Kosningar - enn einu sinni !!!!!!

22.september 2017

Enn einu sinni eru kosningar á Íslandi.

Kosningar sem farið er í miklum flýti.

All flestir þeir sem nú sitja á alþingi ætla að bjóða sig fram.

Spillingarliðið heldur velli.

Nú hamast hver sem betur getur að rakka niður allt og alla.

Ég nenni ekki að taka þátt í þessu leikriti.

Það breytist ekki mikið eftir þetta upphlaup.

Það er enginn tími til þess að gera upp mál eða búa til nýjar góðar stefnuskrár.

Ég sé ekki betur en hjakkið haldi áfram.

Þegar búið verður að kjósa og loforðin fara að koma upp á yfirborðið sem hrein svik ætla ég að blanda mér í umræðuna.

Eins og ég hef sagt svo oft áður þá veikist þingheimur heiftarlega við undirskrift drengskaparheits. Þá verða allir minnislausir og gleyma því af hverju þeir fengu atkvæði kjósenda, enda skipta kjósendur ekki máli lengur, þeir eru búnir að sinna sínu hlutverki: Þeir hafa tryggt launaumslag þingheims.

Fólk á efri árum, yfir 65 ára, hættir að skipta máli. Það hættir að vera mikilvægt að bæta kjör þessa hóps, eða þess parts af honum, sem hefur ekki yfir hálfa milljón á mánuði.

Öryrkjar fara líka út í hafsauga. Þeir greiddu atkvæði og það er nóg.

Láglaunafólk, já láglaunafólkið er svo stór hópur að það gæti sett gróðapungana út á gaddinn ef þeirra laun hækkuðu, það er láglaunafólksins.

Nei, gróðapungar eru þeir sem hugsað er um og hagsmuna gætt hjá þeim hópi. Þetta er ekki sérlega stór hópur en hann er voldugur og ríkur, ægilega ríkur.

Það skiptir litlu máli hvernig siðferðið er hjá hinum ríkustu.

Undanfarnar fréttir af uppáskriftum segja alla söguna um siðferðið.

Hulda Björnsdóttir

 

 

 


Bloggfærslur 22. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband