Fólk býr í tjaldi árið 2017

8.ágúst 2017

Er það ekki nöturlegt að fólk á Íslandi, íslendingar, skuli ekki eiga þak yfir höfuðið og þurfi að hýrast í tjaldi árið 2017?

Hvernig verður þetta þegar tekur að kólna með haustinu?

Deyr þetta fólk úr kulda?

Þegar ég les um þetta verður mér illt.

Það veður allt í peningum. Nú er verið að laga gengið fyrir ríkis bubbana og það orðið hærra en um mitt síðasta ár. Vesalingunum hefur tekist að tala gengið niður. Þeir geta verið hreyknir af sjálfum sér.

Sumir hamast við að skrifa endalaust um hvað þurfi að gera, hvað eigi að gera, en enginn sem ég hef séð, skrifar um HVERNIG eigi að gera það.

Bjarni sveik skriflegt loforð sem hann gaf eldri borgurum árið 2013.

Hann sveik það eins og að drekka vatn. Ekki mikið mál.

Þrátt fyrir þetta kýs yfir 30 prósent þjóðarinnar hann aftur og aftur og aftur.

Blessuð stjórnarandstaðan getur ekkert.

Bjartur og Viðreisn dansa bara með og eru ekkert nema hamingjan.

Er það rétt hjá mér að ekki heyrist mikið til ráðherra stjórnarinnar þessa dagana?

Ég bý auðvitað í útlöndum og fylgist ekki með daglegum fréttum á Íslandi en einhvern vegin finnst mér þetta vera svona.

Er ríkisstjórnar fólkið allt í endalausu fríi núna og stjórnarherrar í ráðuneytum að vinna?

Fólkið í tjöldunum, það sem býr þar alla daga, á rétt á því að tekið sé á húsnæðismálunum svo það frjósi ekki í hel í vetur.

Er annað hrun handan við hornið? Getur það verið að þjóðin láti bjóða sér upp á það?

Hvað á að gera, spyr einhver og ég svara að því miður viti ég það ekki.

Ég vildi svo gjarnan geta sagt hvernig hægt væri að koma þingheimi í skilning um fyrir hverja þeir eru að vinna en mér finnst það frekar vonlítið.

Það er mikið ritað núna um hvað forsetinn eigi að gera og hvað hann sé ómögulegur og hvað hann hafi ekki gert.

Væri orkunni beint að þeim sem GETA gert eitthvað, ÞINGMÖNNUM, finndist mér vert að lesa og fylgjast með þeim ummælum.

Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvert hlutverk og valdsvið forsetans er.

Mikið ofboðslega er ég þreytt á íslenskum stjórnmálum og sorgmædd yfir því hvernig farið er með fólkið sem telst til almúgans.

Hulda Björnsdóttir


Bloggfærslur 8. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband