

Aðrir fyllast þunglyndi og depurð. Þeir sjá ekki fram á gleðidaga á næstunni og reyna að halda geðheilsunni innan einhverra marka.

Þetta eru öryrkjarnir og gamla fólkið, meðal annars.

Það væri ef til vill allt í lagi að nema aðeins staðar. Hugsa um þetta fólk og velta fyrir sér hvað það er gott að vera ekki í þeirra sporum.

Kannski væri í lagi að heimsækja gamla konu eða gamlan mann sem býr einn og enginn hirðir um.

Kannski væri í  lagi að bjóða öryrkjanum í bíltúr, rétt út fyrir bæinn, til þess að hann fengi aðeins tilbreytingu í fátæklegt líf sitt.

Kannski er bara best að vera ekkert að skipta sér af því sem gerist í kringum mann. Þá þarf ekkert að brjóta heilann um líðan annarra og hægt að njóta þess að vera í eigin heimi.

Ég vona að allir njóti helgarinnar, hvað sem þeir eru að stússa við.

Hulda Björnsdóttir

 


Hvers vegna er ráðist á Flokk fólksins ?

3.ágúst 2017

Ég ætla ekki að gerast talsmaður Flokks fólksins, ekki frekar en annarra stjórnmálaflokka á Íslandi.

Mér ofbíður hins vegar hinar ótrúlegu árásir á formanninn og er hugsi yfir því hvað býr að baki.

Það er eitt að fylgja ekki skoðunum stjórnmálamanns en að þurfa að bera á borð persónuníð er ekki gott.

Fyrir mörgum árum var eitthvað slíkt að gerast og skapaðist þá umræða í þjóðfélaginu um hið háa Alþingi og stjórnmálamenn yfirleitt.

Spurning sem þá brann á mönnum var hvort umræðan fældi frá hæft fólk sem vildi breyta og taka til í þjóðfélags ástandinu.

Það var talað um að hæft fólk vildi ekki fá á sig holskeflu árása vegna stjórnmálaskoðana sinna og færi frekar í störf hjá hinu opinbera eða hjá fyrirtækjum sem buðu góð laun. Hæft fólk fær alltaf vinnu. Það er eftirspurn eftir því og fyrirtæki tilbúin að greiða góð laun.

Til þess að reyna að lokka fólk, hæft fólk, í framboð og til starfa á Alþingi var ákveðið að hækka laun þingmanna, og gera þannig starfið eftirsóknarvert.

Á tímabili ákvað Alþingi sjálft launin og þótti nokkuð rausnarlegt. Olli þetta ólgu í þjóðfélaginu og var nú komið á fót Kjararáði, óháð öllu og átti að ákveða laun þingheims og fleiri, á hlutlausan máta.

Hinar gífurlegu hækkanir ráðsins til þingheims hafa ekki laðað til sín hæfara fólk. Hinar gífurlegu hækkanir ráðsins hafa sópað upp mikilli gremju á meðal almennings, sem tók til sinna ráða, aðeins, á Sumarþingi sem haldið var í Háskólabíói í síðasta mánuði.

Flokkur fólksins stóð fyrir þessu þingi. Einhver varð að gera það. Ekki sá Grái herinn ástæðu til aðgerða. Þar er allt svo dásamlega gott og í miklu jafnvægi.

Ég studdi Sumarþingið heilshugar og hvatti vini mína til þess að sækja það. Sumir fóru og aðrir ekki. Sumum þótti framtakið gott og gátu litið framhjá því að lítill stjórnmálaflokkur hristi upp í mönnum, hvar í flokki sem þeir annars stóðu. Sumum vinum mínum þótti framtakið ekki líklegt til árangurs og voru rökin þau að Flokkur fólksins gæti ekki komið einu eða neinu til betri vegar. Ég virði skoðanir þessara vina minna, alveg eins og ég virði skoðanir þeirra sem mættu á þingið. Allar skoðanir eru jafn réttháar.

Hins vegar er ekki hægt að líða persónu níð. Það eru ekki skoðanir. Það eru árásir og þá er ég komin að því hvar hundurinn liggur grafinn, samkvæmt mínu áliti.

Hæfa fólkið gefur sig ekki í pólitík. Það kýs annan vettvang þar sem ekki er ráðist á persónur þeirra og þeir níddir niður vegna einhverra skoðana sem ekki passa fyrir alla.

Stjórnmálamenn geta aldrei gert öllum til hæfis. Núna erum við með hálaunaða þingmenn. Háu launin hafa ekki laðað að hæfasta fólkið. Háu launin hafa meðal annars fært okkur upp í hendurnar hið ótrúlega Alþingi sem nú starfar.

Ríkisstjórn sem ber hag þjóðarinnar ekki fyrir brjósti er afkvæmi þessa ágæta þingheims.

Er þetta það sem við viljum í framtíðinni? Er þetta þjóðfélagið sem var byggt upp úr rústum torfkofanna og komið í þrot með græðgi fárra?

Væri ekki allt í lagi að "Góða fólkið" sem hefur meiri áhuga á að fylla landið af tilbúnum flóttamönnum, ungum körlum sem vex skegg innan við fermingaraldur, en íslensku almúgafólki sem býr við harðræði sem þekkist aðeins í vanþróuðum löndum, tæki sig nú til og skoðaði hvernig íslenskt láglaunafólk lifir af frá degi til dags.

Nú er ég líklega orðin rasisti og ekkert minna en það. "Góða fólkið" rís líklega upp og hengir mig en vitiði hvað. Það er ekki auðvelt að hengja mig upp þar sem ég flutti fyrir langa löngu og yfirgaf hið dásamlega Ísland á mestu góðæristímum sögunnar. Á tímum þar sem ættirnar frægur og fylgifiskar mökuðu krókinn og steyptu landinu í glötun og gerðu það gjaldþrota.

Eru allir þingmenn búnir að gleyma því hvernig árið 2008 var?

Æi, auðvitað, unglingarnir sem stjórna núna voru þá undir verndarvæng foreldranna og málið kom þeim ekki svo mikið við.

Hulda Björnsdóttir


Má ekki hækka eftirlaun vegna lágra launa á almennum markaði!

2.ágúst 2017

Ég las þessi rök einhvers staðar í gær.

Það má ekki hækka bætur almannatryggingakerfisins vegna þess að þá gætu þær farið upp fyrir lægstu laun í landinu.

Er ekki eitthvað einkennilegt við þetta?

ASÍ á að sjá um að lægstu laun í landinu sé mannsæmandi.

Það er ekkert samhengi á milli þess sem eftirlaunaþegi, sem hefur safnað í Lífeyrissjóð allt sitt líf, megi ekki hafa hærri tekjur þegar að síðasta æviskeiðinu kemur, en sá sem er með lægstu laun á almennum vinnumarkaði.

Þetta eru hins vegar rök sem færa ráðherra velferðarmála andmæli á gulldiski.

Það er fullt af fólki á hinum almenna vinnumarkaði sem fær greidd skammarlega lág laun fyrir vinnu sína .

Láglaunastefna vinnuveitenda er til háborinnar skammar og ekki bætir úr þegar ráðið er ódýrt vinnuafl frá löndum sem berjast í bökkum og geta engan vegin greitt þegnum sínum laun sem hægt er að lifa af.

Haldið þið til dæmis að Portúgalarnir vildu ekki frekar búa í heimalandi sínu og vinna þar? Mundu þeir ekki skipta ef þeir fengju laun sem hægt væri að lifa af í Portúgal? Ég er ansi hrædd um að hjá mörgum væri svarið JÁ.

Hvað með Kínverjana sem fara til Íslands í gjörólíka menningu og tungumál sem er ómögulegt að læra? Haldiði að þeir vildu ekki frekar vera í landinu sínu en að hýrast í ömurlegum aðstæðum á ísköldu Íslandi?

Ég þekki nokkra Kínverja sem vildu mikið gefa til þess að þurfa ekki að búa á Íslandi, jafnvel þó um skamma stund sé að ræða.

Vinnuveitendur ráða ekki útlendinga til starfa til þess að borga þeim almennileg laun.

Áður en allt verður vitlaust og ég hengd upp á löppunum í athugasemdum, þá tek ég fram að það eru örfáir vinnuveitendur á Íslandi sem borga útlendingunum sömu laun og íslendingum. Það er hins vegar undantekning.

Við megum ekki falla í þá gryfju að rökstyðja lágar bætur almannatryggingakerfisins með lágum launum á vinnumarkaðinum.

Það kemur málin ekkert við hver láglaunastefna ASÍ og Vinnuveitendasambandsins er.

ASÍ er grútmáttlaust og fyrir ofan skilning venjulegs fólk fyrir hverja það er að vinna. Ég er viss um að þó reynt væri að skýra tilganginn, á hvaða máli sem er, gæti enginn skilið stefnu ASÍ.

Það væri nær að berjast fyrir því að allir hefðu laun sem samsvöruðu framfærslu viðmiðum opinberra aðila. Það væri ekki slæm barátta og gætu ábyggilega margir sameinast um hana.

Allir, eða margir, verða gamlir og þurfa á eftirlaunum að halda.

Það er nefnilega svo einkennilegt að þó fólk sé komið yfir 67 ára aldurinn þarf það áfram að borða og hafa föt til þess að klæða sig í. Þetta fólk þarf líka að hafa húsaskjól, rétt eins og þeir sem yngri eru. Eftirlaunaþegar eru bara venjulegt fólk sem hefur nokkur ár í pokahorninu sem unga fólkið hefur ekki, en vonandi verður allt unga fólkið líka þeirra gæfu aðnjótandi að fá að lifa eftir 67 ára.

Öryrkjar eru líka bara venjulegt fólk. Þeir eru fólk á öllum aldri, það er að segja innan við 67 ára, og það eina sem skilur þá frá hinum er að þeir hafa veikst, orðið fyrir slysi, fæðst fatlaðir eða, og það er tengt hinni voðalegu láglaunastefnu landsins, að þeir hafa misst alla von og veikst vegna harðræðis aðstæðna.

Mannúð og samhugur voru einu sinni talin göfug hugtök. Hvað varð um  þessi hugtök? Gufuðu þau upp í græðginni og eigingirni?

Hulda Björnsdóttir

 

 


Alþingi Íslendinga - virðing - og ráðherra auglýsir forljótan kjól!

1.ágúst 2017

Ráðherra stígur á stokk og auglýsir, að mínu mati, forljótan kjól í þingsal hins háa alþingis íslendinga.

Er þetta það sem koma skal?

Mér er freklega misboðið

Hvað er að ráðherra?

Veit hún ekki við hvað hún starfar?

Eru launin hennar svo léleg að hún þurfi að taka að sér fyrirsætustörf í sumarfríinu?

Guð minn góður hvað þetta er mikil lákúra, og mikill dónaskapur við okkur sem höfum byggt upp þetta þjóðfélag með vinnuframlagi okkar og sköttum.

Ég hélt að mér gæti ekki orðið óglatt aftur eftir að sjá andlit illskunnar úr ræðustól þingsins í vetur, en þetta ýtir ælunni aftur upp í kok.

Eigin hagsmuna potið og vina pólitíkin er svo ótrúleg að hún gæti ekki gerst í hinum æsilegust skáldsögum.

Hvar í veröldinni kæmi ráðherra svona fram?

Hvar í veröldinni kæmist ráðherra upp með svona framkomu?

Við erum að hneykslast á trump!

Lítum í eigin barm. Íslenska þjóðin kaus þetta lið yfir sig í síðustu kosningum og á þetta líklega skilið en þetta er svo yfirgengilegt að Panamaprinsinn toppar þetta ekki með kökunum sínum. Hann er bara orðin hallærislegur og á eftir. Tískan á hinu háa alþingi Íslendinga er nú: Til þess að drýgja tekjur ykkar, sem eru fyrir neðan allar hellur og ættu að hækka að minnsta kosti um 50 %,  þá skuluð þið taka að ykkur fyrirsætustörf í sumarfríi og þingleyfum. Þingmenn! Endilega látið vini ykkar vita af þessu frábæra tækifæri.

Auðvitað ættum við frekar að tala um ömurleg kjör þeirra sem ekki tilheyra elítunni á Íslandi. Ég er að tala um þetta í dag vegna þess að konan er ráðherra. Hún tekur ákvarðanir sem varða líf og dauða venjulegs fólks.

Virðing hennar fyrir vinnustaðnum eru í lágmarki. Hún sýnir að mínu mati dómgreinadar skort, jafnvel þó blessunin sé búin að klóra nokkrum sinnum í bakkan og reyna að koma sér út úr vandanum. Bakkaklórið er máttlaust.

Fólk sem setur lög til þess að hafa áhrif á líðan fólks ætti að sýna ábyrgð og vaxa upp úr táninga bulli.

Var þessi ágæta kona ekki ein af þeim sem sat í sal alþingis og samþykkti ný lög um almannatryggingar síðasta vetur?

Er hún jafn stolt af þeim gjörningi og hinum forlóta kjól sem hún er að auglýsa í sama sal fyrir vinkonu sína?

Hulda Björnsdóttir

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband