15.3.2017 | 18:39
Innrás á spítala í Coimbra Portúgal!
15.mars 2017
Það er ótrúlegt hvernig hópur fólks getur tekið yfir heilt anddyri á stórum spítala í stærstu borg mið Portúgal, en það gerðist í dag.
Í gær, þegar ég fór í meðferðina á spítalann um morguninn voru nokkrir sígaunar í anddyri og salerni.
Í dag taldi ég 78 sígauna og þeir voru um allt. Ekki bara í anddyri, þeir voru á setustofu og fylltu hana svo ekki var sæti fyrir neinn utanaðkomandi þar. Þeir voru á neðstu hæðinni, þeir voru fyrir utan innganginn í stórum hópum og þeir lágu út um allt á grasinu. Ég taldi bara þá sem ég gekk framhjá og skildi eftir þá sem voru úti.
Karlarnir eru í svörtum jakkafötum, eða bláum gallabuxum og svörtum jakka, voða virðulegir.
Kellurnar eru allar í síðum pilsum, og guð minn góður hvað þær eru ofboðslegar miklar um sig. Ég kæmist 4 föld inn í þær. Svo vagga þær einhvernvegin áfram. Þetta er eiginlega ólýsanlegt en pilsin eru skrautleg og svo hanga þéttar peysur utan um efri partinn. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig níðþröngar peysur geta hangið, en þetta er tilfinningin þegar ég horfi á þær vagga á undan mér.
Vandamálið með sígaunana er hér víða, en svona alvarlegt hef ég aldrei séð það á spítalanum. Venjulega eru þau fyrir utan lóðina tilbúin ef einhver þeirra þarf að leggjast inn og þá kemur öll hersingin.
Ég spurði öryggisverðina út í málið í morgun því mér var eiginlega ekki sama að geta ekki gengið frjáls ferða minna. Það verður einfaldlega þannig þegar þau hertaka stað að enginn kemst lönd né strönd nema að troða sér í gegnum fylkinguna og þá er eins gott að halda utan um auðævin sín, hver svo sem þau eru.
Verðirnir sögðu mér að einn af þeim væri inni og þeir hristu höfuðið í öngum sínum yfir ástandinu. Þetta er vægast sagt hroðalegt.
Ekki veit ég hvernig þetta gengur fyrir sig á morgun en í dag sá ég 6 bíla sem eru íbúðir einhverra í hópnum.
Ég verð að játaað dálítill kvíði læðist að mér að þurfa að ryðja mér leið í geng á morgun.
Þar sem ég legg bílnum mínum þegar ég þarf að fara á þennan spítala eru nokkrir úr hópnum. Þeir þykjast vera að beina fólki inn á stæði og vilja svo fá greitt fyrir. Ég borga auðvitað í maskínuna sem lætur mig fá kvittun en ég er svo mikill vesalingur að ég gef ræflinum sem hefur undið sér að mér, eina evru.
Það sitja 2 alltaf á sama stað og nú er ég búin að segja þeim 3 daga í röð að ég eigi enga peninga og þeir þakka alltaf pent fyrir. Þessir eru dópsalar. Að þeir skuli ekki geta látið sér nægja að selja jurtir og látið okkur hin í friði er mér óskiljanlegt.
Fyrir jólin sendi vinkona mín í Kína mér te. Það kom til landsins og var sent til baka án þess að ég væri látin vita.
Nú er teið komið aftur og ég búin að standa í ströggli í nokkrar vikur við tollarana. Þeir heimta invoice. Ég hef enga invoice. Þeir heimta að ég fái invoice. Ég get ekki fengið neina.
Þeir heimta drengskaparyfirlýsingu frá mér um að ég ætli ekki að selja teið, að ég ætli að drekka það eftir að ég hef hellt á það heitu vatni og að ég ætli ekki að gefa neinum með mér.
Hálfvitar!
Nú er ég búin að senda yfirlýsinguna og þarf ábyggilega að borga gríðarlegan toll og guð má vita hvað þeir grafa upp til þess að plokka af mér peningana mína.
Það besta við þetta allt saman er að í Lissabon og jafnvel í Coimbra er auðveldara að flytja inn eiturlyf og selja á götunum fyrir framan nefið á lögreglunni en að fá jasmin te í jólagjöf frá vinkonu í Kína.
Stundum verð ég alveg orðlaus. Ég hefði auðvitað gert mér ferð til tollaranna í Lissabon ef ég þyrfti ekki að fara í sjúkraþjálfun á hverjum degi. Þeir mega hrósa happi að hafa ekki fengið mig í heimsókn og ég líklega að prísa mig sæla fyrir að hafa ekki verið sektuð fyrir ósvífni við opinbera starfsmenn.
Þegar heimilislæknirinn minn var í gær að segja mér hvað ég mætti ekki borða til þess að innyflin dyttu ekki út úr mér og hann talaði um grænt te stökk ég upp á nef mér.
Ég sagði mínum elskulega nýja heimilislækni, sem er með blá augu og alles, að hann gæti tekið allt frá mér annað en teið mitt. Teið ætlaði ég að hafa þó það dræpi mig.
Hann hló og spurði hvað ég drykki mikið? Ég sagðist fá mér te á morgnana með morgunbrauðinu mínu, einn stórann bolla.
Jú það var í lagi!
Eins gott því annars hefði ég verið búin að missa allt sem venjulegu fólki þykir gott. Ég er auðvitað sérvitringur sem borða ekki mat sem hefur verið myrtur við eldunina og drekkt í olíu og viðbjóði, og elda minn sjálf á grilli eða gufusýð.
Það er ekki hægt að láta bjóða sér allt, eða hvað?
Ég nenni ekki að rífast um stjórnmál og hálfvita á alþingi í dag. Ég geri það kannski um helgina. Af nógu er að taka og það besta sem ég hef séð undanfarna daga frá hinum háæruverðugu þingmönnum er konan sem vill taka upp "píku umræðu" og heldur að það sé mál málanna í dag.
Hún veit greinilega ekki hvað orðin öryrki, ellilífeyrisþegi, láglauna maður eða sjúklingur þýða. Hún býr vafalaust ekki á þessari plánetu, en hvaðan hún er veit ég ekki og því síður hvernig henni tókst að plata sauðsvartan almúgann til þess að koma sér inn á alþingi íslendinga.
Hulda Björnsdóttir
Athugasemdir
sammála í öllum atriðum.
Erla Magna Alexandersdóttir, 15.3.2017 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.