Nú er að standa við stóru orðin!

19.mars 2017

Jæja, þá er komið að því að standa við stóru orðin sem hafa fallið hér og þar undanfarna daga og vikur.

Þessi stóru orð eru öll um vitleysisgang á hinu háa Alþingi og flausturslega lagasetingu fyrir jól.

Semsagt, Hin nýju lög um almannatryggingar! Hah.

Upphrópanir hafa verið eitthvað á þessa leið:

Fara í mál,

Fara í mál,

Fara í mál,

Lögsækja ríkið,

Óþolandi vinnubrögð,

og svo mætti lengi telja.

Áður en ég held áfram verð ég að segja þetta:

Ég er ekki tengd neinum stjórnmálaflokki og legg það venjulega ekki í vana minn að deila póstum frá stjórnmálaöflum á Facebook síðu minni.

Ég er bara með óstöðvandi þrá sem lætur mig ekki í friði og hamast í mér endalaust um að leggja mitt af mörkum á vogarskálar bættra kjara eftirlaunaþega og öryrkja.

Ég þekki þessi mál nokkuð vel, bæði frá því að ég var barn og þar til nú að ég er farin að taka eftirlaun frá Lífeyrissjóði mínum og Tryggingastofnun ríkisins.

Á mér brennur málið í heild en þó einkum hin ótrúlega meðferð og skerðingar sem þeir sem hafa flúið land verða fyrir. (kannski ekki alveg falleg íslenska hér)

Ég flutti löngu áður en ég varð 67 ára og hef komið mér vel fyrir og nýt góðs lífs hér í útlöndum en ég get vel sett mig í spor þeirra sem neyðast til að yfirgefa fósturjörðina til að hafa í sig og á, fyrir sig og börn sín. Eins og ég hef sagt áður hér í bloggi þá eru ekki allir sem flytja, sem hafa haft það sem áhugamál númer eitt. Þeir flýja til þess að deyja ekki.

Stór orð hafa fallið undanfarið um lögsókn vegna nýju laganna og nú er tækifæri til þess að standa við stóru orðin.

Flokkur fólksins hefur boðist til þess að borga málssókn fyrir eftirlaunaþega sem fær góðar greiðslur úr Lífeyrissjóði sem skerða verulega það sem hann eða hún fær frá Tryggingakerfinu.

Líst hefur verið eftir einhverjum sem gæti hugsað sér að fara í svona mál og þá kemur að því að standa við stóru orðin.

Ég hef lesið og hlustað á Wilhelm Wessman fjalla um þetta óréttlæti og hef hlustað á hann bjóða krafta sína fram með Gráa hernum. Ég hef hlustað á Wilhelm segja frá því hvað hann fær út úr sparnaði sínum hjá VR og hvernig Tryggingastofnun skerðir greiðslur hans svo útkoman verður eins og hann hafi aldrei greitt í Lífeyrissjóð, eða því sem næst.

Nú er lag fyrir Wilhelm að þiggja boð Flokks fólksins og sækja sinn rétt fyrir dómstólum.

Ef Wilhelm treystir sér ekki í málið þá eru efalaust fleiri en einn í forystu Gráa hersins sem hefur flottar tekjur frá Lífeyrissjóði sem skerða greiðslur frá Tryggingastofnun verulega og ætti ekki að vanta fólk til þess að taka boði Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins um fría málssókn.

Betra getur þetta ekki orðið og ég bíð nú spennt eftir því að sjá hver tekur að sér hlutverkið.

Hulda Björnsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband