Hvers vegna voru ný lög um Almannatryggingar samþykkt fyrir áramótin?

 

10.apríl 2017

Ég hef velt þessu mikið fyrir mér og finn ekkert svar sem ég sætti mig við.

Þessi lögleysa er auðvitað ekkert annað en hneyksli og lýsir viðhorfi þingheims til eldri borgara og öryrkja.

Hvað er það sem kemur í veg fyrir að þjónar okkar, þingmenn, hlúi að eldri borgurum og öryrkjum?

Nú er ágætur ráðherra búinn að lýsa því yfir að Lífeyrissjóðir eigi að vera fyrsta stoð og er þetta í algjöru ósamræmi við tilgang skyldusparnaðarins sem þessir sjóðir eru.

Mér datt í hug í gær að ef til vill væri skýringin skilningsleysis þingheims vegna þess að þeir hugsa út frá sér og skilja ekki þjóðfélagið.

Getur þetta verið?

Mér finnst þetta nokkuð haldgóð skýring fyrir mig og ekki síst þar sem einn af hinum ágætu ungu þingmönnum sem komust inn á þing núna, héldu því fram í útvarpsviðtali fyrir kosningar að eldri borgarar væru á sveit.

Svona fullyrðing lýsir vankunnáttu þingmannsins átakanlega vel og vorkenni ég svolítið þessu fólki og þegar ég hugsa um að þessi hópur sé að útbúa lög fyrir landið þá fer um mig ónotahrollur.

Nú er talað um að bæta skuli kjör eldri borgara og á að gera það á 4 árum.

Fyrir nýju lögin voru tekjutengingar við 109 þúsund á mánuði.

Eftir lögin er tekjutengingin 25 þúsund á mánuði.

Bæta skal þessar skerðingar á 4 árum samkvæmt ráðherra.

Svona er þetta semsagt gert.

Fyrst er tekjutengingin lækkuð úr 109 þúsund í 25 þúsund.

Svo á að hækka tekjutenginguna aftur á 4 árum í hvað mikið veit ég ekki.

Þetta er pólitík í sinni ljótustu mynd.

Stjórnmálamenn vonast til að almenningur verði búin að gleyma skerðingunni sem varð um áramót.

Fyrir næstu kosningar koma svo þingmenn og halda því fram að kjör eldri borgara hafi verið stórlega bætt á kjörtímabilinu og tekjutengingin hafi farið úr 25 þúsund í 109 þúsund. Ægilega flott og Panamaprinsinn getur bakað margar kökur til þess að halda upp á málið.

Kannski verður hægt að telja okkur eldri borgurum trú um að eitthvað ægilega gott hafi verið gert fyrir okkur og kjörin bætt stórlega með þessari ofboðslegu hækkun á frítekjumarki.

Fólk fer í stórum stíl og krossar við kökubakarann og trúir allri lyginni, eina ferðina enn.

Heimilisuppbót er annað mál sem á auðvitað ekki að eiga sér stað. Það eiga allir að sitja við sama borð og það á að vera einn ellilífeyrir, einn og sá sami fyrir alla.

Það á ekki að skipta máli hvort ég bý með kalli eða bý ein. Ég hef borgað mína skatta og skyldur til þjóðfélagsins alla mína hundstíð. Ég hef áunnið mér réttindi sem eru jafn mikilvæg og hjá þeim sem hafa kosið að búa með annarri manneskju.

Mismunun á einstaklingsréttindum, sem í þessu tilfelli heitir heimilisuppbóta, á ekki að eiga sér stað. Þó fólk sé í sambúð minnkar það ekkert að verðgildi.

Held ég að einhver alþingismaður lesi það sem ég er að tuða?

Nei, það held ég varla.

Þeir eru uppteknir við mikilvægari mál, mál sem fjalla um veipur og brennivín í mjólkurbúðir.

Ég verð svo yfir mig reið þegar ég hugsa um hvað þetta fallega land sem gæti búið svo vel að öllum þegnum sínum er ofurselt græðgi og spillingu stjórnvalda.

Ég verð gráti næst þegar ég hugsa um alla þá sem kjósa þetta sama lið yfir sig aftur og aftur og aftur og aftur eins og hundsrakkar sem bíða eftir beini.

Hulda Björnsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Svar við spurningunni er afar einfallt fyrir þá sem fylgjast með; lögin voru fyrst og fremst set í lög til að skerða bætur aldraða og öryrkja.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.4.2017 kl. 17:10

2 Smámynd: Hulda Björnsdóttir

Kæri Jóhann, Auðvitað er þetta hárrétt hjá þér en hvernig stendur á því að þjóin kýs þetta lilð aftur og aftur?

kveðja frá Portúgal í sól og sumaryl og hósta og kvefi sem fylgir sumarkomunni!

Hulda

Hulda Björnsdóttir, 12.4.2017 kl. 11:26

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Svarið við spurningu þinni Hulda er kanski ekki auðvelt að svara, en ég tel að kosningum á Islandi sé stjórnað af svokölluðum fake sköðunarkönnunum.

Nýir flokkar sem eru með miklar breytingar á stefnuskrá sinni eru sýndir í sköðunarkönnunum með fylgi fyrir neðan 5% og kjósendum er sagt að þeir séu að kasta atkvæði sínu í ruslið, so to speak, ef þeir kjósa nýju flokkana og kjósendur trúa því og kjósa gömlu klíku flokkana.

Það sem kjósendur ættu að hugsa út í er að ef þeir kjósa gömlu klíku flokkana að þá breytist ekkert og eru þar með garenterað að kasta atkvæði sínu í ruslið, so to speak.

En ef kjósendur kjósa nýju flokkana þá er það garenterað ef þeir fá meira en 5% að þá verður talað fyrir stór breytingum á þingi, sem ekki er gert eins og er núna.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 15.4.2017 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband