Fundur í Háskólabíói 15.júlí kl.14

14.júlí 2017

Á morgun verður fundur í Háskólabíói þar sem fjallað verður um fátækt á Íslandi og erfið kjör fólks sem tilheyrir ekki þeim sem vaða í peningum.

Svo ótrúlega hefur nú borið við að ekki sést neitt á prenti UM ÞENNAN FUND frá þeim sem ákafast hafa skrifað um málefni ríkisstjórnar og eldri borgara.

Ekki eitt orð UM MORGUNDAGINN.

Ekki orð frá Björgvini Guðmundssyni sem er þó ötull við að skrifa greinar á HVERJUM EINASTA DEGI um málefni þessa hóps.

Ekki orð frá þeim sem komu í sjónvarpsviðtöl og útvarpsviðtöl og guð má vita hvað rétt fyrir nokkrum mánuðum.

EKKI EITT ORÐ um morgundaginn.

Einhver gæti spurt sig hvernig á þessari þögn stæði?

Getur það verið að pólitík sé svo eigingjörn og viðbjóðsleg að komi eitthvað frá öðrum en þeirra flokki eða samtökum, hversu gott sem það er, þá sé látið eins og málið sé ekki til?

Getur það verið að tveir hugsjóna menn í verkalýðsforystu séu svo lítils virði að ekki taki því að koma og hlusta á þá tala um fátækt á Íslandi?

Getur það verið að félagar í Landssambandi Eldri Borgara á Íslandi séu svo ánægðir með kjör sín að það taki því ekki að fjölmenna á svona fund bara af því að sá sem boðaði hann og stendur fyrir honum er í vitlausri pólitík?

Ég ætla að upplýsa félaga í Landssambandi Eldri borgara og segja þeim að einn af frummælendum er enginn annar en formaður í félagi eldri borgara sem telur 11.000 félagsmenn, sjálfur Ellert B. Schram.

Ég trúi því ekki að félagsmenn í Félagi Eldri borgara í Reykjavík sjái sér ekki hag í því að setjast í Háskólabíó á morgun 15.júlí klukkan 14 og hlusta á formanninn og heyra hvað hann vill til málanna leggja.

Ég skil ekki af hverju fundurinn hefur ekki verið auglýstur á hverjum degi á Facebook Gráa hersins.

Þetta eru jú fjölmenn samtök og eru meira að segja afleggjari frá Félagi eldri borgara í Reykjavík.

Blaðamenn sem skrifa fjálglega um allt og ekkert á netinu hafa kannski ekki séð þennan fund boðaðan og þess vegna ekki skrifað um hann.

Ég vona að þeir sem hafa þagað þunnu hljóði bara út af flokks pólitík og fordómum hristi nú af sér slenið og sýni að öll fögru orðin eru ekki bara orð. Þetta fólk þarf að sýna að orð eru meira virði en grasið sem við göngum á eða malbikið á götunum.

Ég er ekki í Flokki fólksins, eins og ég hef sagt hundrað sinnum áður. Ég styð hins vegar þetta framtak og væri það einhver annar flokkur þá ætti hann stuðning minn vísan.

Samtök eldri borgara hafa reynt ein og sér að tala við ríkisstjórn og ráðamenn og ekki hefur það borið árangur.

Ég er svo einföld að halda að ef hægt er sýna fram á að fólk vilji standa saman að úrbótum í þjóðfélaginu, hvar í flokki sem þau standa, þá sé allt hægt.

Sé hins vegar allt sett á vogarskálar flokkspólitíkur gerist aldrei neitt. Það hefur sigið á ógæfuhliðina í áratugi og kannski er bara best að leyfa skútunni að sökkva.

Hvað veit ég? Bara einhver sem trúir á hugsjónir, gamaldags hugsunarháttur sem er líklega löngu dauður.

Hulda Björnsdóttir

 

 

 


Bloggfærslur 14. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband