Málaferli til að skera úr um lögmæti afturvirkra laga !

31.mars 2017

Þá er komið að því að einhver hætti að tala og tala og tala og geri eitthvað.

Flokkur fólksins, sem ég er ekki tengd á nokkurn hátt, fer fyrir málaferlum á hendur ríkinu og vill fá úr því skorið hvort afturvirk lög sem sett voru um hin nýju lög almannatrygginga, standist.

Þau hafa fengið lögfræðing til að taka að sér málið. Það er semsagt komið af stað!

Undanfarna daga hafa komið í ljós ótrúlegar yfirhylmingar frá Tryggingastofnun og velferðanefnd og ráðuneyti.

Það þarf ekki lítið hugmyndaflug til þess að setja sig inn í slíkan hugsanagang.

Ég vona nú að ALLIR þeir sem hafa skrifað fjálglega undanfarið um að fara þurfi í mál, setji sig í stellingar til þess að styðja þetta framtak Flokks fólksins.

Það skiptir mig akkúrat engu máli hver það er sem rýfur blablabla keðjuna, svo framarlega sem eitthvað vitrænt er gert í málinu.

Ég tel að þessi málsókn, hvort sem hún vinnst eða ekki, verði til þess að opna augu ráðamanna og almennings fyrir því hvernig þjóðfélag er við lýði á Íslandi.

Vonandi vinnst málið og óska ég öllum, sem hafa undirbúið þetta og hrint í framkvæmd til hamingju.

Nú getur Grái herinn andað rólega og þarf ekki að vera að svara heimskulegum spurningum frá fólki eins og mér sem er að grennslast fyrir um hvað sé að gerast í málarekstrinum.

Nú hætti ég að angra herinn og fæ almennilegar upplýsingar frá Flokki fólksins.

Verði stofnað félag um málið geng ég í það eins og skot. Mér finnst að það ættu allir, sem hafa einhvern áhuga á málefnum sem þessum, að gera.

Þó að það sé stjórnmálaflokkur sem stendur fyrir málsókninni þá verðum við að horfa fram hjá því og styðja málið, málefnisins vegna.

Ég býð spennt eftir því að sjá Gráa herinn, Björgvin og Wilhelm skrifa um þessi frábæru tíðindi.

Hulda Björnsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband