Ferskur vindur leikur um okkur í morgunsárið

21.júní 2017

Ég anda að mér fersku lofinu núna klukkan 7 og vona að ekki verði fleiri eldar kveiktir í dag. það var yndislegt að geta opnað alla glugga og hurðir og hleypt inn köldum gusti. Úti voru 17 stig en inni 29. Þegar nágrannarnir héldu til vinnu stóðu allir aðeins og önduð að sér áður en sest var inn í bílana. sólin skín og allt er kyrrt, núna.

Til þess að létta aðeins á andrúmsloftinu og segja skemmtilegar fréttir þá er þetta svona, eða var í gær.

Útlendings títlurnar fengu aldeilis eitthvað til þess að velta sér upp úr. Facebook logaði og commentum rigndi inn. Smjatt smjatt!

FLUGVÉL FRÁ CANADA AIR HAFÐI FARIST VIРBJÖRGUNARSTÖRF Í PORTÚGAL. þetta var fréttin. Hún var ekki bara í sjónvarpi hér, BBC át upp eins og súkkulaði.

Títlurnar héldu ekki vatni. Þær hömuðust. Og einn af þeim sem hafði farist var Breti. Þvílíkt og annað eins. Flugvél að hjálpa til að slökkva eldana og svo fórst hún með manni og mús.

Svona gekk þetta í smá tíma, líklega klukkutíma eða svo. Nánari upplýsingar fengust ekki af slysinu. Hvar, Hvernig, Hvað gerðist? Jú, einhver sagði að af því að vatnið væri svo lágt í ánum hefði vélin sturtast niður og nú væri farið að taka vatn úr sjónum. Jamm !

jæja, hvað gerðist í raun og veru?

Gaskútur sprakk !!!!!!!!!!

og hann varð að flugvél sem fórst með manni og mús, ekki einu sinni portúgölsk og bara með Portúgala innanborðs. Nei hún var frá Kanada og einn af áhöfninni var breskur !!!!!! Þvílíkt hneyksli !!!!!  Já svona hugsa títlurnar hérna í landinu stundum.

Annað ágætis dæmi um dæmalausan fréttaflutning var að 27 þorp í Góis hefðu verið  tæmd !

Ég hrökk nú dálítið við og hélt að farið væri að slá út í fyrir mér. Samkvæmt mínum kokkabókum eru 5 þorp í Góis. Hvernig gátu þá 27 þorp hafa verið tæmd? Auðvitað er ég með mörg ár í pokahorninu og hálf heilsulaus en hélt þó að hausinn á mér væri í sæmilegu lagi. Ég fór og athugaði málið. Nei Góis hafði ekki vaxið á einum degi. Það voru enn 5 þorp þar. Hvað hafði gerst í þessum einkennilega fréttaflutningi? spurði ég sjálfa mig, rétt svona til þess að rökstyðja að höfuðið á mér væri enn á sama stað.

Jú, eins og allir vita þá hef ég ótrúlega frjótt ímyndunarafl og það kemur sér stundum vel. Ég flutti hugann frá Góis og til Penela og frá Penela til Reykjavíkur. Í Reykjavík eru Efra breiðholt og neðra breiðholt, hagarnir og miðbærinn og mörg önnur hverfi. Vesturbærinn og austurbærinn og allt mögulegt. Í Penela er miðbærinn, sem er elsti hluti þorpsins, síðan er svæðið þar sem ég bý, sem er nýrra hverfi og þegar það var að byggjast upp voru engin götunöfn, bara eitt hús og því var gefið nafnið Bairro Sá Jörge. Nú eru 4 götur hérna og þegar ég labba upp mína götu, framhjá sundlauginni og fótboltavellinum (tekur 2 mínútur) er ég í Bairro Sá Jörge en um leið og ég fer yfir götuna og að bókasafninu er ég komin í gamla þorpið. Allt er þetta innan bæjarmarka Penela og tvö hverfi. Mér finnst þetta voða einfalt en auðvitað er miklu meira spennandi að flytja frétt af brottflutningi frá 27 þorpum en 5. Þetta geta auðvitað allir skilið. Gildi frétta er byggt á... ja ég veit eiginlega ekki hverju.

Semsagt, það fórst ekki flugvél í gær í Portúgal en það sprakk gaskútur og Góis hefur ekki færst til eða stækkað, allt er á sínum stað.

Ég er nú svoddan kvikindi að það hlakkaði í mér þegar títlurnar þurftu að éta ofan í sig æsifréttina.

Hulda Björnsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband