Veröld á heljarþröm !

14. apríl 2017

Á hvaða leið erum við?

Stærsta bomba sem til er í veröldinni er tekin fram og henni fleygt á ISIS, eða svo er sagt.

Efnavopn notuð til þess að eitra fyrir fólki í Sýrlandi.

Norður Kórea hótar öllu illu.

Kína hótar Norður Kóreu. Ef þið verðið ekki góð grípum við til okkar ráða.

Trump eyðir fjármunum Bandaríkjanna í golfferðir og öryggisgæslu fyrir fjölskylduna og nú þarf að auka fjármagn vegna kostnaðar forsetans og krakkanna hans.

Frú Trump býr í gull hótelinu og prísar sig líklega sæla að þurfa ekki að sitja undir stjórn forsetans í Hvíta húsinu.

Frúin er tekin fram þegar á þarf að halda til að sýnast gagnvart erlendum þjóðhöfðingjum þegar þeir koma í heimsókn.

Trumpinn þykist vita betur en nokkur annar hvar Isis er og heldur líklega áfram að skjóta á þá úr fallhlífum.

Trumpinn svarar ekki spurningu fréttamanns um hvort hann hafi heimilað móður bombu árásina. Ekki gott að svara spurningum sem gætu í fratíðinni orðið óþægilegar.

Árásir gerðar í nafni hryðjuverka á Evrópu lönd, fleiri en eitt.

Páfinn kemur til Portúgal í maí. Það á að herða landamæravörslu í nokkra daga fyrir komu hans til þess að tryggja að allt verði í lagi.

Hvaðan komu árásirnar á saklausa borgara í Evrópu?

Ó, einmitt, þær komu ekki utan frá. Þeir sem keyrðu inn í fólksfjöldann eða hentu sprengjum voru heimamenn.

Hvernig er það með heimamenn í Portúgal? Eru þeir allir voða saklausir og gera ekki svona ljóta hluti?

Verður mannfjöldinn í Fatima öruggur af því að landamæragæsla hefur verið aukin í nokkra daga áður en páfinn stígur á land?

Flokkur spænskra skólakrakka sem fagna útskrift fara hamförum á portúgalskri grund og skemma það sem fyrir þeim verður.

Flokkur portúgalskra útskriftarnema leggja undir sig heilu hótelin og gestir þurfa að flýja vegna ólátanna og ótta við æðið.

Krakkarnir frá Portúgal voru send heim.

Krakkarnir frá Spáni voru send heim.

Ofbeldi og átök breiðast út í Bretlandi og Brexit er kennt um.

Stjórnmálamenn lugu að almenningi til þess að fá fólk til þess að velja Brexit.

Afleiðingar fyrir Bretland eru að koma í ljós, smátt og smátt, og eru ekki par glæsilegar.

Íslendingar kjósa spilltustu stjórnmálamenn sem uppi hafa verið.

Spillingin heltekur íslenskt samfélag og er á hraðferð við að drepa niður allt sem hingað til hefur verið kallað velferðarkerfi.

Fyrri spillingarstjórn varð að fara frá á Íslandi vegna mótmæla kjósenda og í staðin kemur enn spilltari stjórn.

Ekki má hreyfa við þeim sem hafa troðið íslendingum ofan í poka örbirgðar og fátæktar að ég tali nú ekki um sveltandi börn og pissblaut gamalmenni sem eru fyrir þeim sem stjórna.

Sjónvarpsþáttur er búinn til með fallega fólkinu og þar sýnt hvernig auðævin hafa tekið sér bólfesti í húsinu í Garðabæ og allt er svo ægilega flott og fínt. Þáttagerðarmenn halda ekki vatni yfir glæsleikanum en minnast ekki á það sem hangir á veggjunum.

Sýrlands höfðinginn kemur í sjónvarps viðtal og segir fréttir af efnavopnum vera lygi og myndir af hryllingnum tilbúning.

Forsætisráðherra Íslands kemur aftur og aftur og aftur fram í sjónvarpi foxillur yfir því að verið sé að halda því fram að ekki sé allt í blóma á Íslandi.

Á Íslandi er ekki her.

Á Íslandi er fólk ekki skotið með móður bombum eða efnavopnum.

Nei, á Íslandi er fólk bara svelt. Það gerir gæfumuninn og allt svo voða fínt og fallegt.

Vonandi verður þetta góður föstudagur sem allir fá að njóta.

Hulda Björnsdóttir

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband