Verslunarmannahelgi !

4.ágúst 2017

Verslunarmannahelgin er gengin í garð.

Mesta ferðahelgi landans og vonandi að allir rati heilir heim.

Friður og ró í höfuðborginni. Tækifæri til þess að skoða eitt og annað sem er útidyra.

Auðvitað veit ég ekkert hvernig þetta er nútildags. Hef ekki verið á landinu lengi og kannski er allt fullt af ferðamönnum, alltaf, og engin verslunarmannahelgar friðar dagur.

Sumarið er einhvern vegin svo ótrúlega órólegur tími þar sem allir þurfa að fara í frí og gera eitthvað merkilegt.

Ekki allir.

Sumir hafa engin tök á því að hreyfa sig eitt eða neitt.

Þetta fólk hefur ekki ráð á því að þeytast um allar jarðir og taka þátt í sumarbrjálæðinu.

Sumum er nokk sama og þykir kyrrðin góð.

Aðrir fyllast þunglyndi og depurð. Þeir sjá ekki fram á gleðidaga á næstunni og reyna að halda geðheilsunni innan einhverra marka.

Þetta eru öryrkjarnir og gamla fólkið, meðal annars.

Það væri ef til vill allt í lagi að nema aðeins staðar. Hugsa um þetta fólk og velta fyrir sér hvað það er gott að vera ekki í þeirra sporum.

Kannski væri í lagi að heimsækja gamla konu eða gamlan mann sem býr einn og enginn hirðir um.

Kannski væri í  lagi að bjóða öryrkjanum í bíltúr, rétt út fyrir bæinn, til þess að hann fengi aðeins tilbreytingu í fátæklegt líf sitt.

Kannski er bara best að vera ekkert að skipta sér af því sem gerist í kringum mann. Þá þarf ekkert að brjóta heilann um líðan annarra og hægt að njóta þess að vera í eigin heimi.

Ég vona að allir njóti helgarinnar, hvað sem þeir eru að stússa við.

Hulda Björnsdóttir

 


Bloggfærslur 4. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband