Kæri Þorsteinn Vilhjálmsson ráðherra velferðarmála !

 

30.apríl 2017

Ég las í gær, minnir mig, blogg Björgvins þar sem hann talar um viðbrögð hins þekkilega ráðherra Þorsteins Vilhjálmssonar við heimsókn formanns félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Ellert er fulltrúi fyrir þúsundir manna, ekki bara fyrir einhverja örfáa. Mér finnst með ólíkindum hvernig ráðherra kemur fram við fulltrúa eldri borgara. Ellert þarf að bíða í 2 vikur eftir viðtali. Hann þarf að bíða á biðstofu ráðherra þar til kallað er í hann og svo er ekki tekið í mál að ræða það sem Ellert kom til þess að ræða um. Kæri Þorsteinn ráðherra, mér finnst þetta alveg voðalega einkennilegt en kannski ertu bara svo ægilega upptekin við eitthvað að þú mátt ekkert vera að því að tala við gamalt fólk! Ég segi bara svona en auðvitað er þetta tóm vitleysa hjá mér, eða er það?

Nú ætla ég að upplýsa hvernig ég bregst við svona framkomu.

Ég sendi bréf til ráðuneytisins til þess að athuga hvort hægt væri að fá viðtal hjá ráðherra. Þetta var fyrir eftirlaunaþega búsetta í öðru landi sem var á leið til Íslands í mánaðardvöl og hún hafði kannski áhuga á að hitta þig elsku Þorsteinn ráðherra.

E-mail númer eitt frá mér:

Góðan dag. Ég er að velta fyrir hvert hægt sé að panta viðtal hjá Ráðherra. Vonkona mín sem býr í Noregi er að fara til Íslandi í maí og verður á landinu þann mánuð. Hún hefur áhuga á því að tala við ráðherra verferðarmála. Konan er eftirlaunaþegi búsett í Noregi. Með vinsemd og virðingu Hulda Björnsdóttir kt..........

Ég fékk svar frá ritara ráðherra

Tilvísun í mál VEL...... Sæl Hulda, Hvað heitir konan og hvert er málefnið? Bestu kveðjur, (Nafn ritarans)

Ég meina, hvað kemur það málinu við hvað konan heitir? Ég var bara að athuga hvort hægt væri að panta viðtal hjá ráðherranum.

Jæja, það fauk dálítið í mig kæri Þorsteinn ráðherra og ég sendi svar til ráðuneytis þíns.

Re.Fyrirspurn

Sæl Elín Ágústa, fyrirgefðu hvað ég svara seint en hef verið upptekin og ekki opnað hotmailið mitt þessa vikuna. Konan er búin að senda ykkur fyrirspurn og hefur fengið svar. Henni var sagt að hringt yrði í hana.

Ég vildi gjarnan fá að vita hvort ekki sé hægt að fá samtal við ráðherrann sjálfan en ekki einhvern fulltrúa sem engin völd hefur. Ég sjálf hefði áhuga á því að ræða við Þorstein um málefni eldri borgara, sérstaklega þeirra sem búa erlendis. Ég hef ekki áhuga á því að tala við einhvern fulltrúa hans. Þar sem ég bý erlendis nota ég Skype þegar ég tala við fólk á Íslandi því mér hugnast að sjá framan í þann sem ég ræði við. Á 21. öldinni er þetta nú ekki flóknara en svo.

Um áramót var tekjuskerðing veruleg og hefur verið talað um að hún verði leiðrétt á 4 árum. 109 þúsund frítekjumark varð 25 þúsund krónur sem nú á að leiðrétta á 4 árum. Fáránlegt og vítaverð sviksemi.

Ráðuneytið hefur ekki gefið út reglugerð um upphæð orlofs og desember uppbótar fyrir árið 2017.

Þorsteinn hefur haldið því fram að leiðréttar hafi verið húsnæðisbætur. Vinur minn sem fékk 50 þúsund fyrir breytingu fór niður í 12 þúsund. Leiðrétt var og nú fær hann 15 þúsund. Mismunur er krónur 35 þúsund. Hvernig getur ráðherrann fengið það út að húsnæðisbætur hafi verið leiðréttar?

Eftirlaun sem nú heita í nýjum lögum ellilaun eru partur af því sem þeir fá sem búa einir og búa á Íslandi. Seinni helmingur sem er heimilisuppbót kr. 52.316 fyrir einstakling sem býr einn hjálpar eftirlaunum að verða 281.050 krónur fyrir skatt. Þetta þýðir að eftirlaun þess sem býr erlendis og býr einn eru krónur 228.734. Þetta þykir mér og fleirum harla ámátlegt og ekki alveg í samræmi við falleg orð ráðherrans og annarra í ríkisstjórn.

Ég get haldið áfram og talið upp fleira en líkleg afær ráðherra aldrei þetta bréf og því síður að hann gefi sér tíma til þess að svara einstaklingi sem ekki býr á landinu jafnvel þó þessi sami einstaklingur hafi greitt skatta og skyldur alla sína starfsævi til íslenska ríkisins og bygg  upp þjóðfélagið sem ráðherrann er nú að stjórna.

Virðingarfyllst

Hulda Björnsdóttir kt. ...... sími....... skype.......

Ekki veit ég hvort ritarinn svarar og mér er eiginlega alveg nákvæmlega sama. Ég er orðin svo þreytt á ruglinu sem þessi endemis hallærislega ríkisstjórn ber á borð fyrir mig.

Ríkisstjórn sem skarar að eigin köku og ættingja sinna ætti ekki að vera við völd árið 2017 á Íslandi en hún er það vegna þess að fólk trúði innantómum loforðum þeirra sem ætluðu sér hvað sem tautaði og raulaði að komast í vel launað starf á hinu háa alþingi Íslendinga.

Þorsteinn velferðarráðherra er flottur gæi, en ég er alveg að gefast upp á því að vera yfirmáta kurteis þegar ég tala um sporin hans í þessu stjórnar samstarfi.

Ég ætla þó að ljúka þessu núna en gæti hugsanlega byrst mig og orðið verulega reið í náinni framtíð því óréttlætið er svo yfirgengilegt.

Hulda Björnsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband