Að henda sígarettu út úr bíl í Portúgal er glæpur að mínu mati

25.júlí 2017

Það er fallegur dagur, sól og heiður himinn. Allan morguninn og fram eftir degi hefur ekki verið eitt ský á himni. Ekki eitt einasta.

Í eftirmiðdaginn verður mér litið út af svölunum mínum og þá blasir þetta við

20248070_877460219072473_6018881083316782435_o Hvað er að gerast á þessum fallega degi?

Ég trúi ekki mínum eigin augum og lít í kringum mig til þess að sjá hvaðan skýið kemur.

Við mér blasir þetta. Það fer ekki á milli mála að þetta eru ekki ský, þetta er þykkur viðbjóðslegur reykur og nú tekur lyktin að berast í áttina til mín.  Eldarnir eru á milli Coimbra og Penacova. Yfir hundrað slökkviliðsmenn berjast við ófreskjuna.

Það er eins og þetta sé rétt handan við hólinn en er í 50 kílómetra fjarlægð frá mér.

Í gær var ég á ferð frá Coimbra og á leið heim. Úr bíl fyrir framan mig var hent logandi sígarettu. Bíllinn var merktur P svo þar var heimamaður á ferð.

Aðeins seinna ók ég á eftir öðrum, líklega var sá bílaleigubíll, og sígarettan flaug út í vegkantinn.

Þetta er glæpur og ekkert annað. Allt er skrauf þurrt. Það er heitt og vindur blæs. Í svona aðstæðum á enginn að láta sér detta í hug að fleygja einu eða neinu logandi út úr bíl á ferð. Við tölum um að hitinn kveiki í, og eldingar og guð má vita hvað. Logandi sígarettur eru sökudólgur í mörgum tilfellum og ég verð alveg æf þegar ég sé svona framkomu. Auðvitað er ekkert hægt að gera í þessu, bílarnir horfnir á 150 km hraða þar sem hámark er 80 og þeir gefa skít í einhverja elda.

Í dag, enn þá, er himininn heiður og blár þegar ég horfi út um gluggann minn. Verður það svona í allan dag? Ég veit það ekki en við sem búum hérna allan ársins hring höldum í vonina. Nú á að tala um úrlausnir og búið að stofna 12 manna nefnd. Landar mínir tala endalaust og þeir finna ábyggilega ekki lausn þetta árið. Ein hugmynd er að þeir sem ekki þrífa landið sitt verði sektaðir. Ef þeir taka ekki við sér eftir eina sekt fá þeir aðra sem er hærri. Ég spurði hvort það yrði ekki þrifið hjá þeim eftir 1st sekt og þeir látnir borga þrifnaðinn. Nei, það kom ekki til mála. Stundum skil ég ekki þessar flóknu lausnir sem þurfa að hanga á öllu. Ég ræð auðvitað engu og bíð bara eftir næsta áhlaupi og vona að slökkviliðs fólkið haldi lífinu.

Hulda Björnsdóttir

20247765_877460195739142_3665661952250797990_o


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband