Hvað er að gerast með gengi krónunnar?

10.ágúst 2017

Gengið fellur eins og enginn sé morgundagurinn þessa dagana. Evran hefur ekki verið óhagstæðari síðan 14.október 2016.

Hvað er að gerast?

Veit það einhver?

Hverjum er verið að hjálpa núna?

Hvað sagði seðlabankastjóri fyrir örfáum mánuðum? Átti gengið ekki að vera stöðugt?

Vondar fréttir fyrir þá sem hafa flúið örbirgð og eru að koma sér fyrir í útlöndum, rétt til þess að eiga fyrir mat og hafa húsaskjól fyrir sig og  fjölskyldu sína.

Þorsteinn velferðaráðherra er ægilega hamingjusamur þessa dagana eins og kemur fram í skrifum hans á Facebook.

Auðvitað er hann ánægður. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum, eða hvernig hann klæðir fjölskyldu sína í vetur svo hún deyi ekki úr kulda og vosbúð í tjaldi eða bílum.

Ríkisstjórnin hangir á örþunnum þræði en það skiptir ekki máli. Stjórnarherrarnir í Sjálfstæðisflokknum vita að fólk kýs þá aftur og er bara lukkulegt með hvernig loforða bullið er svikið aftur og aftur.

Bréfið góða frá forsætisráðherra sem hann sendi árið 2013 er enn í fullu gildi en það skiptir ekki máli þó öll loforðin sem hann skrifaði fjálglega um þá hafi fokið út um gluggann.

Mér þætti áhugavert að sjá hvað Rauði Krossinn er að gera fyrir íslendinga sem eru við dauðans dyr vegna húsnæðismála. Er hann að gera eitthvað? Veit það einhver?

Þeir skrifa fallega um "flóttafólkið" sem er að koma til landsins. Ungu drengina sem eru ofþroska með ótrúlegan skeggvöxt. Þeir eru mikilvægir, ég veit það, en hvar er kvenfólkið frá þessum stríðshrjáðu löndum sem þessir ungu herrar koma frá?

Nú er örtröð ferðamanna frá Evrópu til "stríðshrjáðu" landanna sem sumir þessara ungu manna komu frá. Þetta er fólk er að heimsækja ættingja og vini í stríðinu og svo snúa blessaðir ferðamennirnir aftur til Evrópu að loknu sumarfríi.

Gengur þetta dæmi upp?

Jú, líklega er "góða fólkið" greindara og með meira hugmyndaflug en ég.

Hulda Björnsdóttir


Bloggfærslur 10. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband