Bloggið mitt fer í frí og kemur kannski ekki aftur

29.október 2017

Góðan dag

ég veit að það eru örfáir vinir mínir sem hafa fylgst með þessu bloggi mínu og skrifa ég nú fyrir þá:

Ég þakka ykkur fyrir að hafa stutt mig á fyrstu skrefum í blogg heiminum.

Nú ætla ég að hætta að blogga hér og snúa mér alfarið að WordPress bloggi sem er mun áhugaverðar fyrir mig og þar ætla ég að gera það sem mér finnst skemmtilegt.

WordPress bloggið er á ensku en framtíðin gæti orðið að sum þeirra yrðu á Portúgölsku. þar verður ekkert á íslensku.

Ég næ til fleiri íslendinga með því að skrifa á Facebook síðuna mína "Á milli lífs og dauða"

Þar skrifa ég venjulega eitthvað næstum daglega og hef fleiri sem lesa en hér á þessum vettvangi.

Einnig mun ég auðvitað halda Facebook síðunni minni -Hulda Bjornsdottir - opinni og er hægt að fylgjast með mér þar, en flest sem ég birti þar er aðeins fyrir Facebook vini.

Nú er búið að kjósa á Íslandi og aftur verða spillingaröflin sterkust.

Ég nenni hreinlega ekki að tala um það lengur, allavega ekki hér á þessum vettvangi.

Ég þakka enn og aftur þeim vinum mínum sem studdu mig á fyrstu skrefum í bloggheimi og veit að þeir hafa fært sig yfir á WordPress.

Með kveðju

Hulda Björnsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband