Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er ríkisstjórnin að fela eitthvað?

Góð vinkona mín á Facebook sagði fyrir stuttu að hún hefði reynt að komast til botns í hinum nýju lögum um almannatryggingar. Þessi ágæta vinkona mín skilur ekki lögin.

Er það einkennilegt?

Væri það ekki eðlilegt að vel gefið fólk gæti skilið hvað verið er að tala um?

Er að undra þó starfsmenn TR geti ekki gefið greinargóðar upplýsingar þegar leitað er eftir þeim?

Er hægt að ætlast til þess að misvitrir alþingismenn skilji svona tróð?

Hvers vegna eru lög gerð svo flókin að það þurfi túlka til þess að útskýra þau og færa á mannamál?

Helsta skýring sem mér dettur í hug er þessi: Ríkisstjórnin vill ekki að fólk sjái hvað hún er að svíkja? Getur þetta verið hugsanleg skýring?

Það veltist ekkert fyrir stjórn,að ganga svo frá málum að enginn botn sé sjáanlegur, þegar verið er að passa upp á að vinir og vandamenn, þeir sem ráða yfir 50 prósent eða svo af þjóðareign íslendinga, haldi áfram að græða!

Annað mál er þegar farið er að tala um eftirlaunaþega og öryrkja.

Samkvæmt frumvarpinu sem nú hefur verið samþykkt er fullur ellilífeyrir kr. 227.883

227.883 krónur eru ekki kr 280.000. Mismunurinn er kallaður heimilisuppbót og er kr. 52.117. Þetta tvennt gerir 280.000 krónur.

Heimilisuppbót er félagsleg aðstoð!

Var ekki talað um að ellilífeyrir ætti að hækka upp í 280.000?

Hvað er ríkisstjórnin nú að fela?

Er þetta gert til þess að hægara verði að skerða bætur eftirlaunaþega?

Ég býð spennt eftir því að sjá hve mikið ég hef verið afskrifuð þar sem ég er svo ósvífin að búa erlendis og spara ríki og sveitarfélagi stórfé á hverju ári í félagslegri aðstoð.

Hvers vegna er ég verðfelld fyrir það eitt að flytja úr landi?

Hafa skattar og sparnaður minn breytt um verðgildi við það eitt að ég bý ekki við sult og seyru á rándýru Íslandi?

Flytti ég til Íslands á morgun væri ég þá verðmeiri en ég er í dag?

Flytti ég til landsins færi ég að kosta ríki og sveitarfélag eitt og annað í félagslegum úrræðum. Er það vilji stjórnmálamanna?

Mér þætti eðlilegra að ríki og sveitarfélag væru guðs lifandi fegin að vera laus við gamalmennið og slettu heimilisuppbót í vesalinginn, þó ekki væri nema til þess að hann héldi sig á mottunni og væri ekki endalaust að tifa og skammast.

Hvað er til ráða fyrir eftirlaunaþega?  Þeir eiga engan almennilegan talsmann nema þá Björgvin Guðmundsson. Hann einn hefur í áratugi skrifað um þessi mál og heldur enn áfram ótrauður. Það skjóta upp kollinum fyrirbæri eins og her hinna gráhærðu sem eru algjörlega máttlaus og berst þessi svokallaði her fyrir einhverju óskiljanlegu málefni í nafni okkar sem eru komin á eftirlaun.

Nú rísa þeir gráhærðu upp ef þeir lesa þetta og allt verður vitlaust. Fínt! Ég er tilbúin að taka saman mótsagnir þeirra í skrifum og töluðu máli og geri það fljótlega.

Við, sem erum komin á eða lögð af stað í átt að eftirlaunaaldri þurfum fólk sem er með brennandi áhuga á málinu og fullt af hugsjónum og tilbúið að berjast fram í rauðan dauðann, ekki bara fyrir sig heldur fyrir alla!

Ég er sannfærð um að svona fólk er til á Íslandi. Það þarf bara að finna það.

Ég blanda mér ekki í flokka pólitík þar sem ég hef ekki bara verið felld að verðgildi, ég hef líka verið tekin út af sakramentinu og ekki ætlast til þess að ég sé að greiða atkvæði í kosningum.

Réttur minn til þess að tjá mig um þau mál sem brenna á mér hefur ekki enn verið hirtur og á meðan ég hef það frelsi held ég áfram. Ég get ekki annað.

Ég býst ekki við því að fá fullan ellilífeyri árið 2017, áður en sparnaður minn er látinn rýra lífeyrinn. Mér finnst það (hér má ég ekki nota orðið sem mig langar til) óréttlátt í meira lagi.

Mér finnst það ómerkilegt af Bjarna Ben að halda því fram að lífeyrir hækki í 280.000 árið 2017. Hann veit vel að lífeyririnn hækkar aðeins í 227.883 krónur árið 2017. Eða veit hann það ekki?

Hann veit vel að heimilisuppbót er félagsleg aðstoð en ekki lífeyris hækkun. Eða getur verið að hann viti það ekki?

Hann heldur að við sem erum komin yfir 65 ára séum fífl!

Ég vona að við séu ekki auðtrúa og gleypum baksturinn hans hráan.

Hvað getum við gert?

Hvað finnst ykkur við geta gert?

Er nægilegt að ræða málið yfir kaffibolla og ætri köku sem Bjarni hefur ekki bakað?

 

Hulda Björnsdóttir

 

 

 


Ætli skrattanum sé ekki skemmt í dag?

 

Í dag berja margir stjórnmálamenn sér á brjóst og eru alsælir með að hafa platað hinn auðtrúa almenning. Það eru lesnar upp og skrifaðar milljarða tölur sem eiga að sanna hve dásamlegt allt er skyndilega orðið. Bara si svona birti upp og allt er gott! Allir eiga nóg að borða, bara ekki núna! Ekki strax! Í framtíðinni! Á næsta ári. Nokkrir mánuðir sem þarf að þreyja og svo kemur dýrðin! Ef einhver er að kvarta þá er hann vanþakklátt fyrirbrigði og það er einmitt ég!

Þið ágætu stjórnmálamenn og væntanlegir getið andað rólega. Ég er orðin svo hundleið á ykkur og nenni líklega ekki að rífa mig meira, í bili að minnsta kosti. Grauturinn sem þið bjóðið mér upp á er óætur og ég vil frekar portugalskan mat þó ekki sé hann til að hrópa húrra fyrir.

 

Hið nýja frumvarp sem bætir kjör ellilífeyrisþega um milljarða hefur verið samþykkt.  Húrra húrra húrra hrópa þeir og kjósendur flykkjast að þeim og kjósa þá enn og aftur, eða hvað?

 

Grái herinn er ekki síður ánægður en vísar hins vegar fyrirspurnum til annarra. Þeir treysta sér líklega ekki til að taka við spurningum frá þeim sem héldu að herinn væri kominn til þess að standa með lífeyrisþegum. Hinir auðtrúa eru núna smátt og smátt að leggja til hliðar bjartsýnis gleraugun, og stara í gaupnir sér sljóum augum og spyrja:  "Hvað nú? Það verður fátt um svör alla vega frá þessum her. Hann er ánægður með breytingarnar og nú ætlar hann að fara að telja mönnum trú um bætt húsnæðis úrræði.

Er ekki lífið dásamlegt? Draumar sumra eru svo út í Hróa Hött að manni verður flökurt en því miður eru alltaf einhverjir sem láta glepjast og vakna svo upp við vondan draum. Kannski væri ráð fyrir hinn nýja her á Íslandi að lita á sér hárið! Það gæti birt upp. Svo er líka gott ráð að endurnýja gleraugun. Þau geta breytt miklu. Ég veit um frábæra hárgreiðslumeistara sem tækju málið að sér með mikilli ánægju og gætu rætt við ykkur á meðan liturinn er að virka! Bara hafa samband og ég tengi! Mér finnst líklegt að hinir gráhærðu í hernum þurfi ekki að spá mikið í verðið!

 

Aðalmálið í dag er að risastórar breytingar eru orðnar á eftirlaunum eða ellilaunum eins og þau heita núna. Allir geta nú dansað í kringum kjötkatlana og réttlætið er ekki amalegt.

Ég býð þeim sem samþykktu hið nýja frumvarp um Almannatryggingar og berja sér á brjóst í dag yfir manngæsku og örlæti, að lifa af 227.956 krónum á mánuði og gæti jafnvel boðið þeim upp á að lifa af 275.937 krónum. Alveg hjartanlega velkomið að skipta við þá. Látið mig bara vita.

Ég ætla samt að leggja til við þá sem samþykktu frumvarpið, og líka þá sem voru svo hreinskilnir að viðurkenna að þeir skildu ekki málið,  að setjast niður við reiknivél TR og skoða tölurnar.

Það er stórkarlalegt og sætt og voða kosningalegt að tala um milljarða ofan á milljarða bætur. Venjulegt fólk lifir ekki af milljörðum. Þið sem eruð í stjórnmálum ættuð að fara að tala í raunverulegum tölum, tölum sem snúa að eintaklingi og þá gæti farið svo að þið rennduð í sjóinn með opnum augum og skylduð hvað umræðan snerist um.  Þið þurfið nefninleg að skilja hvað það er sem venjulegt fólk skilur, sem sagt tölur sem skipta máli fyrir hvern og einn. Ég gef ekki mikið fyrir umslátt og brjóstbarning þeirra sem nú ganga beinir  í baki og horfa hátt. Vonandi leita þeir sér hjálpar í dag á vef TR og taka reiknivélina tali. Þar er nefninlega talað á mannamáli og tölur eru skiljanlegar, jafnvel fyrir mig.

 

Svona af manngæsku minni og örlæti ætla ég að sýna hér hinar dásamlegu tölur sem reiknivélin gaf mér.

Ég fann ekkert um öryrkja svo þetta eru tölur sem snúa að ellilífeyrisþegum. Er þetta annars ekki dásamlegt orð, það er hægt að smjatta á því fram og til baka: Ellilífeyrisþegi, þegi ellilífeyris, þiggja ellilífeyri, fá ellilífeyri og svo framvegis og svo framvegis.

Persónulega er mér nokk sama hvað ég er kölluð en mér er ekki sama að ríkið steli af mér lífeyris sparnaði mínum sem ég hef þrælað fyrir í marga áratugi. Ég vann eins og skepna og lagði fyrir í hverjum mánuði. Ég vil fá sparnaðinn minn og borga af honum skatta en samþykki ekki að bætur frá Almatryggingakerfinu skerðist. Það er ekkert réttlæti í því og líklega best fyrir alla að hætta að borga í þessa sjóði.

 

Hér koma svo tölurnar sem ég fékk um hvernig hækkunin, milljarða hækkunin væri á mannamáli og reiknuð út af ekki ómerkilegra apparati en reiknivél Tryggingastofnunar ríkisins.

 Forsendur eru auðvitað brenglaðar því miðað er við skattprósentu í dag, árið 2016 en það verður að hafa það.

Þá er þetta svona:

Einstaklingur án tekna hefur 227.956 í ráðstöfunartekjur eftir skatt.

Hann fær fullan lífeyri plús heimilisuppbót.

 

Einstaklingur með 145.000 krónur frá Lífeyrissjoði fær frá Tryggingastofnun 185.028

og eru ráðstöfunartekjur hans 275.937 eftir skatt.

Fullur skattur tekinn af Lífeyrissjóðs tekjum og hann fær skertan lífeyri og sketa heimilisuppbót.

 

Einskatklingur sme hefur aldrei greitt í lífeyrissjóð og hefur aæðeins bætur frá Tryggingastofnun hefur 47.981 krónum minna í ráðstöfunartekjur en sá sem hefur sparað í Lífeyrissjóð í 40 ár.

Er nokkur ástæða til þess að vera að burðast við að spara??????

 

Hjón án tekna hafa 195.190 í ráðstöfunartekjur eftir skatt (eingöngu bætur frá Tryggingastofnun) Þetta eru tekjur annars hjónsis og verður þá væntanlega greitt 2svar sinnum  gerir þetta krónur 390.380 eftir skatt.

Hjón með 145.000 tekjur frá Lífeyrissjóð fá frá Tryggingastofnun kr. 161.240 eftir skatt. Þau fá ekki heimilisuppbót.

Ráðstöfunartekjur annars hjóna eru kr.252.401 eftir skatt (væntanlega er þetta þá sinnum 2)

 

Annað hjóna fær 32.766 krónum minna en einstaklingur miðað við engar aðrar tekjur en tryggingabætur.

 

Annað hjóna fær 23.788 krónum minna en einstaklingur miðað við að hjónið hafi 145.000 frá Lífeyrissjóði. 

 

Ég er að velta fyrir mér þessu með hjónin, það hljóta að vera tvöfaldar bætur mínus heimilisuppbót, eða hvað?

Þetta er nú öll dýrðin, ellilífeyrir hækkar í 227.883 og svo koma 52.117 krónur sem heita heimilisuppbót sem samtals gerir 280.000. Frá dregst svo skattur 52.044 og útkoman er 227.956 í ráðstöfunartekjur.

Hafið þið rekið augun í að heimilisuppbótin fer næstum öll í skatt?

 

Þá er stóra spurningin eftir. Þegar stjórnmálamenn berja sér á brjóst og dásama örlæti sitt, gera þeir ráð fyrir þeim tekjum sem koma til baka í formi tekjuskatts? Eða eru tölurnar sem þeir tala um, allir dásamlegu milljarðarnir, brúttó tölur?

 

Ég ætla að hætta þessu núna og á morgun skrifa ég um eitthvað skemmtilegt. Stjórnmál eru ömurleg og ekki síst þegar nokkrir dagar eru til kosninga og loforða grauturinn vellur út um allt, ósaltaður og bragðlaus, viðbrunnin og í sumum tilfellum upphitaður, úldinn og gamall.

 

 

 


Alþingi samþykkir lög sem þingmenn skilja ekki!

Mér skilst að nú sé búið að samþykkja ný lög um Almannatryggingar og að einhverjir þingmenn hafi verið svo hreinskilnir að segja beint út að þeir skilji ekki málið.

 

Er það furða? Ég hef sagt það oft og mörgum sinnum að oftar en ekki séu lög ekki á mannamáli og að með frumvörpum þurfi að fylgja mannamáls skýringar.

 

Það er þó sárgrætilegt að svona stórt mál skuli vera keyrt í gegn á síðustu klukkutímum sitjandi þings.

 

Nú verður spennandi að sjá hvaða varnir Félag eldri borgara og Grái herinn hafa uppi á næstunni. Þessi tvö hafa lýst því yfir að hér sé um gott mál að ræða. Einhverjir eru að ybba sig á síðu Gráa hersins og fátt um svör og finnst mér þau fáu svör sem ég hef séð lýsa ótrúlegum hroka en ekki umhyggju.

Fólk bindur vonir við fund eins og þann sem haldinn var í Háskólabíó á vegum þessara tveggja og formaður FEB flutti hugnæma ræðu í lokin þar sem fólk táraðis yfir orðum hennar. Móðurlega mælti hún og hvatti fundargesti til þess að ganga beinir í baki, rétta úr sér og hún þakkaði þeim hjartanlega fyrir að hafa komið á fundinn.

 

Móðurleg umhyggja hennar hefur þynnst út finnst mér eftir að hafa séð hvað hið nýja fumvarp er þekkilegt í hennar augum.

 

Getur verið að það sé framið stjórnarskrár brot eða mannréttinda brot með þessu frumvarpi?

Getur það verið eðlilegt að þeir sem ekki njóta heimilisuppbótar, t.d. þeir sem hafa greitt alla sína starfsæfi skatta á Íslandi og hafa nú flúið land til að komast af, eigi ekki að fá neina hækkun. Þetta fólk nýtur strípaðra bóta, grunnlífeyris og tekjutryggingar. Ég veit þetta fyrir víst því ég bý ekki á landinu.

 

Er það jafnræði að 3/4 eftirlaunaþega eru skildir eftir og fá enga hækkun?

 

Nú væri frábært ef hinir háu herrar sem hafa stjórnað upp á síðkastið skoði hug sinn áður en þeir fara að hæla sér af hækkunum og berja sér á brjóst og dásama örlætið sem felst í hinum nýju lögum.

 

Er það ekki sorglegt að svona stórt mál skuli vera keyrt í gegn á ógnar hraða og margir þeirra sem eru í forsvari fyrir félagsskap eldri borgar sitji nú og brosi út í bæði? Getur verið að þessir forsvarsmenn þurfi ekki að reiða sig á góð lög um réttindi til mannsæmandi lífs þegar síðasti fjórðungur lífsins hefst?

 

Er það grimm krafa að alþingismenn skilji þau frumvörp sem þeir eru að gefa atkvæði sitt?

Ég er ekki einu sinni reið, ég er svo sorgmædd fyrir hönd okkar allra, og fordæmi þá lítilsvirðingu sem okkur er sýnd, hinum almenna borgara.

 


Eru einhverjir að svíkja út félagslegar bætur á Íslandi?

Ég talalði um bótasvik um daginn og hef verið að afla mér upplýsinga um hvort einhverjar tölur séu til um þau.

 

Það hefur eitt og annað komið í ljós sem mér finnst áhugavert og gæti verið að fólk vissi ekki um. Ég ætla að nota þetta blogg til þess að deila með þeim sem lesa því sem ég hef fundið í bili. Ég ætla að halda áfram að tuða um eitt og annað og deila reynslu minni af því að búa erlendis og vera eftirlauna þegi.

Fyrst vil ég biðja þá sem eru einhverra hluta á bótum, eftirlaunum, örorkulífeyri eða öðru, að fjúka ekki upp og halda að ég sé að dæma alla sem fá greitt frá Tryggingastofnun svikara. Það er alls ekki svo. Mikill meirihluti þeirra eru þræl heiðarlegt fólk sem má ekki vamm sitt vita og fer í einu og öllu eftir reglum og hlýðir eins og smábarn því sem fyrir það er lagt.

 

Ég hef hins vegar sagt áður að því miður þekki ég nokkuð marga sem fylgja ekki reglunum og er það miður og kemur sér illa fyrir hina hlýðnu.

 

Kæra fólk, ekki fjúka! Haldið ró ykkar þar til þið hafið lesið til enda og í öllum bænum lesið til enda.

 

Ég man eftir því að fyrir nokkrum árum kom fulltrúi frá einhverju norðurlandanna og var að útskýra hvernig viðkomandi land tók á bótasvikum. Ég nenni ekki að leita að því hvenær þetta var en vafalaust er útkoman aðgengileg á vef TR. og mæli ég með að fólk skoði það. Mig minnir að þetta hafi verið annað hvort fulltrúi frá Noregi eða Svíþjóð.

 

Jæja, ég fann út að Almannatryggingalöggjöfin býr ekki yfir heildstæðum viðurlagaákvæðum, hvergi er kveðið á um að brot gegn lögunum hafi tilteknar afleiðingar né taka sérstök lög á bótasvikum.

Kanski finnst sumum bótaþegum það ekkert tiltökumál að gefa upp rangar upplýsingar eða leyna mikilvægum upplýsingum því það virðist ekki hafa neinar afleiðingar í för með sér.  Bætur almannatrygginga eru greiddar úr sameiginlegum sjóði allra landsmanna og að svíkja fé út úr slíkum sjóði bitnar í flestum tilvikum á þeim sem síst skyldi og á ég þar við þá sem nauðsynlega þurfa á aðstoð að halda.

Ef öllum leikreglum væri fylgt held ég því fram að hægt væri að efla þennan sameiginlega sjóð og mundi það leiða til batnandi kjara og lífsskilyrða bótaþega.

 

Árið 2010 eru upplýsingar frá Vinnumálastofnun eftirfarandi:

Alls voru 525 ábendingar um bótasvik teknar til frekari skoðunar af eftirlitsdeild VMST. Þessar rannsóknir leiddu til þess að 209 einstaklingar voru teknir af atvinnuleysisskrá og 74 til viðbótar hlutu viðurlög í formi 2-3 mánaða biðtíma. Þeim einstaklingum sem fengu ofgreiddar atvinnuleysisbætur var gert að endurgreiða bæturnar og í mörgum tilfellum með 15% álagi. Áætlar stofnunin að tæplega 136 milljónir króna hafi sparast venga þessa eftirlitsþáttar á árinu 2010.

 

Þessar upplýsingar styðja fullyrðingu mína um að bótasvik séu stunduð í einhverjum mæli hér á landi, rétt eins og annars staðar á Norðurlöndum.

 

Tryggingastofnun hefur ekki mörg úrræði til þess að varna svona svikum og er hægt að líta á aðferð þeirra sem beitt er við mig og kannski aðra sem búa erlendis aðeins mildari augum. Mér finnst fáránlegt að á hverju einasta ári í júni fái ég bréf þar sem mér er vinsamlega bent á að nú skuli ég sanna að ég sé ekki kominn til himnaríkis og sé að krefjast bóta þaðan. Hverjum dettur í hug að ég hafi eitthvað að gera með eftirlaun á himnum. Ég lifi þar í vellystingum og þarf ekki peninga, held ég. Ég er reyndar ekki farinn yfirum svo þetta eru bara hugmyndir mínar um einfalt kerfi á himnum.

Ég eins og hlýðinn borgari fer til kirkjusóknar skrifstofunnar í bænum mínum og við hlæjum dátt að því að nú þurfi að sanna tilveru mína hér á jörðinni.  Ég borga nokkrar evrur og við höfum fengið okkar skammt af hlátri þann daginn, ég og skrifstofufólkið. Ekki slæmt.

Síðan biður hin ágæta stofnun á Íslandi mig um skattskýrslu!!

Í fyrstu skyldi ég þetta ekki, það var langt fyrir ofan minn skilning að ég þyrfti að gera tvær skattskýrslur með nákvæmlega sömu tölum! Jú, þú verður að gera þetta sögðu þau þegar ég röflaði.

Nú sendi ég þeim afrit af portugalskri skýrslu minni, sem er ekki á íslensku, hún er á portugölsku og afskaplega flókin. Aftur fæ ég hláturskast sem dugar mér þann daginn. Ég get ekki fyrir mitt lifandi líf, þó ég hafi ótrúlega frjótt ímyndunarafl, séð fyrir mér starfsmenn þessarar uppáhalds stofnunar minnar, lesa úr skattskýrslu frá Portúgal. Ég get það ekki og er ekkert að reyna, hef bara endurskoðanda sem sér um málið.

Stofnuni er nú búin að fá pappírana sem þau biðja um og þó ég fari fram á staðfestingu á móttöku fæ ég hana venjulega ekki og þá hringi ég. Ég get séð fyrir mér þjónustufulltrúana stynja og hugsa með sér, Almáttugur hringir hún enn þessi ruglaða frá Portúgal!

Eftir nokkuð japl og fuður tekst að grafa gripina upp úr einvherjum bunka jafnvel þó fullyrt hafi verið við mig að skjölin hafi ekki borist. Ég er farin að taka þessu nokkuð rólega og gef mig ekki fyrr en dótið finnst. Ég hef að sjálfsögðu fyrir framan mig e-mailið sem ég sendi og líka þau sem ég puðraði út á eftir til þess að fá staðfestinguna.

Sem sagt, Tryggingastofnun er afgreidd.

Þá er næsta mál, sem er skattstjóri. Sækja skal um frískattkort á hverju ári í desember til að forðast tvísköttun. Gott og vel. Afrit af skattskýrslu skal fylgja. Á síðasta ári brá svo við að ég þurfti líka að skila vottorði frá skattyfirvöldum hér í landi að ég hefði borgað þá skatta sem bar í Portugal. Vottorðið skyldi vera á pappír og stimplað. Einmitt, ég arkaði upp á skattstofu hér í bæ og bar mig aumlega og spurði hvort ég gæti fengið þetta á pappír. Nei, það getur þú ekki, sögðu vinir mínir hjá skattinum. Hvaða stimpil eru þau að biðja um? Við gefum aldrei út svona vottorð á pappír. Er ekki Ísland tölvuvætt? spurðu þau. Jú, jú, sagði ég aumingjalega og skammaðist mín ekki lítið fyrir að hafa haldið því fram að Ísland væri hámenntað! Hér er þetta gert í gegnum tölvur og ekkert annað með staðfestingar kóda sem venjulegt fólk skilur bara nokkuð vel en er auðvitað á portugölsku.

Ég sendi vottorðið til skattstjóra og sannaði að ég hefði greitt mína skatta og væri ekki að svíkja eitt eða neitt.

Þetta er semsagt aðferð Tryggingastofnunar og skattstjóra að sjá um að þeir sem fylgja reglum sanni að þeir séu ekki að svindla.

Er þetta ekki svolítið skondið á sama tíma og ég þekki til bótaþega sem búa erlendis og hafa aldrei þurft að sanna eitt eða neitt, enda eru þeir á fullu að fara EKKI eftir reglunum og ekkert er gert í málinu og engin leið til að finna út hverjir þetta eru?

Það er eitthvað að íslensku eftirlit, held ég!

Það væri auðvelt að sannreyna upplýsingar sem gefnar eru til Tryggingastofnunar en það vantar lögin. Það væri hægt að spara milljónir á ári, kannski tugi milljóna, með virku eftirliti en líklega verð ég komin í himnasæluna þegar það gerist.

 

Passið nú upp á blóðþrýstinginn áður en þið farið að hamast í mér. Bótasvik eru stunduð á Íslandi af einhverjum hóp, ég veit ekki hvað hann er stór. Það er staðreynd sem ekki verður undan komist.

 

Ef ég er að fara með rangt mál varðandi löggjöfina þá væri ég afskaplega þakklát fyrir leiðréttingar og tek þeim opnum örmum.

Það getur verið að t.d. í hinu nýja frumvarpi sé eitthvað tekið á þessum málum. Væri það hugsanlegt eftir allan þann tíma sem frumvarpið hefur verið í smíðum?

 

 

 

 

 

 

 


Hefur íslenska þjóðin veikst af hinni skelfilegu veiki, Veiki gleymskunnar?

Fyrst ætla ég að benda á vefsíðu Tryggingastofnunar ríkisins.

Þar eru áhugaverðar upplýsingar í fréttabréfi sem heitir Tölutíðindi.

Ég hvet alla sem eru að nota tölur í máli sínu um eftirlaunaþega og öryrkja að skoða þessar tölur. Það eru komin út 3 tölublöð fyrir árið 2016.

Það brennur oft við að tölur brenglast í meðförum þeirra sem eru t.d. að reyna að smala atkvæðum og þá er gott að geta sannreynt málið.

Eins má benda á að Tryggingastofnun er með námskeið fyrir þá sem eru orðnir 67 ára. Ekki veit ég hvort þessi námskeið eru á mannamáli og væri forvitnilegt að heyra í einhverjum sem hefur hlustað.

 

Semsagt, ef þú hefur tölvu og kannt að nota hana má finna ýmislegt gagnlegt á síðum stofnunarinnar. Sumt af því sem þar er má einnig skilja. Það er notað mannamál í sumum tilfellum, sem er auðvitað alveg dásamlegt og ekki síst fyrir þá sem hafa kannski búið erlendis lengi og eru farnir að ryðga í íslenskunni.

 

Það hefur komið fram í umræðunni að atkvæði eftirlaunaþega séu allt frá 40.000 og upp í 60.000. Þetta hef ég séð notað þegar verið er að hvetja til að kjósa nú rétt, eða þannig.

Séu þessar tölur réttar eru nokkuð margir sem ekki eru farnir að taka út eftirlaun sín. Auðvitað er það hið besta mál ef svo er en ég er svolítið vantrúuð á tölurnar.

 

Ég er gjörsamlega hætt að skilja hvað er að gerast með frumvarp til laga um almannatryggingar sem liggur fyrir þinginu. Er nú verið að gera vel við þá sem búa einir en skilja hina eftir? Getur það verið? Eru einhver rök fyrir því? Ég bara spyr en eins og alþjóð veit er ég auðvitað bara kelling sem tuðar yfir öllu mögulegu og ómögulegu og skil ekki íslensku nema að litlu leyti. Minnið farið að gefa sig eða þannig.

 

Getur það verið að pólitíska veikin sé að koma upp? Veikin sem heltekur þá sem setjast á þing og gleyma öllum fallegu loforðunum sem greitt var með atkvæði kjósandans og stundum með atkvæði margra kjósenda?

 

Það vellur upp úr pottunum grautur fullur af loforðum frá stórum og smáum framboðum og ég þakka mínum sæla fyrir að þurfa ekki að velja og ekki hefði ég trúað því að ég ætti eftir verða þakklát pótintátanum hjá Þjóðskrá sem setti mig út af sakramentinu eftir 6 mánuði og þegar ég spurði hvaðan hann hefði þær upplýsingar að ég byggi ekki á Íslandi svaraði hann: Ég les Morgunblaðið!

Er það ekki dásamleg mynd að sjá fyrir sér starfsmann, og það líklega yfirmann, liggja yfir Mogganum og öðrum blöðum til þess að ganga úr skugga um að enginn sé vitlaust skráður hjá stofnunni?

Já, það verður ekki logið á íslenskt apparat. Þar er allt eins og það á að vera, jafnvel þó einhverjir séu að höndla með fjöregg þjóðarinnar og gefa vinum og ættingju eins mikið og hægt er.

Þeir sem slíkt gera eru allra vinsælastir á landinu í dag!

Hvað er eiginlega að íslendingum? Eru þeir allir sýktir af veiru gleymskunnar sem ég hélt að væri bara grasserandi á alþingi?

 

 

 

 

 

 


Það sem ekki má nefna!

Undanfarið hef ég verið að skrifa um svanga fólkið á Íslandi og hef þá einkum verið að tala um eldri borgara og hin ótrúlegu svik stjórnvalda og hvernig farið hefur verið með lífeyrissjóð þessa hóps og honum blandað saman við Almannatryggingakerfið og því haldið fram að hann (lífeyrissjóðurinn) væri viðbót við tryggingakerfið.

Þeir sem til þekkja vita að tryggingakerfið var hugsað sem viðbót við sjóðina en ekki öfugt.

Um þetta er hægt að rífast endalaust en besta leiðin er að skoða söguna og þeir sem hafa áhuga og nennu ættu kannski að gera það sér til fróðleiks.

Það eru fleiri en eftirlaunaþegar á Íslandi sem eiga ekki fyrir mat alla daga. Launafólk á lægstu töxtum er ekki sælt af sínum launum. Þar er við verkalýðsforystuna að eiga og ætti hún að berjsat fyrir þeirra málum.

Eftirlaunaþegar eiga ekki marga málssvara og er ég ekkert of góð til þess að leggja mitt af mörkum til þess að tala þeirra máli.

Allir verða gamlir sem lifa. Þeir sem deyja fá ekki eftirlaun. Þetta vita auðvitað allir en hugsa samt ekki út í það. Yngra fólk á Íslandi er upptekið við að lifa lífnu núna og finnst kannski ekkert skipta máli einhverjir áratugir í farmtíðinni. Það skiptir reyndar máli og því fleiri sem huga að stafslokum sínum með einhvers konar sparnaði ættu að vera betur settir en þeir sem ekki gera það.

Í morgun las ég þráð á Facebook síðu vinar míns.  Hann er oft ekkert að skafa utan af hlutunum og segir það sem hann meinar og það sem margir aðrir eru að hugsa.

Skrif hans vöktu mig til umhusunar eins og svo oft áður og ekki síður hin ótrúlega harkalegu viðbrögð sem hann fékk. Ég skil stundum ekki, og reyndar mjög oft, hvað fólk getur látið út úr sér í skrifum sínum og brigslað fólki um alls konar hluti. Það er með ólíkindum hvað það eru margir heilagir á landinu!

Ég tilheyri vonda fólkinu og er bara nokkuð ánægð með það.

Skattsvik eru stórt vandamál á Íslandi.

Svik út úr Almannatryggingakerfi landsins eru líka til vandræða fyrir þá sem eru að fara eftir lögum og reglum.

Það má uðvitað ekki tala um þetta.  Ef svona hlutir eru nefndir verður allt vitlaust.

Ef Almannatryggingasvik væru upprætt mundi vafalaust ýmislegt breystast, en nei, ef minnst er á að eftirlaunaþegar eða öryrkjar séu að svíkja út úr kerfinu rísa upp hinir ólíklegustu og berja á þeim sem voga sér að tala um það sem allir vita en fáir gera neitt í.

Ég þekki fólk í báðum hópum sem hælir sér af því að svíkja út úr kerfinu.

Ég þekki líka marga, og eru það mjög margir, sem fara eftir lögum og reglum og sumir þeirra lepja dauðann úr skel og eiga ekki fyrir mat.  Það er fólkið sem ég held uppi vörnu fyrir og ætla mér að gera fram í rauðann dauðann.

Tryggingastofnun hundeltir mig allan ársins hring til þess að sjá um að hver einasta króna sem fæ út úr kerfinu sé rétt. Ég bý erlendis. Auðvitað er það gott og blessað og sjálfsgt að gefa þeim allar upplýsingar sem þeir biðja um og sannfæra þá um að ég sé á jörðunni en ekki farin til himna og sé að krefjast bóta þaðan.  Ég hugsa að ég þurfi ekki á bótum að halda þegar ég fer yfir um, en það er annað mál.

Þá eru það öryrkjarnir:

Ég vogaði mér fyrr á þessu ári að minnast á að ef til vill væri hægt að hækka bætur ef fólk hætti að svíkja út úr kerifnu. Sem betur fer var ég í órafjalægð í öðru landi svo ekki var hægt að berja mig en skammirnar sem ég fékk voru dásamlegar og ekki til að hafa eftir.

Það vita allir að það eru stunduð stórfelld svik út úr kerfinu sem heldur utan um öryrkja.

Það má ekki tala um það.

Ég er ekki að tala um þá sem eru raunverulega veikir og þurfa raunverulega á aðstoð að halda. Ég er að tala um þá sem þiggja bætur og vinna fulla vinnu, SVART. Borga ekki skatta og þiggja alla þá félagslegu aðstoð sem í boði er.  Þetta er klárt fólk sem veit hvernig á að gera þetta. Ég hef ekki hugmynd um hver aðferðin er og langar ekki til að vita það.

Ég þekki svona fólk og sumt af því þekki ég vel.

Af hverju geri ég þá ekkert í málinu?

Einmitt, það er góð spurning og svarið er einfalt: Ég hef ekki kjark til þess.

Þegar ég hugsa um þetta fólk verð ég döpur og sár. Ég hef alla mína tíð borgað skatta og safnað í Lífeyrissjóð VR til efri áranna.

Ég er mjög sátt við að þeir eftirlaunaþegar sem ekki hafa, einhverra hluta venga, getað sparað í lífeyirssjóð fái samfélaglega hjálp frá Almannatryggingakerfinu. Það er ekki nema sjálfsagt að eftr árin séu eins falleg og mögulegt er.

Ég er hins vega ekki sátt við að það sem  ég hef sparað verði að engu.

Ég vil fá minn lífeyrissjóð óskertann. Það er ekki verið að gefa mér eitt eða neitt, ég er að taka út það sem ég hef lagt fyrir í marga áratugi og ég borga fullan skatt af sparnaðinum mínum.

Þar sem ég bý erlendis hef ég ekki sömu réttindi og þeir sem búa á Íslandi. Ég er ekki að kvarta mikið yfir því þó mér finnist það ósanngjarnt.

Við öryrkja vil ég segja þetta:

Hættið að dæma þá sem tala tæpitungulaust um þá sem eru að svíkja út úr kerfinu. Það er enginn að dæma alla öryrkja svikara. Það væri hins vegar ykkar hagur að koma í veg fyrir svik svo að þeir sem eru raunverulega veikir gætu fengið bætur úr kerfinu sem gerði þeim kleift að eiga fyrir brýnustu nauðsynjum.

Þessi ábyrgð er á ykkar höndum.

Ef skattleysis mörk hefðu hækkað eins og gert var ráð fyrir í upphafi væri staðan önnur hjá venjulegu fólki.

Kannski væri hækkun þeirra farsælli lausn en að sletta nokkrum krónum í alla og þessar krónur svo borgaðar til baka með skertum lífeyri frá lífeyrissjóðunum sem ég og fleiri hafa verið að safna alla starfsæfina.

Það væri hægt að spjalla um þátt verkalíðsforystunnar í þessum málum en ég læt það öðrm eftir og bendi ykkur sem hafið áhuga á að lesa skrif Wilhelms Wessmans og Guðmundar Guðmundssonar á Facebook.

Ég geri ráð fyrir að verða skömmuð en bak mitt er breitt og ég get tekið ýmsu. Held  þó að það gæti verið ágætt fyrir þá sem ætla að leggja eitthvað til málanna hér að hugsa tvisvar áður en haldið er af stað.

Ég þekki vel til kjara raunverulegra öryrkja. Ég ólst upp hjá einum og hún var hetja. Ég þekki líka vel til þess að vera eftirlaunaþegi, bæði á eigin skinni og annarra. Ég veit hvað það er að eiga ekki mat og fara svangur í rúmið.  Margir af minni kynslóð ólust upp við erfiðar fátæktar aðstæður, þar sem vatn fraus í krönum yfir nóttina og brunagddur var inni. Sem betur fer voru það ekki allir. Margir höfðu það gott.

Árið 2016 á Íslandi, sem er meðal ríkustu þjóðum heims, ætti enginn að líða skort og þurfa að fara svangur í rúmið eða eiga ekki höfði sínu að halla á nóttunni í hlýju húsi og góðu rúmi.

Konsingaloforð eru ódýr. Þau er auðvelt að svikja. Nú renna loforðin út í stríðum straumum.

Kæra fólk sem þetta lesið! Í guðs bænum hugsið ykkar ráð vel áður en þið kjósið aftur sama sukkið og verið hefur.

Litlu framboðin lofa ekki síður, en geta þau staðið við fögru fyrirheitin? Hvar ætla þau að taka peningan? Skilja þau kerfið? Af hverju sameinast þau ekki svo öruggt sé að þau komist til valda?

Ég sé ekki betur en 8 ára uppbyggingartíma sé að ljúka og framundan séu mögru árin. Þanig hefur þetta gnegið á Íslandi aftur og aftur í gegnum tíðina.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband