Sjálfstæðisflokkurinn verður við stjórn eftir kosningar !

19 september 2017

Bara rétt til þess að sýna fram á frábæra spádómsgáfu mína þá rita ég þetta.

Sjálfstæðisflokkurinn mun verða í ríkisstjórn eftir kosningar árið 2017.

Annað veit ég ekkert um.

Ég veit ekkert hver leggst svo lágt að sænga með honum.

Yngri kynslóðin nennir ekki á kjörstað

Eldri borgarar kjósa flokkinn, eða að minnsta kosti 30% þeirra.

Mér þætti ekki ólíklegt að VG sængaði með þeim bláu, enda fer grænt og blátt svo vel saman og verður svona svoldið fjólublátt með rákum.

Þjóðarinnar vegna vona ég að hér með sé spádómsgáfa mín dauð.

Megi allar góðar vættir vaka yfir dauðadæmdri þjóð sem lætur hafa sig að fífli ár eftir ár eftir ár eftir ár og vitkast aldrei.

Ég verð líklega dauð eftir nokkur ár og mikið ofboðslega er ég þakklát fyrir að vera ekki 50 ára núna og eiga eftir marga áratugi.

Það er gott að sjá fram á að þurfa ekki að horfa upp á sauðsvartan almenning litlu grænu eyjunnar í norðri koma sjálfum sér fyrir kattarnef.

Því meira sem logið er að þjóðinni því hlýðnari og undirgefnari verður hún.

Hulda Björnsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

VIÐ ERUM VÍST KOMIN AF ÞRÆLUM- EN ÞRÆLAR GERÐU ÞÚ UPPREYSN Á ÖLDUM ÁÐUR- ÆTLUM VER AÐ KRJÚPA Í DUFTIÐ !

Erla Magna Alexandersdóttir, 18.9.2017 kl. 20:03

2 Smámynd: Hulda Björnsdóttir

Góð spurning Erla

Hulda Björnsdóttir, 22.9.2017 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband