Júróvision !!!!

10. mai 2017

Þó ég sé ekki mikill aðdáandi júróvisíon þá gat ég ekki annað en sest niður í morgun og hlustað á Portúgalska lagið þar sem svo margir á Facebook voru að tala um ágæti þess. Ég vissi að lagið hafði komist upp úr undankeppninni því ég heyrði það tilkynnt í Portúgalska útvarpinu í gærkvöld.

Ég var hins vegar upptekin við að horfa á Pirot. Ég elska þessar gömlu myndir og hann kemur mér oft til að hlæja. Þessi persónusköpun er alveg meiriháttar og ég get notið þess að horfa á þættina aftur og aftur, sem er auðvelt hér í heimalandi mínu, því þeir eru sýndir AFTUR og AFTUR og AFTUR og meira að segja á þeim tíma sem ég er vakandi! Alveg sniðið fyrir mig.

Jæja, aftur að júróinu. Eftir að hafa hlustað og horft á þann Portúgalska á Youtube í morgun var ég nú ekki alveg að skilja hvað það var að áliti íslenskra vina minn sem þeir héldu ekki vatni yfir í þessu portúgalska lagi. Mér finnst það bara hallærislegt og ekkert erindi eiga í júró keppnina. Flutningurinn er... ja mig skortir eiginlega kurteisileg orð til að lýsa hvað mér finnst um hann svo ég læt það bara eiga sig.

Til þess að gæta alls velsæmis spurði ég 20 manns, sem ég hitti í morgun, um hvaða álit þau hefðu á laginu okkar, þ.e. portúgalska laginu. He, he he.   Svörin eru ekki til þess að hafa eftir í virðulegu bloggi mínu en ég get þó staðfest að hrifningin var ekki yfirþyrmandi.

Ég verð þó að viðurkenna að hlusti ég á lagið og þurfi ekki að horfa á flytjandann þá get ég afborið það.

Þá er komið að því að viðurkenna yfirþyrmandi vonbrigði mín með að Ísland skyldi ekki senda betra lag í keppnina og það hljóta að vera til frábærir dægurlaga söngvarar á landinu sem gætu flutt eitthvað sem væri hægt að fá aðrar þjóðir til þess að meta. Svona brjósta lög eru mér ekki að skapi en ég segi það satt að áður en ég skrifa þetta sat ég og hlustaði á hina þekkilegu Svölu og meira að segja horfði.

Semsagt, ég hef heyrt 2 júrólög þetta árið og ætla mér ekki að fórna dýrmætum tíma mínum í meira.

Auðvitað á maður að sýna hollustu þjóð og þjóðerni en þetta er bara of mikið fyrir mig á gamals aldri.

Má ég frekar biðja um Söngskóla Sigurðar Dements og nemenda hans. Ég vildi að ég gæti notið þeirra flutnings á youtube. Þá væri ég til í með glöðu geði að sitja heilt kvöld og horfa og hlusta.

Segi bara svona og veit að auðvitað má maður ekki segja að Svala hafi ekki verið súper og að lagið hafi ekki verið undur veraldar.

Nú verð ég líklega tekin alvarlega í gegn svo best að forða sér og lesa engin komment með þessu bloggi!

Í guðs friði

Hulda Björnsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hulda þú ert ekki ein a báti með þetta.Ég get ekki og hef ekki hlustað a neitt af þessu allur fréttaflutningur af þessu er nóg til að fá ógeð a þessu öllu saman

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.5.2017 kl. 21:18

2 Smámynd: Hulda Björnsdóttir

Sæll Helgi

Og svo má ekki vera á þeirri skoðun að lögin 2 sem ég hef hlustað á séu ekki góð. Ég hef á tilfinningunni að ég sé bara í hópi vonda fólksins !!!!! og þurfi að fela mig á bak við eitthvað.

Sem betur fer eru flestir sem ég hef talað við hér í Portúgal uppteknari af Benfica og páfanum en þessri blessaðir júró keppni.

Kv

Hulda

Hulda Björnsdóttir, 12.5.2017 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband