Færsluflokkur: Bloggar

Dómstóll götunnar

17. september 2017

Í gær skrifar Björn Ingi um dómstól götunnar.

Ég er ekki alveg viss um að hann sé að skrifa um það sem athugasemdirnar eftir færsluna snúast um. Veit það þó ekki fyrir víst. Mér gæti fundist líklegt að hann væri að gefa í skyn umræðu þá sem hefur orðið um vistaskipti hans sjálfs. Þar hefur borið á dómstóli götunnar og ætla ég ekki að blanda mér í þau mál.

Mér liggur á hjarta hin gífurlega, stóryrta, hatursfulla umræða sem hefur verið um kynferðislegt ofbeldi og afleiðingar þeirra dóma og eftirlátssemi sem þar hefur ríkt, þ.e. í dómum.

Heil ríkisstjórn fallin vegna uppáskriftar um "Uppreisn æru"

Það sem stingur mig er hatrið sem vellur út úr þeim sem hæst hafa.

Þeir sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn, eða jafnvel nauðgunum á fullorðins árum, bíða þess aldrei bætur. Líf þeirra verður aldrei eðlilegt eftir slíkar hörmungar. ALDREI.

Við getum hamast í hatursumræðunni og haldið að það breyti einhverju fyrir þolendur.

Það gerir það ekki.

Hafi einhver orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á barnsaldri litast allt líf viðkomandi af þeim hörmungum. Það er hins vegar hægt, og mörgum hefur tekist það, að lifa af án þess að þurfa að brynja sig með endalausu hatri og velta sér upp úr því sem gerðist dag eftir dag eftir dag alla daga ársins.

Það er mikla hjálp að fá í íslensku samfélagi og þolendur geta með hjálp sálfræðinga og annars sérmenntaðs fólks, lifað af.

Ég hef ekki viljað blanda mér inn í þessa viðbjóðslegu umræðu en þegar farið er að breiða út sögur um unglinga "glæpi" og það gerir fólk sem er hvað orðljótast á nútíma fjölmiðlum, get ég ekki orða bundist.

Þið sem nærist á hatri og rógburði gætuð hugsanlega numið staðar og hugsað málið út frá ykkar eigin lífi.

Hefur líf ykkar verið fullkomið? Hafið þið efni á því að andskotast með rógburði á öðru fólki? Ef ykkar nánustu ættu í hlut munduð þið vera jafn gírug í dómum ykkar?

Ég er ekki að halda hlífiskildi yfir nauðgurum. Þeir eru ámátlegir. Ég er hins vegar að benda á að líf þolenda breytist ekki eða batnar við hatursumræðu dómstóls götunnar.

Hulda Björnsdóttir

 

 

 


Þorsteinn Víglundsson - er ekki allt í lagi að ég varpi þessum 2 spurningum til þín?

12. september 2017

Þorsteinn Víglundsson mætti á fund hjá FEB, kom of seint, glotti við tönn þegar hann gat ekki svarað því sem um var spurt. Fastur í exelskjölum og drattast ekki út úr þeim.

Eldri borgarar frekjur og fífl að hans mati.

 

2 spurningar:

Herra ráðherra, er ekki allt í lagi að skoða út fyrir exelskjölin, eða er það of mikil fyrirhöfn?

 

Hin spurningin er þessi:  Ef þú ættir móður sem þyrfti að lifa af tæpum 200 þúsund krónum á mánuði, hvernig mundir þú ráðleggja henni að komast af?

 

Vonandi svarar ráðherrann því ég er svo reið núna að fleiri orð gætu sært einhvern.

 

Hulda Björnsdóttir


Flóttamenn og "flóttamenn"

9.september 2017

Nú er hamast enn eina ferðina vegna flóttamanna á Íslandi og bent á hve vel tókst til með þá sem komu fyrir langa löngu til landsins frá stríðshrjáðum Evrópu löndum.

Ég man vel eftir því þegar flóttamennirnir komu frá Evrópu fyrir áratugum. Það var fólk á raunverulegum flótta. Þau voru fjölskyldur sem flúðu óargar stjórn og styrjöld.

Þetta fólk var frá Evrópu. Þau hafa komið sér vel fyrir á Íslandi og verið sér og landi sínu og hinum nýju heimkynnum til mikils sóma.

Þegar verið er að bera það fólk saman við þá sem nú streyma til landsins get ég ekki setið á mér. Ég verð bæði reið og sár.

Börnin, skeggjuðu börnin, sem nú vilja setjast að á Íslandi eiga ekkert, nákvæmlega ekkert sameiginlegt með þeim sem komu frá Evrópu þegar ég var ung kona.

Skeggjuðu börnin eru ofvaxnir ungir menn, sem vita líklega ekki hvenær þeir fæddust, og eru búnir að gleyma að þeir sumir hverjir hafi þá þegar fengið dvalarleyfi í öðru Evrópulandi.

Það er hægt að berja sér á brjóst og dásama og vorkenna og nota allan skala dásamlegra tilfinninga í garð þeirra sem eru nú að reyna að setjast að á Íslandi, landi velmegunar og alsnægta FYRIR ALLA !

Blessuð börnin, sögðu landar mínir hér í Portúgal þegar fyrstu flóttamennirnir komu. Flóttamenn sem komu EKKI frá löndum þar sem stríð geisaði. Flóttamenn sem fengu frítt húnsæði, frítt fæði, fría heimsendingarþjónustu og sight seeing ferðir fram og til baka. Flóttamenn sem var hampað fram og til baka af yfirvöldum bæjarfélaga. Flóttamenn sem voru myndaðir í sjónvarpi og blöðum við hlið VELGJÖRÐARMANNANNA.

Hvað varð svo um þessi BLESSUÐ BÖRN sem skeggrót, dökk skeggrót þekur andlit og hár á handleggjum og fótum? Jú, það komu 5 fjölskyldur til Penela. Þær búa í húsnæði, sér húsnæði fyrir hverja fjölskyldu búna húsgögnum og því sem til þarf. Nú rúmu ári eftir að þær komu eru 2 eftir. Hinar 3 eru farnar með BLESSUÐ BÖRNIN því lífið í Portúgal var ekki lúxuslífið sem þau sóttust eftir. Þegar árið fría var búið yfirgaf liðið velgjörðina.

Nokkrum fjölskyldum var komið fyrir í þorpi sem var í eyði. Þar var búið um fjölskyldurnar og þeim hjálpað við að koma á fót fyrirtæki sem átti að framleiða lífrænar vörur.  Einn góðan dag var svo farið til þess að skoða hvernig gengi. Gekk vel? Var gróska í starfinu? Hvernig leið FLÓTTAFÓLKINU í nýju heimkynnunum? Einbýlishúsunum sem höfðu verið búin upp fyrir nýju íbúana?

FLÓTTAFÓLKIÐ VAR HORFIÐ.

ÞAÐ HAFÐI YFIRGEFIÐ DÁSEMDINA OG ENGINN VEIT HVAR ÞAU ERU NÚ !

Enginn talar lengur um BLESSUÐ BÖRNIN hér í Penela. Flóttafólkið aðlagast ekki þorpinu. Þau halda sig sér og búa til fleiri börn. Þau ganga hér um götur eins og enginn sé bíllinn og við sem erum svo ósvífin að aka um göturnar megum þakka fyrir að drepa ekki allt liðið.

Ég veit ekkert hvernig þetta er á Íslandi í dag. Ég veit hins vegar að það eru vandræði í ÖÐRUM löndum Evrópu sem þessi nýi straumur fólks skapar.

En, eins og vanalega þá er Ísland best í heimi og fólk eins og ég má ekki opna munninn. Ég væri spennt að vita hve margir af þeim sem berjast fyrir því að fá fleiri og fleiri "flóttamenn" til landsins hafa tekið inn í sínar íbúðir, eða ætla að taka inn í sínar íbúðir, hluta af þessum skeggjuðu munaðarlausu börnum?

Það eru skammarleg rök að bera saman flóttamenn, sem komu til Íslands þegar ég var ung og hafa orðið sér og landi sínu og gamla landinu til sóma, við þá sem nú streyma í stríðum straumum um ALLA Evrópu.

 

Hulda Björnsdóttir

  


Frú formaður LEB komin í eina sæng með Þorsteini Víglundssyni

6.september 2017

Jæja, þá er frú Formaður LEB, fyrrverandi formaður FEB, komin í eina sæng með Þorsteini Víglundssyni og hittir þar góðan vin sinn.

Þau hafa jú bæði verið í því að sjá um þeir lægst launuðu væri ekki of sælir af sínu. Óþarfi að lýðurinn fitni. Nægilegt að þeir sem í efri lögunum búa bæti á sig þar til erfitt verður um gang.

Ég hlustaði á viðtal við Frú Formann í gær, í útvarpinu.

Mér leiðist alveg hrikalega að hlusta á hana en þar sem ég er nú endalaust að mala um bág kjör eftirlaunaþega og öryrkja verð ég að sinna skyldu minni og leggja að minnsta kosti eyrun við málæðinu.

Það var auðvitað frábært að frú formaður skyldi FÁ tíma hjá útvarpinu.

Hún sagði frá hamingju sinni með Þorstein Víglundsson og hvað hann hefði tekið henni og félögum óskaplega vel á fundi nýverið þar sem hann, að því er mér skildist, var ekkert annað en skilningurinn út í gegn og velviljinn að auki.

Frú Formaður talaði líka um að nú væri Grái herinn að fara af stað aftur. Þau hefðu að vísu misst Helga P úr landi, og hún skríkti aðeins.

Fyrirgefðu frú Formaður ég skil ekki hvernig þú getur verið í farabroddi fyrir her sem er baráttuhópur innan FEB og kom í stað kjaranefndar inna félagsins.

Er frú Formaður ekki í forsvari fyrir ALLA eldri borgara í landinu sem formaður LEB?

Er ég að miskilja þetta eitthvað?

Mér finndist eðlilegt að frú Formaður færi úr hernum og snéri sér að landsmálum einum en ekki starfi fyrir eitt félag innan þeirra samtaka sem hún er formaður í.

Er þetta eitthvað ósanngjarnt?

Það var sama bévaðans bullið í henni og venjulega í útvarpsviðtalinu og spyrjandi þurfti að leiða hana inn á brautina hvað eftir annað.

Hennar ær og kýr eru, þ.e. frú Formanns, að fólk eigi fyrir draumaferð til útlanda og gjöfum ef einhver giftir sig, og svo auðvitað að fá að vinna fram í rauðann dauðann.

Nú ætla ég að upplýsa frú Formann um nokkur atriði.

Það er ekki rétt að allir fái 280 þúsund krónur frá TR jafnvel þó þeir hafi ekki aðrar tekjur. Frúin getur lesið þetta á síðu Björgvins Guðmundssonar.

Svo er ágætt fyrir frúna að vita að það er bara dágóður hópur sem hefur ekki hinn minnsta áhuga á utanlandsferðum. Það er fólkið sem á ekki í sig og getur alls ekki farið til læknis.

Annar hópur, eða líklega sá sami sem ég tala um í næstu málsgrein á undan, hefur ekki áhyggjur af væntanlegum brúðkaupsgjöfum. Hópurinn hefur meiri áhuga á því að fá mat að borða.

Já, svo talaði frúin um stóra fundin í Háskólabíói fyrir síðustu kosningar og sagði að hann hefði skilað miklu til eldri borgara. Það hefur farið fram hjá mér þessar miklu hagsbætur fyrir hópinn. Ég veit hins vegar að BB sveik öll loforð sem hann gaf fyrir kosningar og með einu pennastriki svipti stóran hóp eldri borgara lífsviðurværi sínu.

Ekki minntist frúin einu orði á fund sem haldinn var í Háskólabíói í sumar. Nei það er sko þannig með þann fund að hann er ekki í réttu pólitísku litrófi fyrir frúna.

Já, við getum talað um samstöðu ! Hah!

Frú Formaður LEB.

Ég mælist til þess að þú kynnir þér aðstæður fólks sem á ekki í sig og á. Ég mælist til þess að þú talir við þá sem örvæntingin hefur gripið slíkum heljartökum að eina ráðið er að svipta sig lífi, til þess að losna úr viðjum örbirgðar, veikinda og vosbúðar.

Ég mælist til þess að þú frú Formaður stigir niður úr valdastóli þínum og hættir að tala fyrir fólk sem hefur ágætan lífeyri, rétt eins og frúin sjálf, og takir upp umræðu fyrir hópinn sem lifir við sult og seyru alla daga mánaðarins.

Frú Formaður LEB. Ég legg líka til að þú takir niður hina gráu mynd af þér með hernum. Þú hefur fengið þér annað starf og ættir að sinna því af heilindum.

Auðvitað veit ég að þessar bænir mínar og tillögur til frúarinnar eru vita gagnslausar. Hún er og hefur alltaf verið fyrir auðvaldið. Úlfur í sauðagæru sem nú hefur hafið upp raust sína til stuðnings Velferðarráðherra sem gefur skít í almúgann ætti að mínu mati að klæða sig í almennilega úlfagæru. Þar á hún heima og hvergi annars staðar.

Hulda Björnsdóttir

 


Meðaltöl eru hættuleg - þau segja enga sögu en eru vopn í höndum misvitra stjórnmálamanna

2.september 2017

Þorsteinn Víglundsson er yfir sig hrifinn af meðaltölum og það eru fleiri.

Meðaltöl eru svo undur fögur þegar þarf að troða upp í mótmælaseggi sem reyna að telja ráðherra trú um að það séu ekki allir sem lifi í alsnægtum á Íslandi.

Ráðherrann birtir súlurit og þegar gerð er athugasemd við röksemdafærslu hans segir hann að þetta séu tölur sem taka megi mark á.

Rúmlega 700 þúsund eða þar um bil eru samkvæmt ráðherra meðallaun á Íslandi. (Ef þessi tala er ekki rétt þá vinsamlega leiðréttið mig og ég breyti henni)

Nú ætla ég aðeins að færa mig úr stað og tala um meðaltöl í Portúgal.

Það birtist í merku blaði ekki fyrir mörgum dögum að eftirlaun í Portúgal væru 780 evrur á mánuði.

Ég hrökk við því ég þekki margar fjölskyldur sem eiga afa og ömmu eða foreldra sem eru komin á eftirlaun og þeirra upphæð er ekki nema tæpar 300 evrur á mánuði.

Ég fór á stúfana til þess að skoða málið og þá rakst ég auðvitað á þessi dásamlegu meðaltöl.

Ég hafði árið 2016 í tekjur rétt rúmlega 22 þúsund evrur vegna hins ótrúlega hagstæða gengis krónunnar. Þetta eru eftirlaun mín frá Íslandi.

Hér í landi, í Portúgal, eru nokkrir vellauðugir gaurar og kellur. Eitt dæmi um þann sem er inni í meðaltölum ellilífeyris fær 22 þúsund evrur Á MÁNUÐI í eftirlaun. Á MÁNUÐI, ekki á ári. Hann fær á mánuði jafn mikið og ég fékk á ári, í góðæris tíð gengis íslensku krónunnar.

Þessi ágæti maður var lögmaður og dómari. Það eru fleiri svona dæmi hérna.

Smá munur á því að vera með tæpar 300 evrur eða 22 þúsund evrur á mánuði, finnst ykkur ekki?

Svona eru allar meðaltals tölur, þær segja engan sannleika. Þær eru bara tæki fyrir stjórnmálamenn til þess að halda niðri kjörum þeirra sem minna hafa og hægt er að kaupa með gylliboðum fyrir kosningar. Gylliboðum sem eru svo svikin jafnvel á kjördag. Hvernig var þetta aftur með hækkun þingheims á Íslandi eftir síðustu kosningar? Komu þær ekki á kjördag?

Þorstein Víglundsson getur stært sig af fallegum meðaltölum og súluritum. Hann sefur líklega vel á nóttunni sæll og glaður með meðaltölin.

Getur það verið að almenningur láti blekkjast enn eina ferðina, næst þegar kosið verður og krossi við Viðhald Sjálfstæðisflokksins?

Virkilega?

Má ég minna á fagurt bréf formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar árið 2013 þar sem gylliboðin og helgislepjan lak úr hverju orði til handa eftirlaunaþegum.

Má ég minna á að íslendingar sitja uppi með handónýta ríkisstjórn eigin hagsmuna sem er hjartanlega sama um þá sem minna hafa.

Og má ég líka minna á að stjórnarandstaðan er svo dásamlega steinsofandi að ekkert, ég segi og meina EKKERT, virðist geta ýtt henni á flot.

Litli gulur er að rústa heilbrigðiskerfinu og andstaðan er núll og nix.

Afsökunin er þessi: Alþingi stjórnar engu. Þeir sem ráða eru í ráðuneytunum.

Það er löngu kominn tími til þess að breyta stjórnarháttum á litlu eyjunni í norðri.

Er það ekki undarlegt að yfir 60 manns sé haldið uppi á þingfararkaupi og ráðherralaunum og öllum bitlingunum í landi þar sem búa 330 þúsund manns?

Það ætti að taka smart símana af öllu liðinu þegar það stígur inn fyrir dyr þinghússins. Það fer fátt eins í taugarnar á mér og að horfa á Panamaprinsinn grúfa sig yfir snjallinn á meðan verið er að belgja sig úr ræðustól og spyrja hann alvarlegra spurninga.

Það fer líka í taugarnar á mér að sjá belginginn og illskuna úr hinum virðulega ræðustól.

Þegar ekki er einu sinni hægt að sýna kurteisi á hinu háa Alþingi er ekki hægt að ætlast til sanngirni og umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín í íslensku þjóðfélagi.

Ég ætti líklega að hætta að láta framkomu þingmanna og ráðherra fara í taugarnar á mér. Þeim er ekki viðbjargandi en ég gæti hugsanlega komist hjá taugaáfalli af verstu gerð. Meðaltöl benda eindregið til þess.

Hulda Björnsdóttir

 

 

 


Enn um framboð eldri borgara til Alþingis

31.ágúst 2017

Nú er enn einu sinni komin upp umræða um að eldri borgarar eigi að bjóða fram til Alþingis.

Það nýjasta sem ég sá var að stungið er upp á að slíkt framboð hefði einungis á stefnuskrá sinni, bætt kjör eldri borgara.

Þetta er ágætt fljótt á litið og gæti bara orðið sterkt. Það eru 47.441 íslendingur 65 ára og eldri. Frábært. Þarna er kominn flokkur sem gæti haft áhrif á hinu Háa Alþingi Íslendinga.

Eða er það?

Ef ég skoða málið niður í kjölinn, frekar grunnt þó, þá kemst ég að þessari niðurstöðu:

Hvað eru margir eldri borgarar sem hafa það slæmt?

Hvað eru margir eldri borgarar sem eiga ekki fyrir læknisþjónustu?

hvað eru margir eldri borgarar sem geta ekki leyst út nauðsynleg lyf?

Hvað eru margir eldri borgarar sem hafa ekki það yfir höfuðið, hvorki leiguhúsnæði eða eigin húsnæði?

Eru til tölur um þetta, áreiðanlegar tölur?

Mér hefur ekki tekist að finna þær þrátt fyrir leit, en líklega eru þær til. Mér þætti vænt um ef einhver kæmi þeim á framfæri við mig og þá sem hafa brennandi áhuga á málefninu. Það væri líka hollt fyrir þá sem engan áhuga hafa á þessum málaflokki að sjá staðreyndir um aðstæður þessa hóps.

Þá kem ég að þeim sem hafa fínan lífeyri. Það eru til dæmis alþingismenn, bankastjórar, alls konar ríkisbubbar í ráðuneytum, tannlæknar, verkfræðingar, lögfræðingar og fleiri og fleiri.

Ég er alls ekki að öfundast út í þær stéttir sem hafa góðan lífeyri. Nei alls ekki.

Ég er einfaldlega að kvarta yfir því að það skuli vera til fólk á Íslandi í dag, árið 2017, sem á ekki í sig og á alla daga mánaðarins. Þetta ástand var þegar ég var að alast upp heima hjá mömmu en það eru yfir 60 ár síðan.

Ég fyllist svo mikilli örvæntingu fyrir hönd hópsins sem lepur dauðann úr skel í dag árið 2017. Ég veit að það eru ekki bara ellilífeyris þegar sem hafa það slæmt en í dag er ég að tala um þann hóp, en hef alls ekki látið frá mér síðasta orð um öryrkjana, einstæða foreldra og láglaunafólkið. Það kemur í öðru bloggi.

Ef ég held áfram með tölur 65 ára og eldri og segi að ég viti ekki hve margir líði skort, þá ætla ég að gefa mér að það séu um það bil einn þriðji af hópnum.

Einn þriðji af 47.441 eru hvorki meira né minna en 15.813 einstaklingar.

Dágóður hópur það.

Ef ég leyfi mér að skoða framboða eftirlaunaþega til Alþingis í sér flokki þá kemur þetta upp hjá mér:

EF 31.627 eftirlaunaþegar hafa það ágætt og samkvæmt könnunum virðist vera sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu fjölmennir úr þessum hópi, þá gæti sér framboð eldri borgara, svo framarlega sem allir illa staddir kysu það framboð, verið 15.813 einstaklingar.

Þetta eru bjartsýnis tölur hjá mér.

Ég er sannfærð um að þeim eldri borgurum, flestum, sem eru í vel stæða hópnum, dytti ALDREI í hug að skipta um flokk, bara vegna þess að einhver örfá prósent landsmanna lepja dauðann úr skel.

það er auðvelt að slá fram hugmyndum og halda að þær leysi allan vandann. Það er hins vegar flóknara að koma með hugmyndir sem raunverulega gætu leyst vandann.

Það er auðvelt að heimta að kjör eldri borgara skuli leiðrétt STRAX og þjófnaðinum skilað.

Er leiðin enn eitt framboð?

Er líklegt að 47.441 manns kysu slíkt framboð?

Er raunhæft að halda að 15.813 mundu allir flykkjast um þetta nýja framboð? Hvað með þá sem hafa kosið Framsókn, Samfylkinguna, Vinstri græna? Mundi þetta fólk snúa sér að nýju framboð? .

Ég held ekki.

Þetta er eldra fólk sem oft er íhaldsamt og sumir kjósa það sem foreldrar þeirra kusu.

Ég held að lausnin sé ekki, alls ekki, nýtt framboð á yfirfullum kjörseðli.

Ég held að það væri vænlegra til árangurs að reyna að koma almennilegu fólki á þá lista sem nú eru til. Fólki sem hefur hugsjónir og dug til þess að láta ekki drepa hugmyndir þess í fæðingu.

Við erum núna með ríkisstjórn sem nýtur lítils fylgis en það er alveg sama. Hinir duglausu stjórnmálamenn kvarta á Facebook en gera ekkert í málunum þar sem eitthvað er hægt að gera. Á hinu háa Alþingi. Nei þar eru þeir sælir með smart síma og bara sæmileg laun.

Þegar formaður Velferðarnefndar sagði að hún gerði bara það sem henni væri sagt, þá sá ég hve flottur þingmaður hún er. Ef einhver er búin að gleyma þessu þá var þetta í umræðum á Alþingi um leiðréttingu á lögum um Almannatryggingar.

Og ég gerði frúnni upp að hún hefði búið á Íslandi í 6 ár. Einhver góður maður leiðrétti mig og sagði hana hafa verið í 17 ár á landinu. Ég hef búið 6 og hálft ár í Portúgal og gengi með hauspoka ef ég væri ekki almennilega talandi á Portúgölsku. Þess vegna skil ég ekki metnaðarleysi frúarinnar.

 

Hulda Björnsdóttir

 


Formaður velferðarnefndar stígur enn á stokk

29. ágúst 2017

Enn á ný stígur formaður Velferðarnefndar fram og nú er hún að gagnrýna vinnuferli hins háa Alþingis.

Þessi þingkona er á vegum Framtíðarinnar Björtu sem breyttist í Kolsvarta framtíð fyrir þá sem minnst hafa í þjóðfélaginu.

Þessi þingkona er að mér skilst með háskólamenntun. Hún hefur ekki meiri metnað fyrir sjálfa sig eftir að hafa búið á Íslandi í 6 ár eða meira, að hún er enn óskrifandi á málinu. Eftir fjölda ára og með háskólagráðu!

Fyrirgefið hvað ég er heimtufrek.

Mér finnst að fólk sem situr á hinu háa alþingi íslendinga eigi að geta ritað og talað íslensku án mikilla hnökra. Ég geri þær kröfur til þeirra sem hafa langskólanám að baki að þeir sýni fordæmi.

Þessi frú er útlendingur. Ég hef ekkert á móti henni sem slíkri. Ég hef hins vegar mjög mikið á móti framlagi hennar til íslenskra stjórnmála og tel að gera þurfi lágmarks kröfur til þeirra sem bjóða sig fram til starfa fyrir þjóðina á hinu háa alþingi. Þessi kona hefur í hendi sér líf fjölda fólks.

Hún getur talað fjálglega um flóttamenn í öðrum löndum á sama tíma og hún vill reka íslenskt þjóðfélag eftir amerískri fyrirmynd.

Ef hún vill breyta amerísku þjóðfélagi gerir hún það ekki með því að umsnúa litla Íslandi. Hún á ekki heldur að fá tækifæri til þess að njóta svívirðilegra launa á meðan hún sveltir örmagna íslendinga sem ekki geta bjargað sér og hafa orðið örorku að bráð.

Svo er það hin Framtíðar frúin sem hefur starfað í bæjarstjórn og sem alþingismaður Á SAMA TÍMA. Konur eru auðvitað kraftaverka kynstofn en þetta er frekar ótrúlegt. Getur þessi kona starfað á þessum  stöðum og uppfyllt 100% vinnuskyldu á báðum? Er það mögulegt?

Ég spyr auðvitað eins og fávís kona, svo ekki sé meira sagt.

Nú er frúin þessi búin að gefast upp á þingstörfunum AF ÞVÍ AÐ ÞINGIÐ KANN EKKI AÐ VINNA ALMENNILEGA.

Einmitt. Þetta er baráttukona í lagi. Hún ætlar þrátt fyrir fjálglegar yfirlýsingar um hvar starfskraftar hennar nýtist best, að sitja á hinu gjörómögulega alþingi fram að áramótum.

Fram að áramótum? Af hverju? Af hverju hættir hún ekki núna? Er ekki til varamaður fyrir frúnna?

Væri ekki meiri barátta fólgin í því að segja ríkisstjórninni stríð á hendur og hætta að styðja hana?

Nei, ég gleymdi því. Það eru líklega nokkrir þúsundkallar í veði og ekki má vesalings þingkonan og bæjarfulltrúinn þurfa að velta fyrir sér krónunum sínum. Svoleiðis er bara fyrir almenning.

Þið tvær, þingkonur Svörtu Framtíðarinnar ættuð að skoða orð ykkar. Skoða aðgerðir ykkar og aðgerðarleysi og kannski komist þið að þeirri niðurstöðu að þið eruð vita gangslausar og hættulegar hinu háa alþingi Íslendinga.

Þið eruð í mínum huga ekkert annað en gráðugar kellingar sem koma óorði á stétt kvenna sem berjast fyrir bættum hag ALLRA á Íslandi.

Ég ætla mér ekki þá dul að þessar græðgis frúr lesi það sem ég er að skrifa og mér er alveg sama. Það gæti þó verið hollt fyrir þær að fara í gegnum skrif mín undanfarnar vikur og mánuði, bæði hér og á Facebook síðum mínum. Þær gætu hugsanlega sofið betur á eftir!

Hulda Björnsdóttir


Mótun stefnu í þjónustu við aldraða til næstu ára !!!!!

24. ágúst 2017

Í kafla 1, Almannatryggingakerfið einfaldað og réttindi aldraðra betur skilgreind, segir:

"Valkostum aldraðra er fjölgað og sveigjanleiki aukinn.  Annars vegar er lagt til að einstaklingar geti hafið lífeyristöku frá 65 ára aldri eða frestað lífeyristöku til 80 ára aldurs. Hins vegar er að einstaklingur geti verið í hlutastarfi og tekið hlutalífeyri. Báðar þessar breytingar gefa fólki nýja möguleika til að skipuleggja líf sitt"

Nú spyr ég: Er það ekki nokkuð seint að fara að taka lífeyri þegar maður er 80 ára? Eru ekki árin eftir 65 eða 67 ára aldurinn til þess njóta þess sem ekki hefur verið hægt að njóta á meðan verið var að koma upp fjölskyldu og börnum? Er ekki kominn tími á þessu aldursskeiði til þess að hvíla lúin bein eftir erfiða vinnu frá unga aldri?

Fyrir hverja er þessi grein hugsuð? Það hlýtur að vera fyrir hina vellauðugu. Þegar fólk er orðið 80 ára er heilsan líklega farin að gefa sig verulega hjá flestum. Tækifærið til þess að njóta einhvers á síðasta skeiði ævinnar er væntanlega flogið framhjá.

Svona tillögur eru of flóknar fyrir höfuðið og heilann í mér, jafnvel þó ég sé bara allvel gefin.

Síðan er þetta sívinsæla umræðuefni hjá sumum: ATVINNUÞÁTTTAKA ELDRI BORGARA.

Hverjir eru það sem endilega vilja halda áfram að vinna fram í rauðann dauðann.? Hvaða fyrirtæki vilja ráða fólk yfir 65 ára í vinnu? Hefur það ekki verið svo á Íslandi að vilji fólk, venjulegt fólk, skipta um vinnu á miðjum aldri kemur það að lokuðum dyrum? Hefur þetta eitthvað breyst núna nýverið?

Mér finnst þetta ákvæði um frestun töku lífeyris til 80 ára aldurs út í hött.

Önnur grein í 1.kafla er líka áhugaverð.

"Tillögurnar miða að því að samræma réttindakerfi almennra lífeyrissjóða og almannatrygginga en það er mikilvægt til að hver einstaklingur geti með einföldum hætti notið réttinda sinna í báðum kerfum"

Einmitt það.

Ekki sé ég að fram komi í þessum tillögum að HÆTT skuli að láta greiðslur úr lífeyrissjóði, spanaði fólks, greiða niður bætur almannatryggingakerfisins. Nefndin leggur til að skerðingar verði aldrei meiri en 45%. Nefndin er semsagt að leggja blessun sína yfir skerðingar. Þessar skerðingar ættu auðvitað að falla niður. Að sjálfsögðu á ekki að láta í einn vasann og taka svo úr hinum til þess að elítan hafi meira fyrir sig.

Þvílíkt bull.

Formaður FEB er nú að hefja viðræður. Hann er að koma "Orð eru til alls fyrst" fyrir hjá nýrri nefnd. Hann er ekki par hrifinn af okkur sem erum ekkert annað en vanþakklætið fyrir áframhaldandi málæði, og heimtum framkvæmdir á loforðum.

Mér er alveg sama, Formaður FEB, hvað þú ert auðtrúa. Mér er hins vegar ekki sama þegar þú selur sál mína og annarra eldri borgara fyrir ekki neitt.

Sálir okkar ættu að vera meira virði í þínum huga. Þær ættu að fá þig til þess að sjá að það er búið að reyna þetta "orð eru til alls fyrst".

Það er búið að reyna þetta oft og mörgum sinnum. Það var nefnd starfandi í 11 ár og afrakstur hennar voru nýju ólögin um Almannatryggingar.

Formaður FEB, hættu nú að svífa sofandi að feigðarósi fyrir okkar hönd. Brettu upp ermarnar og stökktu út í ólgu þess sem fylgir framkvæmdum og fylgdu eftir loforðabréfi Bjarna Ben frá árinu 2013.

Hulda Björnsdóttir

 


Fjármál FEB

23.ágúst 2017

Ég var að skoða ársreikning FEB fyrir árið 2016. Einkum hafði ég áhuga á launakostnaði félagsins.

Þar kemur fram að heildar Laun og launatengd gjöld eru 20.162.474 en voru árið 2015 17.323.009

Kostnaður við félagsstarfsemi hefur lækkað var árið 2016 kr. 23.465.665 en árið 2015 kr. 27.177.528

Svo er annar félagslegur kostnaður sem hefur lækkað var árið 2016 kr. 5.816.676 en árið 2015 6.068.784

Skrifstofukostnaður hefur hækkað um rúmar 2 milljónir

Laun á skrifstofu eru 13.876.345 og hafa lækkað frá árinu 2015 um rúm 311 þúsund

árið 2016 bætist við laun stjórnarformanns 2.924.753 sem gerir kr.243.729. á mánuði fyrir 50 prósent starf

Þá eru bifreiðastyrkir kr. 377.256 sama tala bæði árin

Stöðugildi eru 2,69

Starfandi stjórnarformaður er 0,50 sem sagt í hálfu starfi.

Ef laun á skrifstofu eru 13.876.345 og stöðugildi 2,69 þá fær hvert stöðugildi á mánuði kr. 429.874

Stjórnaformaður er í 50 prósent starfi og væri hann í fullu starfi fengi hann 484.458 krónur á mánuði

Þetta eru brúttó tölur að sjálfsögðu.

Eitt enn. Það er eitthvað sem heitir laun Ásgarður og er upp á 2.158.694 árið 2016 en var 1.820.453 árið 2015

Eitthvað er líka sem heitir Laun ferðalög upp á kr. 145.899 árið 2016 en 321.632 árið 2015, semsagt lægra árið 2016

Einn liður enn er Laun annað sem er 0 árið 2016 en 201.632 árið 2015

Kostnaður við Gráa herinn, annað félagsstarf undir Árskógum er kr.253.376

Allur kostnaður við félagsstarfsemi er kr. 23.465.665 árið 2016 en 27.177.529 árið 2015. Munar þar mestu um kostnað við dansleiki sem var árið 2015 2.294.000 en 0 árið 2016. Inni í kostnaði við félagsstarfsemi eru laun og launatengd gjöld. Launin eru 2.213.694 fyrir árið 2016 og launatengd gjöld 512.221

 

Það er vel þess virði að skoða þessa ársreikninga.

Mér sýnist koma fram að stjórnarformaður fái laun. Af hverju fékk hann þau ekki árið 2015?

Félagið virðist vera vel stætt.

Þeir sem hafa áhuga á ættu að skoða þessa reikninga niður í kjölinn.

Hulda Björnsdóttir

 

 

 


Við verðum að láta í okkur heyra !

22.ágúst 2017

Ellert formaður FEB er búinn að selja sál sína.

Við því getum við ekkert gert annað en að láta í okkur heyra.

Við, hinn almenni borgari, sem látum okkur málefni minnihlutahópa í þjóðfélaginu koma okkur við verðum að láta í okkur heyra. Það er borgaraleg skylda okkar.

Nú logar allt í Flokki fólksins, flokki sem kannski voru bundnar vonir við að væri öðruvísi. Ég veit ekkert hvað er rétt og hvað ekki í því máli en finnst þó ömurlegt að þeir sem telja sig vera að vinna að velferð eftirlaunaþega og öryrkja skuli dag eftir dag standa í illdeilum á Facebook. Þeir sem ekki eru ánægðir í flokknum ættu að sjá sóma sinn í því að halda umræðunni innan flokks en ekki reka óhróðurs stefnu á Facebook.

Flokkur fólksins kemur mér ekkert við, ég er ekki kjósandi á Íslandi. Ég er ekki í hópi eldri borgara sem lepja dauðann úr skel. Málefni þessa hóps kemur mér samt við. Ég tel það skildu mína að opna munninn og berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara og öryrkja. Uppeldi mitt og líf væri til lítils ef ég sæti og nyti þess sem ég hef og gæfi lítið fyrir hina. Ég var heppin og tók mín mál í mínar hendur fyrir mörgum árum. Ég hafði tækifæri og kjark til þess. Hefði ég verið á Íslandi núna, væri ég að öllum líkindum í hópi fólksins sem hefur ekki í sig og á. Þess vegna meðal annars kemur mér þetta mál við.

Alþingi kemur saman fljótlega. Þá er tækifæri til þess að breyta lögum um almannatryggingar og þarf ekki annað en reglugerð til.

Það þarf ekki að stofna enn eina nefndina.

Það er nú þegar til nefndarálit frá September 2016 þar sem segir meðal annars í kafla 1.

Lífeyriskerfi almannatrygginga er einfaldað til muna með því að sameina grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærslu uppbót í einn lífeyri.

Bundinn er endir á að skerðingar geti verið 100% sem nefnt hefur verið króna á móti krónu. Þess í stað er lagt til að skerðingar verði aldrei meiri en 45% hvort sem um er að ræða lífeyrissjóðstekjur, atvinnutekjur eða fjármagnstekjur og að einstaklingurinn haldi alltaf eftir 55% af tekjum sínum.

Grái herinn er gagnslaus.

FEB er gagnslaust.

LEB er gagnslaust með fyrrverandi formann FEB sem formann landssambandsins.

Hvað er þá hægt að gera?

Jú, hinn almenni eldri borgari og öryrki verða að láta í sér heyra. Nú er kominn tími til þess að hafa hátt. Það er kominn tími til þess að hafa samband við fjölmiðla og upplýsa þá um stöðu þessara hópa. Fjölmiðlar þegja þunnu hljóði vegna þess að við þegjum.

Fjölmiðlar hafa ekki hugmynd um örbirgð eldri borgara. Ég segi þetta því ég neita að trúa því að fréttamönnum sé sama. Það getur ekki verið.

Ef þið þekkið fjölmiðlamenn talið þá við þá. Segið þeim frá. Fáið þá til að taka viðtöl og myndir af þeim sem virkilega eru í neyð. Fáið þá til þess að tala um svik Bjarna Ben og bréfið sem hann sendi eldri borgurum árið 2013. Hjartnæmt bréf sem er ekkert annað en fagurgali fyrir kosningar.

Rísið upp og framkvæmið.

Ég vildi miklu heldur vera að nota tíma minn, sem er að renna sitt skeið, í að skrifa bók um skemmtilegt líf. Ég get ekki annað en haldið áfram að tala eins og rödd í eyðimörkinni, en þannig finnst mér ég stundum vera að hrópa.

Hættið skítkasti í hvert annað og niðurrifi innan pólitískra flokka. Haldiði skítkastinu innan veggja flokkanna og látið rödd ykkar heyrast um málefni sem skipta máli.

Hulda Björnsdóttir

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband