Ógeðsleg ummæli ! Eru þau málstaðnum til framdráttar ?

17.apríl 2017

Ég hef talað um það áður að mér hugnist ekki hinn ótrúlegi sóða orðaforði sem notaður er þegar verið er að gagnrýna þá sem sitja við stjórnvölinn hér og þar í þjóðfélaginu.

Það hvarflar að mér að þeir sem þurfa að nota orðalag eins og ég ætla að taka dæmi um hér á eftir, séu fullir af hatri út í allt og alla. Þetta fólk skilur kannski ekki hvað það er að gagnrýna fast og vera óánægt með framkomu stjórnvalda en heldur að allt sé leyfilegt einfaldlega af því viðkomandi þarf ekki að standa fyrir framan þann sem hann er henda skítnum í.

Eftirfarandi er umræða í framhaldi af því að eldri borgurum var sagt upp húsnæði:

Ekki er fögur slóðin eftir hann

Djöfuls viðbjóður

Dæmdur morðingi og lygalaupur. Slæmt eintak af mannveru

Viðrist algerlega samviskulaus, enda manndrápari

Það á að hýða þetta kvikindi opinberlega

Hvar er Kastljósið????

Mér var sagt upp plássi hjá á farskipi, án ástæðu eða fyrirvara. HItti þennan drullusokk............, sem þá var í forsvari fyrir sjómannafélagið, en hann gerði ekkert fyrir mig þótt ég væri félagi í stéttarfélagi sjómanna. Seinna var þessu sami aumingi tekin fyrir að keyra hraðbát sinn dauðdrukkinn.

Ekki hikað hann hið minnsta við að ljúga upp á fólkið sem lést, þegar hann drullufullur sigldi á sker. Iðrun og yfirbót er þessum aumingja ekki efst í huga.

Segi það sama. Hvar er Kastljós?

Hélt í barnslegri einlægni minni að ........ drullusokkur sæti enn bak við lás og slá fyrir tvöfald manndráp og rangfærslur í kjölfarið þar sem hann reyndi að koma sök á látna manneskju.

Vona að allir sem eiga miða í DAS segi því upp

Sveik gamla fólkið einmitt hvaða bull er í gangi eigum við öll að mætta heima hjá gaurnum og bera hann út á fimmtudags kvöldið hver er með?

Ég er handviss um að umræða eins og feitletraði kaflinn hér á undan sýnir,  hefur ekki áhrif til góðs.

Það er skiljanlegt að fólk sé reitt. Ég er foxill yfir því hvernig farið er með eldri borgara og öryrkja á Íslandi og ligg ekki á skoðun minni um það.

Málflutningur eins og hér að ofan er EKKI til þess að tekið sé mark á þeim sem eru að mótmæla. Málflutningur sem þessi er áburður á hatur og viðbjóð sem á ekki að viðgangast í siðmenntuðu þjóðfélagi eins og Ísland er.

Auðvitað er málfrelsi og það er gott. Öllu frelsi fylgir ábyrgð. Málfrelsinu fylgir sú ábyrgð að gagnrýna, en það verður að gera það án hatursumræðu.

Verum ósammála þegar það á við. Gagnrýnum það sem okkur finnst gagnrýnivert. Skjótum fast en verum innan ramma siðgæðis. Það er málstaðnum til framdráttar en framangreind ummæli drepa allan meðbyr.

Eftirlaunaþegar, öryrkjar, einstæðir foreldrar, láglaunafólk og allir þeir sem tilheyra hópum sem eiga undir högg að sækja í gósenlandinu Íslandi þurfa á öflugum stuðningi að halda. Þessir hópar þurfa ekki hatursumræðu eða hótanir til þess að styðja málstað sinn.

Hulda Björnsdóttir

 

 

 


Bloggfærslur 17. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband