Enn um framboð eldri borgara til Alþingis

31.ágúst 2017

Nú er enn einu sinni komin upp umræða um að eldri borgarar eigi að bjóða fram til Alþingis.

Það nýjasta sem ég sá var að stungið er upp á að slíkt framboð hefði einungis á stefnuskrá sinni, bætt kjör eldri borgara.

Þetta er ágætt fljótt á litið og gæti bara orðið sterkt. Það eru 47.441 íslendingur 65 ára og eldri. Frábært. Þarna er kominn flokkur sem gæti haft áhrif á hinu Háa Alþingi Íslendinga.

Eða er það?

Ef ég skoða málið niður í kjölinn, frekar grunnt þó, þá kemst ég að þessari niðurstöðu:

Hvað eru margir eldri borgarar sem hafa það slæmt?

Hvað eru margir eldri borgarar sem eiga ekki fyrir læknisþjónustu?

hvað eru margir eldri borgarar sem geta ekki leyst út nauðsynleg lyf?

Hvað eru margir eldri borgarar sem hafa ekki það yfir höfuðið, hvorki leiguhúsnæði eða eigin húsnæði?

Eru til tölur um þetta, áreiðanlegar tölur?

Mér hefur ekki tekist að finna þær þrátt fyrir leit, en líklega eru þær til. Mér þætti vænt um ef einhver kæmi þeim á framfæri við mig og þá sem hafa brennandi áhuga á málefninu. Það væri líka hollt fyrir þá sem engan áhuga hafa á þessum málaflokki að sjá staðreyndir um aðstæður þessa hóps.

Þá kem ég að þeim sem hafa fínan lífeyri. Það eru til dæmis alþingismenn, bankastjórar, alls konar ríkisbubbar í ráðuneytum, tannlæknar, verkfræðingar, lögfræðingar og fleiri og fleiri.

Ég er alls ekki að öfundast út í þær stéttir sem hafa góðan lífeyri. Nei alls ekki.

Ég er einfaldlega að kvarta yfir því að það skuli vera til fólk á Íslandi í dag, árið 2017, sem á ekki í sig og á alla daga mánaðarins. Þetta ástand var þegar ég var að alast upp heima hjá mömmu en það eru yfir 60 ár síðan.

Ég fyllist svo mikilli örvæntingu fyrir hönd hópsins sem lepur dauðann úr skel í dag árið 2017. Ég veit að það eru ekki bara ellilífeyris þegar sem hafa það slæmt en í dag er ég að tala um þann hóp, en hef alls ekki látið frá mér síðasta orð um öryrkjana, einstæða foreldra og láglaunafólkið. Það kemur í öðru bloggi.

Ef ég held áfram með tölur 65 ára og eldri og segi að ég viti ekki hve margir líði skort, þá ætla ég að gefa mér að það séu um það bil einn þriðji af hópnum.

Einn þriðji af 47.441 eru hvorki meira né minna en 15.813 einstaklingar.

Dágóður hópur það.

Ef ég leyfi mér að skoða framboða eftirlaunaþega til Alþingis í sér flokki þá kemur þetta upp hjá mér:

EF 31.627 eftirlaunaþegar hafa það ágætt og samkvæmt könnunum virðist vera sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu fjölmennir úr þessum hópi, þá gæti sér framboð eldri borgara, svo framarlega sem allir illa staddir kysu það framboð, verið 15.813 einstaklingar.

Þetta eru bjartsýnis tölur hjá mér.

Ég er sannfærð um að þeim eldri borgurum, flestum, sem eru í vel stæða hópnum, dytti ALDREI í hug að skipta um flokk, bara vegna þess að einhver örfá prósent landsmanna lepja dauðann úr skel.

það er auðvelt að slá fram hugmyndum og halda að þær leysi allan vandann. Það er hins vegar flóknara að koma með hugmyndir sem raunverulega gætu leyst vandann.

Það er auðvelt að heimta að kjör eldri borgara skuli leiðrétt STRAX og þjófnaðinum skilað.

Er leiðin enn eitt framboð?

Er líklegt að 47.441 manns kysu slíkt framboð?

Er raunhæft að halda að 15.813 mundu allir flykkjast um þetta nýja framboð? Hvað með þá sem hafa kosið Framsókn, Samfylkinguna, Vinstri græna? Mundi þetta fólk snúa sér að nýju framboð? .

Ég held ekki.

Þetta er eldra fólk sem oft er íhaldsamt og sumir kjósa það sem foreldrar þeirra kusu.

Ég held að lausnin sé ekki, alls ekki, nýtt framboð á yfirfullum kjörseðli.

Ég held að það væri vænlegra til árangurs að reyna að koma almennilegu fólki á þá lista sem nú eru til. Fólki sem hefur hugsjónir og dug til þess að láta ekki drepa hugmyndir þess í fæðingu.

Við erum núna með ríkisstjórn sem nýtur lítils fylgis en það er alveg sama. Hinir duglausu stjórnmálamenn kvarta á Facebook en gera ekkert í málunum þar sem eitthvað er hægt að gera. Á hinu háa Alþingi. Nei þar eru þeir sælir með smart síma og bara sæmileg laun.

Þegar formaður Velferðarnefndar sagði að hún gerði bara það sem henni væri sagt, þá sá ég hve flottur þingmaður hún er. Ef einhver er búin að gleyma þessu þá var þetta í umræðum á Alþingi um leiðréttingu á lögum um Almannatryggingar.

Og ég gerði frúnni upp að hún hefði búið á Íslandi í 6 ár. Einhver góður maður leiðrétti mig og sagði hana hafa verið í 17 ár á landinu. Ég hef búið 6 og hálft ár í Portúgal og gengi með hauspoka ef ég væri ekki almennilega talandi á Portúgölsku. Þess vegna skil ég ekki metnaðarleysi frúarinnar.

 

Hulda Björnsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband