Verð á Íslandi, nei ég verð ekki á Íslandi, ég er að tala um verðlagningu!

20.maí 2017

Verðlag á Íslandi er mikið í umræðunni núna. Stórverslanir eru að koma til landsins og fólk að uppgötva að verðið hjá þeim (stórmörkuðunum) er hærra en erlendis.

Ekki er hægt að kenna hækkun í hafi um allan muninn.

Hvað er þetta þá?

Eru þeir sem selja íslendingum svona illa innrættir að þeir leggja meira á vörur til Íslands en sumra annarra landa?

Halló!

Hafið þið heyrt um framboð og eftirspurn?

Eða kannski stærð markaðar?

Ef þið væruð að selja vöru til Kína á risamarkað þar og svo sömu vöruna til Íslands, mundi vera sama verð á báðum stöðum?

Ef þið selduð vöru til Portúgal þar sem milljónir búa og svo sömu vöruna til Íslands sem er með rúm þrjúhundruð þúsund íbúa, væri þá sama verð í báðum löndum?

Finndist ykkur það sanngjarnt ef þið setjið ykkur í spor seljandans? Ég bara segi svona.

Ég skil þetta aldrei, þennan einkennilega samanburð við verð erlendis hjá milljóna þjóðum og svo pínulitla þjóð með örfáa íbúa.

Nú verður auðvitað allt vitlaust og ég líklega kaffærð í athugasemdum um að ég hafi ekki hundsvit á þessu og eigi bara að halda mér á mottunni og ekki að þykjast vera sérfræðingur í þessu.

Hah,

Ég er ekki sérfræðingur og held því ekki fram. Ég er hins vegar sæmilega greind og mér finnst framboð og eftirspurn ásamt stærð markaðar hafa hér áhrif.

Ef þeim sem alltaf vita best og eru sérfræðingar í ÖLLU finnst ég fara út fyrir rammann þá verður bara að hafa það.

Ég veit til dæmis, vegna reynslu, að verð í Svíþjóð á ákveðnum vörum er hærra á Íslandi vegna þess að markaðurinn er smærri.

Ég veit líka, vegna reynslu, að verð t.d. á vörum sem eru framleiddar í Sviss er hærra á Íslandi en til dæmis í Noregi, bara vegna stærðar markaðarins.

Mér finnst þetta svo augljóst að ég ætla ekkert að reyna að réttlæta þessa skoðun mína.

Ef sérfræðingarnir, hinir sjálfskipuðu, setja sig í spor framleiðanda eða seljanda þá gætu þeir hugsanlega orðið sammála mér !

Hulda Björnsdóttir

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband