Samstaða er góð en sumum finnst hún óþægileg !

18.júlí 2017

Þögn!

Íslendingar sýndu á laugardaginn að það eru til einstaklingar sem láta sig líf annarra skipta.

Tæplega fullt Háskólabíó sannaði það.

Af hverju ríkir þögn um atburðinn?

Ó,

ég skil

það er ekki rétti stjórnmálaflokkurinn sem tók af skarið og boðaði til fundarins

miklu betra að skrifa um hvað VERÐI að gera fyrir eldri borgara og öryrkja og þegja þunnu, eða þykku hljóði, um það sem fram fór á laugardaginn á sumarþinginu.

Hroki og eigingirni ? eða er þetta kannski afbrýðisemi ?

Ótti við að tapa atkvæðum? Getur það verið ?

Bjartsýnisfólk sem lætur ekki sitt eftir liggja til þess að vekja athygli á góðum málstað er ekki hlekkjað við flokk.

Bjartsýnisfólk berst fyrir réttlæti.

Heimtufrekjur hamast og telja upp allt sem vonda fólkið hefur gert en kemur aldrei með lausnir. ALDREI.

Langar flottar yfirlýsingar á Facebook síðum sem þarf að þýða fyrir erlenda blaðamenn og auglýsing eftir húsnæði fyrir blaðamennina sem eru að koma til þess að fjalla um stöðu Íslands í dag eru mikilvægar. Ég skil það.

Ég skil hins vegar ekki hvers vegna ekki er minnst EINU ORÐI á hinn stórmerka fund á hinni ágætu Facebook síðu.

Jú, kannski skil ég það. Það var vitlaus stjórnmálaflokkur sem stóð fyrir þinginu.

DJISUS

Þögn er flott.

Þögn er hlutlaus.

Þögn er máttlaus.

Þögn er ægileg.

Þögn sýnir vilja þeirra sem þegja svo ekki verður um villst.

Þeir sem njóta sín nú í þögninni baða sig upp úr einhverju sem ég skil ekki.

Smátt og smátt eru þaggararnir að vakna og draumurinn er ekki góður.

Þeir misstu af einhverju merkilegu og eiga ekki afturkvæmt.

Nú klóra þeir í bakkann og kannski komast þeir ekki upp á þurrt land.

Mikið væri það nú sorglegt ef einhver af ráðamönnum þjóðarinnar fengi málið og skellti sér upp úr meðaltölum yfir í raunveruleika.

Það væri hneyksli aldarinnar, svo ekki sé meira sagt.

Hulda Björnsdóttir

 


Bloggfærslur 18. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband