Hver er hinn raunverulegi ellilífeyrir frá TR?

3.október 2017

Fyrir nokkrum dögum spurði ég á Facebook síðu minni hver væri ellilífeyrir frá TR.

Nokkur, voða fá, svör komu.

Hvers vegna var ég að spyrja að þessu? Það er hægt að finna þetta á vef TR og óþarfi að varpa fram svona heimskulegum spurningum, eða hvað?

Tilgangur minn var að beina umræðunni að því óréttlæti sem ég tel vera í gangi varðandi ellilífeyrir og skal ég nú útskýra mál mitt í fögrum orðum.

Samkvæmt útreikninga blaðinu hjá TR er ellilífeyrir kr. 228.734 og heimilisuppbót kr. 52.316

Samkvæmt lögunum er ellilífeyrir kr. 227.883 og heimilisuppbót kr. 52.117

Hér munar aðeins. Ef tekin er tala laganna er upphæð lífeyris  plús heimilistryggingar 280.000 en ef tekin er tala upplýsinga blaðs TR er talan 281.050

Ekki stór munur en þó aðeins.

Þessi munur er ekki það sem skiptir máli í mínum rökum.

Það sem skiptir máli er að alltaf er talað um ellilífeyri plús heimilisuppbót, sem er að mínu mati kolrangt.

Það fá ekki allir heimilisuppbót.

Þeir sem búa ekki einir fá hana ekki.

Þeir sem búa erlendis fá hana ekki.

Hættum að tala um ellilífeyri sem þessar tvær tölur hengdar á sömu spýtuna.

Förum að tala um grunnlífeyrinn sem er það sem allir fá, það er að segja krónur 227.883 samkvæmt lögunum.

Grunnlífeyririnn er það sem skiptir máli. Allt annað eru uppbætur sem eru háðar hinu og þessu, aðallega þessu.

Þorsteinn Víglundsson hefur barið sér á brjóst og talað um þessi 280 þúsund. Ég hef aldrei heyrt hann segja frá því að þetta er tala rétt fyrir suma og að ekki sitji allir við sama borð.

Panamaprinsinn ber sér á brjóst yfir því hvað allt sé dásamlegt hjá þeim sem eru yfir 65 ára.

Hættum að kóa með stjórnmálapípunum sem hafa ekki hugmynd um, sumar hverjar, hvernig líf venjulegs fólks er.

Hættum að tala um 280 þúsund krónur.

Förum að tala um 227.883 eða 228.734 krónur sem er lífeyrir sem allir fá, auðvitað áður en niðurskurðarhnífur stjórnvalda tekur sig til og sker eins og hægt er af kökunni.

Mér er rétt sama hvor talan er notuð, svo framarlega sem ekki er klínt heimilisuppbót við.  Það mætti alveg eins klína inn bifreiða reksturs uppbót eða einhverju öðru sem er hægt að finna ef vel er að gáð.

ÞAÐ ER RANGT AÐ TALA UM ELLILÍFEYRI SEM KRÓNUR 280.000, HANN ER EKKI NEMA 228.734 KRÓNUR.

GETIÐI REYNT AÐ HAFA RÉTTAR TÖLUR Í UMRÆÐUNNI, PLÍS.

Hulda Björnsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

HULDA. þAÐ ER GOTT AÐ BENDA FÓLKI Á ÞETTA- EN VERTU VISS  ÞAP ER ÖLLUM SAMA NEMA ÞEIM SEM HAFA EKKERT EFTIR AÐ BORGA REIKNINGANA.

Erla Magna Alexandersdóttir, 4.10.2017 kl. 10:05

2 Smámynd: Hulda Björnsdóttir

Erla

Ég er ekki viss um að fólk hafi hugsað út í þetta. Það er svo auðvelt að heilaþvo okkur.

Ég vona að hægt sé að breyta umræðunni og við förum að tala um staðreyndir en ekki éta vitleysuna upp.

Þegar ég skoða vef TR þá eru það ekki bara þeir sem eru í hjónabandi sem missa heimilisuppbót. Það eru þeir sem búa með öðrum, sem er auðvitað algengt hjá eldra fólki.

Ég vona að þeir sem nú eru að halda fundi með pólitíkusunum leiðrétti mál sitt og tali um lífeyri en ekki lífeyri plús uppbætur.

Það má alltaf reyna að sporna við fótum og það er tilgangur minn.

Með kærri kveðju

Hulda

Hulda Björnsdóttir, 5.10.2017 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband