2.2.2017 | 20:04
Hvað er ríkið? Hverslags spurning er þetta eiginlega?
2. febrúar 2017
Hvað er ríkið?
Hvers vegna er ég að koma með svona heimskulega spurningu?
Sumir kalla áfengis og tóbaksverslun ríkisins ríkið! Það var allavega gert í minni tíð.
Svo er hitt ríkið, ríkið sem samanstendur af fólki!
Af hverju dettur mér þetta í hug?
Jú, það er þannig að ég sá umræðu um innflytjendur á Íslandi og hvað það kostar að taka við þeim til landsins.
Sumir voru ægilega happy með fólkið og héldu ekki vatni yfir því hvað það væri unaðslegt að taka á móti erlendu fólki og skjóta yfir það skjólshúsi og gefa því mat og kannski svolitla dagpeninga líka. Þetta var góða fólkið!
Svo var vonda fólkið, sem eins og venjulega var að ybba sig og mótmæla þessum gæðum landans og vildu eins og hálfvitar að litið væri til Íslendinga sjálfra og þeirra sem eru að deyja úr hungri og kulda og hjálpa þeim. Þvílík fyrra. Þetta vonda fólk ætti að skammast sín og loka á sér munninum. Ég er ein af þessu vonda fólki og þess vegna er ég nú að ybba mig rétt einu sinni og er stolt af því að tilheyra vonda hópnum.
Ég held því fram að þjóðin þurfi að líta sér nær og byrja að rækta garðinn heima hjá sér áður en farið er að færa út kvíarnar og hefja ræktun og gróðursetningu og guð má vita hvað í öðrum löndum eða fyrir önnur lönd.
Ég held því ótrauð fram að lífeyrisþegar, hvort sem það eru eftirlauna þegar eða öryrkjar, eigi að sitja fyrir þegar verið er að úthluta smápeningum sem eru afgangs þegar Panamaprins og hans hirð hafa fengið sitt. Þessir smápeningar eiga að vera til þess að halda lífinu í íslendingum.
Það nær ekki nokkurri átt að það skuli koma frétt um að maður hafi frosið í hel árið 2017 á Íslandi, landi sem er á meðal ríkustu þjóða heims. Þvílík skömm og hneisa á ekki að eiga sér stað, ALDREI.
Í umræðunni sem ég gat í upphafi sagði einn sem skrifaði skoðun sína:
Veriði ekki að æsa ykkur, þetta kemur ykkur ekkert við, ríkið sér um þetta!
Virkilega! Er hægt að vera svona nautheimskur? Hvað heldur svona einstaklingur að ríkið sé? Eitthvað sem flýgur fyrir ofan skýin og dritar niður peningum sem vaxa uppi í himninum? Er það ríkið í huga þessa einstaklings?
Ég hef aldrei séð aðra eins bölvaða (fyrirgefiði) heimsku á prenti!
Auðvitað les þessi einstaklingur ekki það sem ég er að skrifa hér á blogg þar sem ég er líklega mest að skemmta sjálfri mér og röfla við sjálfa mig, en ég er svo yfirmáta undrandi á svona nautheimsku að ég get ekki orða bundist.
Fyrir mig og aðra sem tilheyra vonda fólkinu þá liggur í augum uppi að ríkið er ekki eitthvað fljúgandi úti í geimnum. Ríkið erum við.
Þú og ég erum ríkið.
Það eru okkar peningar sem verið er að dæla í góða fólks útlendinga sem vilja ólmir komast í góðærið á Íslandi.
Það eru peningarnir sem ég og þú, og einstaklingurinn sem heldur að ríkið sé eitthvað annað en það er, höfum greitt með sköttum, beinum og óbeinum.
Þegar ég sé svona dæmalausa heimsku get ég ekki orða bundist, ég bara get ekki skilið hvaðan þessar hugmyndir koma, að við skulum ekkert vera að mótmæla því að verið sé að svelta íslendinga á meðan útlendingar geta vaðið inn í landið og fengið húsaskjól og mat og peninga, bara vegna þess að peningarnir séu greiddir af ríkinu!
Vaknið af þyrnirósarsvefninum.
Ríkið erum við.
Ríkið er ekki áfengissala ríkisins, það er ég og þú og peningarnir sem ríkið hefur til ráðstöfunar eru skattpeningar okkar, þínir og mínir.
Ég á ekki til orð yfir heimsku sumra.
Hulda Björnsdóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.