21.3.2017 | 15:03
Nichole, velferðaformaður á að segja af sér STRAX!
21.mars 2017
Ég er alveg æf, algjörlega búin að missa alla þolinmæði og langar helst til að bölva og ragna eins og best verður gert.
Af tillitssemi við móður mína þarf ég að gæta tungu minnar, jafnvel þó hún hafi alltaf sagt að blótsyrði eins og andskotinn væru bara til áherslu, reyni ég núna að verða henni ekki til skammar með ljótu orðavali.
Nochole Leigh Mosty, formaður velferðanefndar, alþingiskona Bjartrar framtíðar skammast sín greinilega. Hún hefur eytt Facebook síðu sinni.
Hvers vegna?
Jú, ég held að hún þori ekki að horfast í augu við almenning sem er æfur yfir ummælum hennar um þætti Mikaels Torfasonar þar sem hann fjallar um fátækt á Íslandi.
Ekki er nú hugrekkið mikið hjá konunni, og málakunnáttan ekki heldur.
Ég veit ekki hvað hún er búin að búa lengi á Íslandi en þegar ég hlustaði á hana tafsa í gegnum umræðu á Alþingi um breytingatillögu á Almannatryggingalögunum þótti mér ekki undarlegt að hún skyldi ekki um hvað málið snérist.
Hins vegar á hún auðvitað ekki að vera formaður nefndar og nú er tækifæri fyrir hana að sýna manndóm og segja af sér.
Manneskja sem talaði fjálglega fyrir því að bæta líðan fólks á meðan hún var að troða sér inn á Alþingi Íslendinga, og hefur nú sýnt sitt rétta eðli, er rétt ræk af hinu háa Alþingi.
Hún er eins og líklega fleiri sem sitja nú í stólum þingsala ekkert annað en ómerkilegur pólitískur potari sem hugsar ekki um hag íslensku þjóðarinnar, hún hugsar um eigin hag fyrst og síðast og aðrir skipta ekki máli.
Powel Bartoszek er annað dæmi um ótrúlega undarlegan hugsanahátt og ætti hann að skýra út fyrir kjósendum flokks þess sem hann tilheyrir fyrir hverja hann er að vinna á Alþingi Íslendinga.
Er hann að vinna fyrir Kínverja?
Ég hélt að hann ætti að vera að vinna fyrir fátæka íslendinga, fyrir þjóðina sem kaus hann, en ekki lönd í Asíu, þegar hann sest á alþingi íslendinga og þiggur dágóð laun fyrir vikið.
Þessi maður ætti að skammast sín í hvert sinn sem hann lítur í spegil. Hann getur sofið fyrir mér, en þegar hann skoðar sjálfan sig í speglinum og þegar hann opnar launaumslagið sitt ætti hann að horfa djúpt í augu sín og spyrja: Fyrir hverja vinn ég?
Samviskuleysi þessara tveggja, sem eru nýbúar, sýnist mér, á Íslandi, er svo hrikalegt að ég sem aldrei verð orðlaus á ekki nægilega sterk orð til þess að lýsa hneykslan minni.
Þetta fólk styður og er í ríkisstjórn sem hefur nú selt hlut í banka til peningaþvottavéla!
Þetta fólk gefur fátækum á Íslandi langt nef og segir einfaldlega við þá hópa að þeir geti etið það sem úti frýs.
Þið sem kusuð þetta fólk hugsið ykkur væntanlega vel um í næstu kosningum og setjið ekki xið við þeirra flokka, eða hvað?
Þeir sem hugsa eins og þessir tveir nafngreindu einstaklingar hafið þetta í huga:
ÞIÐ ERUÐ AÐ VINNA FYRIR ÍSLENSKAN ALMÚGA, FYRIR ALLA, EKKI BARA FYRIR ÞÁ RÍKU OG YKKUR SJÁLF. ÍSLENSKUR ALMÚGI GREIÐIR YKKUR LAUN, HIMINHÁ LAUN, SEM ÞIÐ ÆTTUÐ AÐ SJÁ SÓMA YKKAR Í AÐ VINNA FYRIR AF HEILINDUM MEÐ HAGSMUNI HEILDARINNAR AÐ LEIÐARLJÓSI.
FÁTÆKT ER MIKIL Á LANDINU OG HÓPURINN SEM Á EKKI FYRIR MAT SÍÐUSTU DAGA MÁNAÐARINS ÞARF EKKI Á ÞINGMÖNNUM, EINS OG ÞEIM TVEIMUR SEM ÉG NAFNGREINDI, AÐ HALDA.
Ísland þarf heiðarlegt fólk á hið háa Alþingi, fólk sem getur og vill vinna fyrir ALLA.
Ég þekki vel til í Kína eftir að hafa starfað þar mörg ár og geri ekki lítið úr þeim vanda sem þar er en að blanda saman vanda Kínverja og íslensks fátæks fólks er fyrir neðan allar hellur.
Mikael Torfason og RUV eiga heiður skilinn fyrir að hafa opnað rækilega umræðu um óhreinu börnin hennar Evu sem ekki hefur mátt tala um þegar verið er að hleypa peningaþvottavélum inn í landið eða þegar opnað er fyrir Panamaprinsa og þeim gert kleyft að bæta við auð sinn á kostnað hinna fátæku.
Fátækt á Íslandi er þjóðarskömm árið 2017.
Hulda Björnsdóttir
Athugasemdir
þegar erlendir Rikisborgarar verða í meirihluta á alþingi væri gott ef þess væri gætt að þeir gætu talað og skilið Islensku- en kannski þarf þess ekki endilega ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 21.3.2017 kl. 19:31
Sæl Erla.
Ég er alveg sammála þér. Þegar verið er að setja lög á Íslandi þurfa þau að vera á íslensku. Til þess að svo sé þurfa þeir sem stjórna landinu og setja lög og reglur að tala málið til þess að geta útskýrt hvað verið er að fjalla um. Ég sæi mig í anda bjóða mig fram til setu á þingi eða í bæjarstjórn hér í Portugal þar sem ég tala málið nokkuð sæmilega en alls ekki svo að ég treysti mér til þess að skilja eða koma frá mér hverju einasta orði. Til þess að fá ríkisborgararétt hér þarf ég að tala og skrifa málið vel !!!!!!
Kv.Hulda
Hulda Björnsdóttir, 24.3.2017 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.