Ætli skrattanum sé ekki skemmt í dag?

 

Í dag berja margir stjórnmálamenn sér á brjóst og eru alsælir með að hafa platað hinn auðtrúa almenning. Það eru lesnar upp og skrifaðar milljarða tölur sem eiga að sanna hve dásamlegt allt er skyndilega orðið. Bara si svona birti upp og allt er gott! Allir eiga nóg að borða, bara ekki núna! Ekki strax! Í framtíðinni! Á næsta ári. Nokkrir mánuðir sem þarf að þreyja og svo kemur dýrðin! Ef einhver er að kvarta þá er hann vanþakklátt fyrirbrigði og það er einmitt ég!

Þið ágætu stjórnmálamenn og væntanlegir getið andað rólega. Ég er orðin svo hundleið á ykkur og nenni líklega ekki að rífa mig meira, í bili að minnsta kosti. Grauturinn sem þið bjóðið mér upp á er óætur og ég vil frekar portugalskan mat þó ekki sé hann til að hrópa húrra fyrir.

 

Hið nýja frumvarp sem bætir kjör ellilífeyrisþega um milljarða hefur verið samþykkt.  Húrra húrra húrra hrópa þeir og kjósendur flykkjast að þeim og kjósa þá enn og aftur, eða hvað?

 

Grái herinn er ekki síður ánægður en vísar hins vegar fyrirspurnum til annarra. Þeir treysta sér líklega ekki til að taka við spurningum frá þeim sem héldu að herinn væri kominn til þess að standa með lífeyrisþegum. Hinir auðtrúa eru núna smátt og smátt að leggja til hliðar bjartsýnis gleraugun, og stara í gaupnir sér sljóum augum og spyrja:  "Hvað nú? Það verður fátt um svör alla vega frá þessum her. Hann er ánægður með breytingarnar og nú ætlar hann að fara að telja mönnum trú um bætt húsnæðis úrræði.

Er ekki lífið dásamlegt? Draumar sumra eru svo út í Hróa Hött að manni verður flökurt en því miður eru alltaf einhverjir sem láta glepjast og vakna svo upp við vondan draum. Kannski væri ráð fyrir hinn nýja her á Íslandi að lita á sér hárið! Það gæti birt upp. Svo er líka gott ráð að endurnýja gleraugun. Þau geta breytt miklu. Ég veit um frábæra hárgreiðslumeistara sem tækju málið að sér með mikilli ánægju og gætu rætt við ykkur á meðan liturinn er að virka! Bara hafa samband og ég tengi! Mér finnst líklegt að hinir gráhærðu í hernum þurfi ekki að spá mikið í verðið!

 

Aðalmálið í dag er að risastórar breytingar eru orðnar á eftirlaunum eða ellilaunum eins og þau heita núna. Allir geta nú dansað í kringum kjötkatlana og réttlætið er ekki amalegt.

Ég býð þeim sem samþykktu hið nýja frumvarp um Almannatryggingar og berja sér á brjóst í dag yfir manngæsku og örlæti, að lifa af 227.956 krónum á mánuði og gæti jafnvel boðið þeim upp á að lifa af 275.937 krónum. Alveg hjartanlega velkomið að skipta við þá. Látið mig bara vita.

Ég ætla samt að leggja til við þá sem samþykktu frumvarpið, og líka þá sem voru svo hreinskilnir að viðurkenna að þeir skildu ekki málið,  að setjast niður við reiknivél TR og skoða tölurnar.

Það er stórkarlalegt og sætt og voða kosningalegt að tala um milljarða ofan á milljarða bætur. Venjulegt fólk lifir ekki af milljörðum. Þið sem eruð í stjórnmálum ættuð að fara að tala í raunverulegum tölum, tölum sem snúa að eintaklingi og þá gæti farið svo að þið rennduð í sjóinn með opnum augum og skylduð hvað umræðan snerist um.  Þið þurfið nefninleg að skilja hvað það er sem venjulegt fólk skilur, sem sagt tölur sem skipta máli fyrir hvern og einn. Ég gef ekki mikið fyrir umslátt og brjóstbarning þeirra sem nú ganga beinir  í baki og horfa hátt. Vonandi leita þeir sér hjálpar í dag á vef TR og taka reiknivélina tali. Þar er nefninlega talað á mannamáli og tölur eru skiljanlegar, jafnvel fyrir mig.

 

Svona af manngæsku minni og örlæti ætla ég að sýna hér hinar dásamlegu tölur sem reiknivélin gaf mér.

Ég fann ekkert um öryrkja svo þetta eru tölur sem snúa að ellilífeyrisþegum. Er þetta annars ekki dásamlegt orð, það er hægt að smjatta á því fram og til baka: Ellilífeyrisþegi, þegi ellilífeyris, þiggja ellilífeyri, fá ellilífeyri og svo framvegis og svo framvegis.

Persónulega er mér nokk sama hvað ég er kölluð en mér er ekki sama að ríkið steli af mér lífeyris sparnaði mínum sem ég hef þrælað fyrir í marga áratugi. Ég vann eins og skepna og lagði fyrir í hverjum mánuði. Ég vil fá sparnaðinn minn og borga af honum skatta en samþykki ekki að bætur frá Almatryggingakerfinu skerðist. Það er ekkert réttlæti í því og líklega best fyrir alla að hætta að borga í þessa sjóði.

 

Hér koma svo tölurnar sem ég fékk um hvernig hækkunin, milljarða hækkunin væri á mannamáli og reiknuð út af ekki ómerkilegra apparati en reiknivél Tryggingastofnunar ríkisins.

 Forsendur eru auðvitað brenglaðar því miðað er við skattprósentu í dag, árið 2016 en það verður að hafa það.

Þá er þetta svona:

Einstaklingur án tekna hefur 227.956 í ráðstöfunartekjur eftir skatt.

Hann fær fullan lífeyri plús heimilisuppbót.

 

Einstaklingur með 145.000 krónur frá Lífeyrissjoði fær frá Tryggingastofnun 185.028

og eru ráðstöfunartekjur hans 275.937 eftir skatt.

Fullur skattur tekinn af Lífeyrissjóðs tekjum og hann fær skertan lífeyri og sketa heimilisuppbót.

 

Einskatklingur sme hefur aldrei greitt í lífeyrissjóð og hefur aæðeins bætur frá Tryggingastofnun hefur 47.981 krónum minna í ráðstöfunartekjur en sá sem hefur sparað í Lífeyrissjóð í 40 ár.

Er nokkur ástæða til þess að vera að burðast við að spara??????

 

Hjón án tekna hafa 195.190 í ráðstöfunartekjur eftir skatt (eingöngu bætur frá Tryggingastofnun) Þetta eru tekjur annars hjónsis og verður þá væntanlega greitt 2svar sinnum  gerir þetta krónur 390.380 eftir skatt.

Hjón með 145.000 tekjur frá Lífeyrissjóð fá frá Tryggingastofnun kr. 161.240 eftir skatt. Þau fá ekki heimilisuppbót.

Ráðstöfunartekjur annars hjóna eru kr.252.401 eftir skatt (væntanlega er þetta þá sinnum 2)

 

Annað hjóna fær 32.766 krónum minna en einstaklingur miðað við engar aðrar tekjur en tryggingabætur.

 

Annað hjóna fær 23.788 krónum minna en einstaklingur miðað við að hjónið hafi 145.000 frá Lífeyrissjóði. 

 

Ég er að velta fyrir mér þessu með hjónin, það hljóta að vera tvöfaldar bætur mínus heimilisuppbót, eða hvað?

Þetta er nú öll dýrðin, ellilífeyrir hækkar í 227.883 og svo koma 52.117 krónur sem heita heimilisuppbót sem samtals gerir 280.000. Frá dregst svo skattur 52.044 og útkoman er 227.956 í ráðstöfunartekjur.

Hafið þið rekið augun í að heimilisuppbótin fer næstum öll í skatt?

 

Þá er stóra spurningin eftir. Þegar stjórnmálamenn berja sér á brjóst og dásama örlæti sitt, gera þeir ráð fyrir þeim tekjum sem koma til baka í formi tekjuskatts? Eða eru tölurnar sem þeir tala um, allir dásamlegu milljarðarnir, brúttó tölur?

 

Ég ætla að hætta þessu núna og á morgun skrifa ég um eitthvað skemmtilegt. Stjórnmál eru ömurleg og ekki síst þegar nokkrir dagar eru til kosninga og loforða grauturinn vellur út um allt, ósaltaður og bragðlaus, viðbrunnin og í sumum tilfellum upphitaður, úldinn og gamall.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband