Grái herinn hefur komið sínu fram fyrir 14% eldri borgara

29.maí 2017

Ég er æf.

Nú hefur Grái herinn uppskorið eins og hans sáði.

Hann hefur andskotast í stjórnmálamönnum. Í fjölmiðlum og hamast og heimtað að þeir sem stunda atvinnu eftir að þeir fara að fá eftirlaun fái hækkað frítekjumark.

Þórunn H og Helgi P voru í viðtali eftir viðtali þar sem þau hömuðust. Þau fóru á fund stjórnmálamanna og  hömruðu á þessu eina áhugamáli sínu sem snerti eldri borgara.

Ég hlustaði á þessi viðtöl og varaði við þessum málflutningi.

Nú hlýtur Grái herinn og þeir sem þar eru í forsvari að hoppa hæð sína í loft upp. Þau hafa náð árangri sem þau stefndu alltaf að. Árangri fyrir 14% eldri borgara. Þeim er skítsama um 86% eldri borgara sem ekki eru á vinnumarkaði. Það fólk getur bara etið það sem úti frýs og haldið sér á mottunni.

Voru eldri borgara einhvern tíma spurðir, áður en herinn fór að hamast, hvað þeim fyndist um hærra frítekjumark fyrir þá sem eru á vinnumarkaði? Hærra frítekjumark en fyrir þá sem hafa greiðslur frá lífeyrissjóðum?

Ekki var ég spurð.

Þau spurðu líklega aldrei neinn. Jú, þau spurðu þá sem stjórnuðu herferðinni.

Þessi her ætti að skammast sín. Hann ætti að hætta að þykjast vera að vinna fyrir aldraða. Hann er að vinna fyrir mjög þröngan hóp en hefur logið sig inn á rúmlega 7 manns með fögrum orðum í stefnuyfirlýsingu sem hefur ekkert að segja. Það er auðvelt að setja saman orð. Það eru verkin sem tala, ekki fagurgali.

Hvað með 86 % eldri borgar sem ekki eru á vinnumarkaði? Hvað hefur þessi her gert fyrir þá?

ekkert, nákvæmlega ekkert.

Fari þetta mál í gegnum þingið hefur herinn hunsað 86% eldri borgara til þess að þóknast 14%. Svona kallast í mínum huga SPILLING AF VERSTU GERÐ og ég er æf.

Ég hef varað við þessum málflutningi frá fyrstu tíð og ég heyrði viðtöl á viðtöl ofan þar sem þetta fólk hamraði út í eitt  og nú hefur það fengið ósk sína uppfyllta.

Burt með þennan her af vettvangi mála eldri borgara. Hann er hættulegur málstaðnum.

Herinn hefur fært Bjarna Ben og þeim sem ráða afsökun á gullfati og hvað ætlar fjandans herinn að segja þegar kemur að næstu ræðu ríkisstjórnarinnar um allt það sem hefur verið gert fyrir eldri borgara?

Hvar eru þeir sem hafa verið að skrifa um kjör eldri borgara núna. Ætla þeir að láta þetta fara framhjá sér þegjandi og hljóðalaust, eða hvað?

Hafi ég orðið hamslaus af reiði þá er þetta aftek hersins vel á veg komið með að henda mér þangað.

Hulda Björnsdóttir

 


Bloggfærslur 29. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband