Til minningar um þá sem létu lífið í eldum í Portúgal um síðustu helgi

21.júní 2017

19274968_1061328397331520_7856853506051110927_nÞessi mynd er hér til þess að minnast þeirra sem létu lífið í ógurlegum eldum þessa síðustu daga, hér í Portúgal.

64 dauðsföll eru nú þegar staðfest. Fleiri gætu misst lífið því 6 eru enn í "critical condition".

Heilu fjölskyldurnar létu lífið. Ein fjölskylda var foreldrar og 2 börn. Önnur amma og afi ásamt börnum.

Slökkviliðsmennirnir okkar sem eru svo hugrakkir misstu nokkra úr sínum röðum.

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þessir hugdjörfu menn og konur skulu sjálf þurfa að kaupa búninga sína og tæki. Vonandi taka stjórnvöld nú við sér og koma "Bombeiros" á fjárlög.

Þakkir skulu færðar til nágranna okkar, Frakka, Spánverja og Ítala sem á hverju ári senda flugvélar og fótgönguliða til hjálpar þegar kallið kemur. Án þeirra væri ástandið enn verra.

Forsetinn okkar hefur sýnt þessa daga að hann er öðruvísi en fyrirrennarar hans. Hann hefur heimsótt hvert einasta þorp sem eldurinn hefur læst viðbjóðslegum tungum sínum í. Hann hefur grátið með fólkinu og huggað eins og hann best getur. Hann heimsótti litlu slökkvistöðina okkar hér í Penela. Örþreyttir björgunarmenn kunna að meta svona heimsókn og eflast við hana. Þó örþreyttir séu halda þeir áfram og þegar næsta hrina kemur hafa þeir faðmlag forsetans í hjartanu.

Hulda Björnsdóttir

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel frá sagt hér og vel skrifað um þessa skelfilegu atburði. Blöðin ættu að hafa viðtal við þig. -Þakkir og bæn, að þessum eldum megi linna.

Jón Valur Jensson, 21.6.2017 kl. 13:00

2 Smámynd: Hulda Björnsdóttir

Kæri Jón Valur. Þakka þér fyrir hlý orð. Okkur veitir ekki af öllum góðum vættum þessa dagana. Það hefur ekki enn tekist að slökkva í Pedrógao Grande en eldurinn er að mestu hættur að breiðast út þar.

Í Góis er enn alvarlegt ástand en virðist sem hafi tekist að bjarga næstu bæjum í bili.

Það er gott að fá ferskan vind inn um gættina núna og við þurfum hvíld. Önnur lota kemur, það er það eina sem við vitum. Núna safna allir kröftum fyrir næstu lotu. Svona gengur þetta sumar eftir sumar og alltaf á að gera eitthvað en ekkert gerist. Við bindum vonir við nýja forsetann og vonum að hann geti haft áhrif á stjórnvöld jafnvel þó hann sé valdalaus.

kær kveðja, Hulda

Hulda Björnsdóttir, 21.6.2017 kl. 15:47

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fallega hugsað er svar þitt. Þetta er ótrúleg barátta þjóðar. Portúgal verður greinilega að eiga fyrsta flokks slökkvilið og að auki flugvélar sem geta dreift vatni yfir elda. Guð blessi ykkur öll. 

Jón Valur Jensson, 22.6.2017 kl. 00:03

4 Smámynd: Hulda Björnsdóttir

Þakka þér fyrir hlýjar kveðjur kæri Jón Valur.

Hulda

Hulda Björnsdóttir, 23.6.2017 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband