Hvers vegna vill Grái herinn ekki samstarf við þá sem eru að vinna í málum eldri borgara?

26.júní 2017

Það er viðtal við Ingu Sæland í Reykjavík síðdegis þann 22.júní þar sem hún segir meðal annars frá því hvernig viðbrögð hún fékk frá Gráa hernum er hún leitaði eftir samstarfi.

Ein af stjórnarkonunum sagði að hún hefði nú alltaf kosið samfylkinguna og ætlaði að halda því áfram.

Helgi P. var ekki til viðræðu um eitt eða neitt þegar hún (Inga) hitti hann.

Væri ekki upplagt að hópur eins og herinn tæki því fagnandi að vinna með hverjum sem vildi bæta kjör eldri borgara? Herinn gefur sig jú út fyrir að vera að vinna að bættum kjörum fyrir þennan hóp. Það er mikið orðagjálfur og löng, ofboðslega löng, stefnuyfirlýsing sem fólk getur kynnt sér ef það nennir að lesa hana.

Ég er ekki í Flokki fólksins eða öðrum stjórnmálaflokki og verð ekki.

Ég er hins vegar í flokki þeirra sem vilja bætt kjör fyrir eldri borgara og öryrkja og fagna samstarfi allra þeirra sem vilja koma að þeim málum, og mér kemur hreint ekkert við í hvaða stjórnmalaflokki þeir eru eða hafa verið.

Ég neita að skilja viðhorf eins og kemur fram hjá herkonunni.

Ég neita líka að skilja af hverju Helgi P. fór í burt í flæmingi þegar verið var að bera víurnar í hann og herinn.

Orðaflaumur í stefnuyfirlýsingu segir nákvæmlega ekkert. Verkin eru það sem skiptir máli.

Ég verð svo undrandi þegar ég heyri ummæli eins og Inga hefur eftir herkonunni. Ég verð ekki reið, held að ég sé komin yfir það. Undrun er það sem skýtur upp kollinum og ég hristi höfuðið.

Einhver sagði svo ágætlega að 4000 manns hefðu verið svipt með einu pennastriki eftirlaunum frá TR með nýju lögunum.

Hvaða hópur er þetta?

Jú, það eru þeir sem hafa yfir hálfa milljón á mánuði í tekjur frá Lífeyrissjóði eða annars staðar að.

Einn ein æsifyrirsögnin.

Hvað með hina 56 þúsund eldri borgarana?

Þessi 4 þúsund manna hópur hefur það fínt.

Hinn hópurinn hefur það ekki fínt. Það er hópurinn sem ætti að vera talað um. Það er hópurinn sem á skilið að fá æsifréttafyrirsagnir í sneplum sem teljast vera dagblöð eða netmiðlar.

Ég legg til að fólk forgangsraði upphrópunum sínum.

Mikið vildi ég að fréttamenn tækju að sér mál eldri borgara og öryrkja eins og Mikael Torfason tók að sér málefni fátæka fólksins.

Hulda Björnsdóttir

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband