Laugardagur - hugleiðing dagsins - sami ellilífeyrir fyrir ALLA

30. september 2017

Mánuðurinn á enda og nýr á morgun.

Tíminn flýgur áfram rétt eins og enginn sé morgundagurinn.

Hvert fer tíminn?

Ég veit það ekki.

Allt logar nú í stjórnmálum um Ísland gjörvallt og ég nenni ekki að taka þátt í vitleysunni.

Eitt verð ég þó að segja.

Samstaða varðandi málefni eldri borgara virðist ekki vera yfirþyrmandi.

Fundur í Háskólabíói, Haustþing.

Fundur í Háskólabíói, Grái herinn

Fundur Harðar Torfa um hverja helgi.

Væri ekki hægt að sameina þetta eitthvað?

Tillaga mín til þeirra sem þykjast nú ætla að bæta kjör eldri borgara eftir kosningar er þessi:

Hættið að mismuna fólki eftir því hvort það er í sambúð eða hjónabandi, eða hvort það býr á Íslandi eða erlendis.

Komið á einum ellilífeyri sem er sama tala fyrir alla.

Hættið að skipta ellilífeyri niður í heimilisuppbót og lífeyri.

Þetta er mismunun sem á ekki að eiga sér stað en heimskir stjórnmálamenn hafa komið á.

Réttlætið er einn ellilífeyrir fyrir alla. Ekki mismuna fólki eftir hjúskaparstöðu eða búsetu.

Auðvitað vonlaus tillaga, en þó, kannski eru einhverjir sem koma inn nýir með eitthvað vit í hausnum á sér.

Ein spurning að lokum:

HVAÐA STJÓRNMÁLAFLOKKI TILHEYRIR GRÁI HERINN?

Ég tal mikilvægt að þetta verði gert opinbert, og komi herinn til með að svara ENGUM þá trúi ég því ekki.

Hulda Björnsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband