Frú formaður LEB komin í eina sæng með Þorsteini Víglundssyni

6.september 2017

Jæja, þá er frú Formaður LEB, fyrrverandi formaður FEB, komin í eina sæng með Þorsteini Víglundssyni og hittir þar góðan vin sinn.

Þau hafa jú bæði verið í því að sjá um þeir lægst launuðu væri ekki of sælir af sínu. Óþarfi að lýðurinn fitni. Nægilegt að þeir sem í efri lögunum búa bæti á sig þar til erfitt verður um gang.

Ég hlustaði á viðtal við Frú Formann í gær, í útvarpinu.

Mér leiðist alveg hrikalega að hlusta á hana en þar sem ég er nú endalaust að mala um bág kjör eftirlaunaþega og öryrkja verð ég að sinna skyldu minni og leggja að minnsta kosti eyrun við málæðinu.

Það var auðvitað frábært að frú formaður skyldi FÁ tíma hjá útvarpinu.

Hún sagði frá hamingju sinni með Þorstein Víglundsson og hvað hann hefði tekið henni og félögum óskaplega vel á fundi nýverið þar sem hann, að því er mér skildist, var ekkert annað en skilningurinn út í gegn og velviljinn að auki.

Frú Formaður talaði líka um að nú væri Grái herinn að fara af stað aftur. Þau hefðu að vísu misst Helga P úr landi, og hún skríkti aðeins.

Fyrirgefðu frú Formaður ég skil ekki hvernig þú getur verið í farabroddi fyrir her sem er baráttuhópur innan FEB og kom í stað kjaranefndar inna félagsins.

Er frú Formaður ekki í forsvari fyrir ALLA eldri borgara í landinu sem formaður LEB?

Er ég að miskilja þetta eitthvað?

Mér finndist eðlilegt að frú Formaður færi úr hernum og snéri sér að landsmálum einum en ekki starfi fyrir eitt félag innan þeirra samtaka sem hún er formaður í.

Er þetta eitthvað ósanngjarnt?

Það var sama bévaðans bullið í henni og venjulega í útvarpsviðtalinu og spyrjandi þurfti að leiða hana inn á brautina hvað eftir annað.

Hennar ær og kýr eru, þ.e. frú Formanns, að fólk eigi fyrir draumaferð til útlanda og gjöfum ef einhver giftir sig, og svo auðvitað að fá að vinna fram í rauðann dauðann.

Nú ætla ég að upplýsa frú Formann um nokkur atriði.

Það er ekki rétt að allir fái 280 þúsund krónur frá TR jafnvel þó þeir hafi ekki aðrar tekjur. Frúin getur lesið þetta á síðu Björgvins Guðmundssonar.

Svo er ágætt fyrir frúna að vita að það er bara dágóður hópur sem hefur ekki hinn minnsta áhuga á utanlandsferðum. Það er fólkið sem á ekki í sig og getur alls ekki farið til læknis.

Annar hópur, eða líklega sá sami sem ég tala um í næstu málsgrein á undan, hefur ekki áhyggjur af væntanlegum brúðkaupsgjöfum. Hópurinn hefur meiri áhuga á því að fá mat að borða.

Já, svo talaði frúin um stóra fundin í Háskólabíói fyrir síðustu kosningar og sagði að hann hefði skilað miklu til eldri borgara. Það hefur farið fram hjá mér þessar miklu hagsbætur fyrir hópinn. Ég veit hins vegar að BB sveik öll loforð sem hann gaf fyrir kosningar og með einu pennastriki svipti stóran hóp eldri borgara lífsviðurværi sínu.

Ekki minntist frúin einu orði á fund sem haldinn var í Háskólabíói í sumar. Nei það er sko þannig með þann fund að hann er ekki í réttu pólitísku litrófi fyrir frúna.

Já, við getum talað um samstöðu ! Hah!

Frú Formaður LEB.

Ég mælist til þess að þú kynnir þér aðstæður fólks sem á ekki í sig og á. Ég mælist til þess að þú talir við þá sem örvæntingin hefur gripið slíkum heljartökum að eina ráðið er að svipta sig lífi, til þess að losna úr viðjum örbirgðar, veikinda og vosbúðar.

Ég mælist til þess að þú frú Formaður stigir niður úr valdastóli þínum og hættir að tala fyrir fólk sem hefur ágætan lífeyri, rétt eins og frúin sjálf, og takir upp umræðu fyrir hópinn sem lifir við sult og seyru alla daga mánaðarins.

Frú Formaður LEB. Ég legg líka til að þú takir niður hina gráu mynd af þér með hernum. Þú hefur fengið þér annað starf og ættir að sinna því af heilindum.

Auðvitað veit ég að þessar bænir mínar og tillögur til frúarinnar eru vita gagnslausar. Hún er og hefur alltaf verið fyrir auðvaldið. Úlfur í sauðagæru sem nú hefur hafið upp raust sína til stuðnings Velferðarráðherra sem gefur skít í almúgann ætti að mínu mati að klæða sig í almennilega úlfagæru. Þar á hún heima og hvergi annars staðar.

Hulda Björnsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband