27.3.2017 | 07:56
Formaður velferðanefndar situr sem fastast. Fjölmiðlar standa með henni og á móti almenningi í umræðunni um "Fátæki".
27.mars 2017
Hlustaði á viðtal við Formann velferðanefndar í Silfri Egils í gær.
Hún er ótrúleg, svo ekki sé meira sagt.
Ég gat ekki ráðið af orðum hennar annað en henni finnist allir eigi að fara út að vinna til þess að hafa í sig og á.
"Fátæki" væri þeim að kenna sem fátækir eru.
Formaðurinn er nú búin að vera í umræðunni í viku eða þar um bil og hefði hún mikinn áhuga á því að laga málfar sitt væri hún hætt að tala um "fátæki" og hefði tekið upp algengara íslenskt orð sem er "fátækt".
Auðvitað er þetta mannvonska hjá mér að vera með svona smámunasemi, en ég reyni, þegar ég heyri orð sem ég nota rangt á hinu nýja tungumáli mínu, portúgölskunni, að leiðrétta mig.
Frúin er væntanlega hámenntuð og gæti gert þetta líka.
6.400 börn þjást af "fátæki" á Íslandi.
4.000 börn þjást af sárri "fátæki" á Íslandi.
Eftirlaunaþegar fremja sjálfsmorð vegna skorts á næringu, húsaskjóli, andlegri umönnun og dauðinn er eina úrræðið sem þeir sjá í sinni "fátæki"gildru.
Öryrkjar grípa til örþrifaráða vegna "fátæki" sinnar.
Á sama tíma og "fátækin" grasserar á landinu blaðrar formaður velferðanefndar um að fólk þurfi að hugsa út fyrir rammann.
Hah, hvaða plánetu settist hún á þegar hún fór í framboð og var kosin til alþingis?
Er það sama plánetan og við hin búum á, það er að segja við sem erum bara venjulegir íslendingar, sumir búsettir á landinu og aðrir landflótta? Ég bara spyr.
Hún ber það á borð að félagasamtök þurfi að vinna með stjórnvöldum.
Hah !
Hefur hún ekki lesið grein sem formaður Félags eldri borgara í Reykjavík skrifaði um viðtökur þær sem hann fékk hjá ráðherra velferðarmála, þegar hann kom til þess að ræða málefni hóps sem er hvorki meira né minna en 40 þúsund og þó nokkrir úr þessum hópi eru fastir í "fátæki" gildrunni?
Hvaða útleið eiga þeir sem búið er að henda út af vinnumarkaðinum vegna aldurs, að áliti formanns velferðanefndar?
Ætlar hún að sætta sig við 70% skerðingu atvinnutekna sinna?
Ég heyrði ekki betur en hún hafi verið að kvarta yfir því hvernig hennar laun voru þegar hún kom til landsins.
Nei, hræsni þessa þingmanns er með þvílíkum ósköpum að það hálfa væri nóg. Hún hefur ekki hunds vit eða skilning á hvað "fátæki" er og ætti að prófa að lifa af þeim sultarlaunum sem lífeyrisþegum og öryrkjum eru skammtaðar. Það kæmi kannski annað hljóð í skrokkinn.
Við fjölmiðla vil ég segja þetta:
Það er með því einkennilegasta sem ég hef séð á langri ævi hvernig þið gangið í meðvirkni gildruna hjá blessaðri konunni. Hún er klók og þið fallið hvert á fætur öðru kylliflöt fyrir brögðum hennar.
Ég vorkenni henni ekki par að vera útlendingur á Íslandi og þurfa að læra tungumálið. Hún gæti sinnt náminu betur og sýnt meiri metnað og er ég þá ekki að tala um hreim. Hreimurinn verður líklega alltaf til staðar og ekkert nema gott eitt um það að segja. Orðasmiður getur hún orðið þegar málið rennur ljúft út úr heilabúinu á henni en mér finnst að hún ætti endilega að leggja orðið "fátæki" á hilluna og fara að tala um á íslensku "Fátækt". Það gæti hugsanlega breytt viðhorfi hennar aðeins.
Ég tala portúgölsku með hreim og mun líklega alltaf gera og það eru 2 hljóð sem ég get ekki myndað rétt en ég legg mig fram um að tala góða portúgölsku og fólk er duglegt að leiðrétta mig þegar ég bulla einhverja vitleysu. Ég er bara venjulegur útlendingur í landinu. Hámenntaðir útlendingar á Íslandi í valdastöðum ættu að leggja sig fram við að ná tökum á tungumálinu og hætta að skýla sér á bak við "hreim". Hreimur hefur ekkert með málið að gera, innihaldið er það sem skiptir meginmáli og á meðan formaðurinn gerir ekkert annað en að skipa fólki að stíga út úr kassanum, vorkenni ég henni ekki og held áfram að gagnrýna, finnist mér tilefnið vera þess virði.
Hulda Björnsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.