Alþingi samþykkir lög sem þingmenn skilja ekki!

Mér skilst að nú sé búið að samþykkja ný lög um Almannatryggingar og að einhverjir þingmenn hafi verið svo hreinskilnir að segja beint út að þeir skilji ekki málið.

 

Er það furða? Ég hef sagt það oft og mörgum sinnum að oftar en ekki séu lög ekki á mannamáli og að með frumvörpum þurfi að fylgja mannamáls skýringar.

 

Það er þó sárgrætilegt að svona stórt mál skuli vera keyrt í gegn á síðustu klukkutímum sitjandi þings.

 

Nú verður spennandi að sjá hvaða varnir Félag eldri borgara og Grái herinn hafa uppi á næstunni. Þessi tvö hafa lýst því yfir að hér sé um gott mál að ræða. Einhverjir eru að ybba sig á síðu Gráa hersins og fátt um svör og finnst mér þau fáu svör sem ég hef séð lýsa ótrúlegum hroka en ekki umhyggju.

Fólk bindur vonir við fund eins og þann sem haldinn var í Háskólabíó á vegum þessara tveggja og formaður FEB flutti hugnæma ræðu í lokin þar sem fólk táraðis yfir orðum hennar. Móðurlega mælti hún og hvatti fundargesti til þess að ganga beinir í baki, rétta úr sér og hún þakkaði þeim hjartanlega fyrir að hafa komið á fundinn.

 

Móðurleg umhyggja hennar hefur þynnst út finnst mér eftir að hafa séð hvað hið nýja fumvarp er þekkilegt í hennar augum.

 

Getur verið að það sé framið stjórnarskrár brot eða mannréttinda brot með þessu frumvarpi?

Getur það verið eðlilegt að þeir sem ekki njóta heimilisuppbótar, t.d. þeir sem hafa greitt alla sína starfsæfi skatta á Íslandi og hafa nú flúið land til að komast af, eigi ekki að fá neina hækkun. Þetta fólk nýtur strípaðra bóta, grunnlífeyris og tekjutryggingar. Ég veit þetta fyrir víst því ég bý ekki á landinu.

 

Er það jafnræði að 3/4 eftirlaunaþega eru skildir eftir og fá enga hækkun?

 

Nú væri frábært ef hinir háu herrar sem hafa stjórnað upp á síðkastið skoði hug sinn áður en þeir fara að hæla sér af hækkunum og berja sér á brjóst og dásama örlætið sem felst í hinum nýju lögum.

 

Er það ekki sorglegt að svona stórt mál skuli vera keyrt í gegn á ógnar hraða og margir þeirra sem eru í forsvari fyrir félagsskap eldri borgar sitji nú og brosi út í bæði? Getur verið að þessir forsvarsmenn þurfi ekki að reiða sig á góð lög um réttindi til mannsæmandi lífs þegar síðasti fjórðungur lífsins hefst?

 

Er það grimm krafa að alþingismenn skilji þau frumvörp sem þeir eru að gefa atkvæði sitt?

Ég er ekki einu sinni reið, ég er svo sorgmædd fyrir hönd okkar allra, og fordæmi þá lítilsvirðingu sem okkur er sýnd, hinum almenna borgara.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband