Eldri borgarar VERÐA að láta í sér heyra. Grátkonan á Alþingi hjálpar ekki

31.maí 2017

Það var haldinn fundur á Austurvelli og mótmælt sameiningu skóla.

Það var haldinn annar fundur á Austurvelli fáum dögum síðar og var verið að mótmæla kjörum eldri borgara og öryrkja.

Á seinni fundinn mættu örfáar hræður, enda rigndi glatt.

Var það bara rigningin sem kom í veg fyrir sama fjölmenni og á fyrri fundinum? Ég efast um það. Hið dæmalausa sinnuleysi sem ríkir hjá okkur, eldri borgurum, um hag okkar og framtíð er óskiljanleg.

Grátkonan er komin á alþingi og grætur þar fyrir framan alþjóð vegna þess hve illa er komið fram við hana. Grátkonan góða er með á aðra milljón í laun á mánuði, og samt grætur hún.

Hefði nú ekki verið vænlegar fyrir hana, þ.e. grátkonuna, að fá sér eitthvað annað starf þar sem allir eru góðir við hana?

Mér finnst það móðgun við mig og þjóð mína að standa í ræðustól alþingis íslendinga og grenja af sjálfsmeðaumkun.

Það er búið að marg auglýsa hve vondir íslendingar hafa verið við þessa grenjandi frábæru konu. Það vita allir að hún á bágt að þurfa að díla við "betli" fólk sem nennir ekki að vinna.

Hún og hennar flokkur hefur sýnt svo ekki verður um villst að betlarar eiga ekki að hafa heimili á Íslandi. Betlarar eiga að vera í útlöndum. Þeir eiga ekki að þvælast fyrir þeim sem komu frá Ameríku til þess að auðga íslenskt mannlíf og eru nú komnir með sæmileg laun, loksins, eftir margra ára baráttu og hugsið ykkur, að þurfa að skúra til þess að sjá fyrir sér! Er það furða þó grátkonunni þyki þjóðin vanþakklát. Svona líka flottur grátur sést ekki á hverjum degi.

Ef þið eruð að ybba ykkur bara af því þið eruð í hjólastól ættuð þið að skammast ykkar. Vitiði ekki að grátkonan sér í gegnum plottið? Hún veit vel að þið eruð bara að plata og þykjast vera veik svo þið getið "betlað" af henni peninga.

Ekki betlar grátkonan. Ó nei, það hefur hún aldrei gert og svo er líka svo dásamlegt að hún þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða gömul. Hún er nebbla fyrrverandi þingmaður, þegar hún verður gömul, og þingmanna eftirlaun eru nú ekkert slor.

Hvað er þá til ráða fyrir okkur eldri borgara þessa lands?

Eigum við að fara skælandi niður á Alþingi í haust þegar þau koma öll sveitt og sæl eftir langt og gott sumarfrí?

Eigum við bara að láta troða okkur niður í svaðið og láta gráta yfir því hvað við erum óendanlega vanþakklát og ósvífin?

Kannski fáum við fallegt bréf frá Þorsteini Víglundssyni þar sem hann útskýrir fyrir okkur að við skiptum ekki máli. Við séum baggi á þjóðinni og ættum helst að fara til himna sem allra fyrst svo það þurfi ekki að púkka upp á okkur.

Kannski fer ungliðahreyfing Pírata að hugsa um að hún eigi jú afa og ömmur sem hafi það ekki allt of gott og þeim gæti dottið í hug að tala um þetta úr ræðustól á Alþingi í haust. Ekki fer ungliðahreyfingin að grenja fyrir framan alþjóð. Nei þeir eru sko alvöru fólk.

Svo er það Gráhærða fína fólkið í hernum sem er þrælupptekið við að útvega húsnæði og viðurværi fyrir BBC fólkið sem kemur í sumar til þess að kynna sér aðstæður þeirra sem eru yfir 50 ára á Íslandi.

Er þetta ekki dásamlegt allt saman?

Bjart og fallegt framundan og ekki versnar það við að auglýsa í útlöndum hin dásamlegu kjör þeirra sem ætla sér að vinna fram í rauðann dauðann og nú er komin fram hávær hugmynd um að eldri borgarar þurfi á þing.

Hver kemur fyrst upp í hugann sem væntanleg grátkona? Jú, einmitt. Formaður Landssambands eldri borgara. Skyldi það verða raunin að hún sé nú að stefna inn á þingið til þess að eyða næstu árum í þykjustuleik fyrir eldri borgara?

Eldri borgarar verða að finna einhver ráð til þess að bæta kjör sín án þess að senda einhvern lepp inn á þing, lepp sem verður algjörlega gagnslaus.

Ég skora á eldri borgara sem tilheyra ekki 14% hópnum að láta heyra í sér. Það geta ekki allir hafa kosið BB eða afkvæmi Sjálfstæðisflokksins, það bara getur ekki verið.

Hulda Björnsdóttir

 


Bloggfærslur 31. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband