Veröld á heljarþröm og Ísland á leið til heljar ?

15.apríl 2017

Í gær fannst mér veröldin vera á heljarþröm og það hefur ekki breyst mikið í dag, jafnvel þó ég hafi horft aðeins á fréttir hinna ýmsu erlendu fjölmiðla.

Mér hefur líka fundist alþingi Íslendinga fullt af geimverum sem hafa ekki hugmynd um hvernig þjóðfélagið virkar.

Geimverurnar heita alþingismenn af því að vinnustaðurinn þeirra heitir Alþingi, er það ekki? Á vinnustaðnum eru sett lög sem stýra landinu og eiga að vera þjóðinni til hagsbóta og öllum til góðs.

Verurnar fá svo útborgað í hverjum mánuði, fengu reyndar 2 mánuði í fyrsta skipti, vegna þess að ríkið greiðir laun fyrirfram. Þeir sem greiða launin eru skattgreiðendur, fólk eins og ég og þú. Mér finnst lágmarkskrafa til fólks sem telur sig þess umkomið að stjórna landinu og setja því lög að þetta fólk fari eftir landslögum. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi er sammála því sem í gildi er eða ekki.

 

17903945_10211797587551565_1134901956497992455_n

  Sara Óskarsdóttir er alþingismaður og hún segir þetta á síðu Pírataspjallsins:

"Smekkfullt út úr dyrum í Nýja Tortuga í kolólöglegu páskageymi"

 Ég las þetta í morgun og reikna með að partíið hafi verið í gær, á föstudaginn langa. Ég skil ummæli hennar svo að þetta finnist henni frábært.

Ef skilningur minn er réttur þá lýst mér ekki á framtíð íslensku þjóðarinnar með slíka alþingismenn í farteskinu.

Það er eitt að vera ekki sammála þeim lögum sem eru í gildi og annað að brjóta vísvitandi lögin og reglurnar þegar viðkomandi er fulltrúi þjóðarinnar á hinu háa Alþingi Íslendinga.

Getur það verið að þingmaðurinn, sem er á launum hjá mér og öðrum eftirlaunaþegum, hafi hér sýnt okkur hið sanna eðli sitt?

Launin eru komin í höfn og hægt að leyfa sér hvað sem er, eða er það svo?

Las þessi nýi þingmaður lögin um Almannatryggingar áður en þau voru samþykkt?  Styður þessi þingmaður stefnu stjórnvalda um að lögleiðing fátæktar sé mál málanna?

Veit þessi þingmaður hvað það eru margir sem hafa byggt upp þjóðfélagið, sem hún nú blómstrar í, lifa undir fátækramörkum og sjá þá leið eina út úr kvölinni að svipta sig lífi?

Veit þessi þingmaður að eftirlaunaþegi lá í íbúð sinni látinn í 3 vikur án þess að nokkur ómakaði sig á að vita hvort allt væri í lagi?

Hefði kannski verið farsælla fyrir Pírata að verja föstudeginum langa, í gær, til þess að líta eftir þeim sem hafa ekki efni á eða þrek til að taka þátt í dúndrandi kolólöglegu páskageymi?

Hvar í veröldinni kæmist þingmaður upp með, átölulaust, að auglýsa "kolólöglegt páskageim" haldið á föstudaginn langa, í landi þar sem slíkar samkomur eru bannaðar?

Á Íslandi þykir þetta bara "kúl" enda grær spillingin upp úr jörðunni eins og illgresi í kartöflugarði.

Finnst þingmanninum Söru Óskarsdóttur ekki að hún skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni?

Hulda Björnsdóttir

 

 


Bloggfærslur 15. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband