Til hamingju með framtakið "Flokkur fólksins"

15.júlí 2017

Í dag er fundurinn í Háskólabíói sem ég hef verið að tala um.

Fundurinn þar sem 2 verkalýðsleiðtogar ásamt formanni Félags eldri borgara í Reykjavík eru framsögumenn.

Þetta er fundurinn þar sem rætt verður um fátækt á Íslandi og hvernig búið er að þeim sem minnst mega sín í þjóðfélagi þar sem græðgin tröllríður húsum.

Nú er sumar, og meira að segja miður júlí.

Sumarfrí, ferðalög, útlönd og fleira og fleira sem er að gerast á þessum tíma.

Það verður einhvern vegin allt dálítið ruglað yfir þessa björtu mánuði og fólk missir sjónar á sumu sem skiptir máli í hraða þess að njóta sumarsins.

Vondur tími til svona fundarhalda segja sumir.

Staðreyndin er sú að margir af þeim sem helst þurfa á svona baráttu að halda hafa ekki efni á því að kaupa mat síðustu daga mánaðarins hvað þá að þeysast um landið í sumarfríi.

Ég veit ekkert hvað margir sjá sér fært að mæta í bíóið í dag til þess að sýna fram á að Íslendingar geti staðið saman, og þá skipti ekki máli hvaða tími árs er.

Ég er hrædd um að pólitík liti afstöðu margra og eigin hagsmuna pot og lítill vilji til þess að breyta einu eða neinu, ráði för og valið sé frekar að rússa út úr bænum.

Þeir sem virkilega þurfa á hjálpinni að halda geta líklega ekki hugsað sér að viðurkenna opinberlega að þeir hafi það ekki eins gott og þeir gætu hugsað sér. Og þessi hópur mætir sennilega ekki á svona fund.

Ég er ekki á landinu og get því ekki mætt.

Ég er orðin svo hundleið á því að lesa endalaust sömu tugguna um hvað SKULI gera og svo þegar tækifæri gefst kemur í ljós hvað ræður för. Pólitík og ekkert annað.

Manngæska fæst ekki fyrir peninga. Hún er hugsjón. Það er hægt að skýla sér á bak við afsakanir um allt og ekki neitt og er auðvitað hverjum og einum frjálst að gera það.

Ég óska Flokki fólksins til hamingju með að hafa kjark til þess að stíga fram og framkvæma í stað þess að tala og gera ekkert.  Ég vona svo sannarlega að margir mæti á fundinn í dag og fylli bíóið.

Ég gefst upp fyrir öflum pólitísks hagsmunapots sem ég hef orðið vitni að í meira en 50 ár. Ég ætti að beina kröftum síðustu ára minn hér á þessari jörð í eitthvað annað en tilgangslaust pot. Ég er ekki fræg. Ég hef ekki ENN þeyst fram á ritvöllinn til þess að tjá mig um vinsælasta umræðuefni dagsins KYNFERÐISLEGT ofbeldi. Hefði ég sagt æsilega sögu af kynferðislegri misnotkun hefði ábyggilega verið hlustað á mig. Fólk hefði smjattað og kjamsað á hryllingnum án þess að hafa í raun hugmynd um hvað það væri að tala um.

Þannig er jú umræðan vinsæla í dag. Prestar jafnt sem leikmenn vita ALLT um fyrirgefningu og syndaaflausn en eiginlega ekkert um sára fátækt sem getur leitt til alls konar hörmunga.

Hulda Björnsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hulda - sem og aðrir gestir, þínir !

Mjög þakkarverðar: eru þessar samantektir þínar, af fyrirhuguðum fundinum í dag / sem og aðrar hvatningar, til alvöru siðvæðingar í samfélaginu.

Vitaskuld - á Flokkur fólksins hrós skilið, fyrir sína framgöngu:: því lakara þykir mér, að Íslenzka þjóðfylkingin hafi ekki náð, að feta sömu brautina, varðandi ein brýnustu samfélagsmálin, einnig.

Sannarlega: má telja nokkra hneisu að við,, yngri borgarar (18 ára - 66 ára aldursins) skulum ekki hafa náð, að mynda okkar eigin samtök, sem styrktu einungis þau 67 ára og eldri, sem og okkur hin, til lengri framtíðarinnar litið.

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2017 kl. 12:55

2 Smámynd: Hulda Björnsdóttir

Sæll Óskar Helgi

og takk fyrir innleggið.

Í dag er hátíðsdagur sem við skulum minnast.

Í nýjasta bloggi mínu kemur fram hvers vegna ég segi það.

Kær kveðja /Hulda

Hulda Björnsdóttir, 15.7.2017 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband