Er ríkisstjórnin fallin?

30.júlí 2017

Er ríkisstjórnin fallin?

Fer hún frá?

Hvað tekur þá við?

Eru einhverjar lausnir í farvatninu?

Eru vinstri flokkar tilbúnir til þess að taka á málum sem núverandi ríkisstjórn hefur vanrækt?

Geta þeir komið sér saman um eitthvað?

Er eiginhagsmunapot enn efst á baugi eða hafa málefni tekið frumkvæðið?

Eru einhverjir sem geta komið sér saman um hvernig leysa skuli vanda þeirra sem ekki hafa þak yfir höfuðið?

Eru einhverjir sem geta komið sér saman um hvernig skuli búa að sjúkum í Íslensku samfélagi?

Eru einhverjir flokkar sem geta komið sér saman um hvað gera skuli við gamla fólkið sem ekki getur búið heima og býr á göngum sjúkrahúsa?

Hvaða flokkar geta komið sér saman um hvernig hægt sé að uppræta fátækt, sára fátækt 5000 barna á Íslandi.

Hvaða flokkar geta leyst mál alþýðunnar á Íslandi án þess að setja ráðherrastóla og framapot í forgang?

Ég bara spyr.

Hulda Björnsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband