Hvað er að gerast með gengi krónunnar?

10.ágúst 2017

Gengið fellur eins og enginn sé morgundagurinn þessa dagana. Evran hefur ekki verið óhagstæðari síðan 14.október 2016.

Hvað er að gerast?

Veit það einhver?

Hverjum er verið að hjálpa núna?

Hvað sagði seðlabankastjóri fyrir örfáum mánuðum? Átti gengið ekki að vera stöðugt?

Vondar fréttir fyrir þá sem hafa flúið örbirgð og eru að koma sér fyrir í útlöndum, rétt til þess að eiga fyrir mat og hafa húsaskjól fyrir sig og  fjölskyldu sína.

Þorsteinn velferðaráðherra er ægilega hamingjusamur þessa dagana eins og kemur fram í skrifum hans á Facebook.

Auðvitað er hann ánægður. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum, eða hvernig hann klæðir fjölskyldu sína í vetur svo hún deyi ekki úr kulda og vosbúð í tjaldi eða bílum.

Ríkisstjórnin hangir á örþunnum þræði en það skiptir ekki máli. Stjórnarherrarnir í Sjálfstæðisflokknum vita að fólk kýs þá aftur og er bara lukkulegt með hvernig loforða bullið er svikið aftur og aftur.

Bréfið góða frá forsætisráðherra sem hann sendi árið 2013 er enn í fullu gildi en það skiptir ekki máli þó öll loforðin sem hann skrifaði fjálglega um þá hafi fokið út um gluggann.

Mér þætti áhugavert að sjá hvað Rauði Krossinn er að gera fyrir íslendinga sem eru við dauðans dyr vegna húsnæðismála. Er hann að gera eitthvað? Veit það einhver?

Þeir skrifa fallega um "flóttafólkið" sem er að koma til landsins. Ungu drengina sem eru ofþroska með ótrúlegan skeggvöxt. Þeir eru mikilvægir, ég veit það, en hvar er kvenfólkið frá þessum stríðshrjáðu löndum sem þessir ungu herrar koma frá?

Nú er örtröð ferðamanna frá Evrópu til "stríðshrjáðu" landanna sem sumir þessara ungu manna komu frá. Þetta er fólk er að heimsækja ættingja og vini í stríðinu og svo snúa blessaðir ferðamennirnir aftur til Evrópu að loknu sumarfríi.

Gengur þetta dæmi upp?

Jú, líklega er "góða fólkið" greindara og með meira hugmyndaflug en ég.

Hulda Björnsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal segja þér af "góða fólkinu".  Þetta eru illmenni, sem ekkert gott hafa í huga sér ... hafa aldrei haft.

Eins og þú sjálf sérð, kemur aðeins rjóminn af "flóttamönnum".  Og merkilegra er, að þeir eiga allir nóg af peningum ... keira um á Benz, BMW og bera dýrindis skartgripi. Það fólk, sem nauðsynlega þarf á flóttahjálp að halda ... hafa engan möguleika á, að komast hingað.

Verð á Íslandi, er dýrt ... ef "góða fólkið" vildi hjálpa.  Myndi það neita að taka á móti flóttamönnum, en í staðin senda þá peninga sem annars hefði farið í að sjá um einn vesaling hér ... út, til flóttamannabúða í þessum stríðshrjáðu héruðum, þar sem hægt er að sjá fyrir heilum hópi manna ... fyrir hvern einn hér.

Þetta "góða fólk", eru illmennni ... ég bendi þér á, að ferðast til Brussel, Luxemburg, Hollands og líka til Baden-Baden.  Hér sérðu "góða fólkið", og afleiðingr gerða þeirra ... glæpi, mellur, eiturlyf ... sem flýtur um þessi lönd. Á meðan "góða fólkið", baðar sig í Baden-Baden og spilar um miljónir á dag, og leggur líf og framtíð Evrópu og Íslands, að veði ... en í Baden Baden, geturðu séð allt þetta "góða fólk", til samans með Saudi Aröbum, fólki frá Kuwait, Dubai ... o.s.frv.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 10:03

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Já, þetta er rétt hjá Bjarne Örn Hansen:

 ... neita að taka á móti flóttamönnum,

en í staðin senda þá peninga sem annars hefði farið í að sjá um einn vesaling hér ...

út, til flóttamannabúða í þessum stríðshrjáðu héruðum,

þar sem hægt er að sjá fyrir heilum hópi manna ... fyrir hvern einn hér.

Við skiljum þetta Bjarne Örn Hansen.

Sköpum Íslendingum atvinnu við annað en að koma í veg fyrir að við getum notað íslenska aðstoð til hjálpar fólkinu heima hjá sér.

Þar nýtast fjármunirnir mun betur.

Það mætti nota 100 sinnum betri nýting.

Þá fær fólkið aðstoð við að byggja upp landið sitt, og til að koma þúsundum í vinnu við uppbygginguna.

Við þökkum þér ábendinguna, Bjarne Örn Hansen.

Egilsstaðir, 10.08.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 10.8.2017 kl. 17:58

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 

Vonandi er fólkið í landinu að koma í veg fyrir að heimsbankakerfið geri Ísland skuldugt, til að bannkaeigendur eignist allt á Íslandi, vegna of hás gengis íslensku krónunar.

 

SLÓÐ:

Þessi gengishækkun krónunnar er skipulögð. Ef bankinn lánar ekki í hótel, þá eignast bankinn ekkert. Ef bankinn lánar í hótel þá eignast bankinn hótel. Við vitum að bankinn, gerir ekkert nema að skrifa töluna.

24.6.2017 | 10:32

 

Ef fjármálakerfið hækkar krónuna í verði miðað við gjaldeyri, þá fá öll útflutningsfyrirtæki, og ferðaþjónustan færri krónur fyrir gjaldeyririnn, og geta ekki greitt niður lánin.

Ef bankakerfið getur komið í veg fyrir að fyrirtækin greiði lánin, þá á bankinn eignirnar.

Egilsstaðir, 10.08.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 10.8.2017 kl. 18:13

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem er að gerast með gengið er einfaldlega það að við erum að missa okkur í "góðærinu".  Við eyðum meiru en við öflum og því lækkar gengið.  Við höfum alltaf gengið í gegnum fjögur stig í hagsveiflunni: Fyrsta stigið er STÖÐNUN, eins og nafnið gefur til kynna þá gerist eiginlega ekkert á þessu stigi allir halda að sér höndum og enginn þorir að gera neitt,síðan tekur við UPPSVEIFLA (sumir vilja kalla þetta "uppgang") það, þá hækkar gengi krónunnar þar til það nær því hámarki sem viðskiptalönd okkar ÞOLA, þetta er sá fasi sem við höfum verið í og er búinn að vera óvenju langur, það bendir allt til að við séum að komast inn á næsta fasa sem er STÖÐNUN,þá lækkar verðið á útflutningi okkar og viðskiptahallinn eykst mikið og neysla landans minnkar ekki í takti við tekjurnar og þá lækkar gengið.  Þá siglum við hraðbyri í fjórða fasann sem er NIÐURSVEIFLA (sumir segja að þetta sé "niðurgangur") við vitum flest hvað þarna gerist og sumir eru búnir að bæta fimmta fasanum við sem er KREPPA.  Nú erum við að sjá fyrir endann á "góðærinu" og nú liggur leiðin bara niður á við...

Jóhann Elíasson, 10.8.2017 kl. 21:07

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Sæll og blessaður, Jóhann Elíasson

Í þessum færslum, er verið að sýna okkur hvernig fjármálakerfið segir.

Hér eru peningar, peningabókhald, það er, aðeins bókhalds tölur, allir fari út að vinna til að byggja upp heiminn.

Þegar fjármálakerfinu finnst nóg komið af eignum, kemur uppskerutími.

Reynt er að láta kaupið hækka meira en framleiðslu getuna. Þá fáum við verðbólgu.

Á Íslandi er gengi íslensku krónunnar hækkað til að útflutningsfyrirtækin fái færri krónur til að greiða kostnað, og geti ekki greitt lánin.

Síðan segir fjármálakerfið að bankarnir séu tómir, og stöðvar áfram haldandi lánafyrirgreiðslu.

Þá fer öll starfsemi í landinu ´smátt og smátt í þrot.

Fjármálafyrirtækin segja, þú greiðir ekki lánin, svo að við tökum eignirnar.

Þannig hafa bankaeigendur hirt allt sem fólkið hefur byggt upp, þó að bankinn lánaði aldrei neitt, skrifaði aðeins tölur.

 Kreppufléttan, endurtekið

Skoðaðu þessar færslur.

Paper money  ----

Central-banks ----

Lesa Central-banks, það dugar.

Try to understand the money masters 

Learn, learn, learn. Læra, læra, læra.

Egilsstaðir, 10.08.2017  Jónas Gunnlaugsson

 

Jónas Gunnlaugsson, 10.8.2017 kl. 23:22

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jónas, ég veit að peningaöflin eiga stóran þátt í efnahagsástandinu en í meginatriðum er það svona sem efnahagskerfið virkar og vinnur.  Hitt finnst mér einum of miklar samsæriskenningar en örugglega er eitthvað til í þessu en það er ekki gott að "gleypa þær alveg hráar og ómatreiddar"........

Jóhann Elíasson, 11.8.2017 kl. 08:54

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þetta er rétt, Jóhann Elíasson.

Nú eru allir farnir að átta sig á að peningur er aðeins bókhald.

Peningar, seðlar.

Að sjálfsögðu hjálpum við okkur öllum að leita í ljósið og litina, og laga gamla kerfið.

Gangi þér allt í haginn.

Egilsstaðir, 11.08.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 11.8.2017 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband