Flóttamenn og "flóttamenn"

9.september 2017

Nú er hamast enn eina ferðina vegna flóttamanna á Íslandi og bent á hve vel tókst til með þá sem komu fyrir langa löngu til landsins frá stríðshrjáðum Evrópu löndum.

Ég man vel eftir því þegar flóttamennirnir komu frá Evrópu fyrir áratugum. Það var fólk á raunverulegum flótta. Þau voru fjölskyldur sem flúðu óargar stjórn og styrjöld.

Þetta fólk var frá Evrópu. Þau hafa komið sér vel fyrir á Íslandi og verið sér og landi sínu og hinum nýju heimkynnum til mikils sóma.

Þegar verið er að bera það fólk saman við þá sem nú streyma til landsins get ég ekki setið á mér. Ég verð bæði reið og sár.

Börnin, skeggjuðu börnin, sem nú vilja setjast að á Íslandi eiga ekkert, nákvæmlega ekkert sameiginlegt með þeim sem komu frá Evrópu þegar ég var ung kona.

Skeggjuðu börnin eru ofvaxnir ungir menn, sem vita líklega ekki hvenær þeir fæddust, og eru búnir að gleyma að þeir sumir hverjir hafi þá þegar fengið dvalarleyfi í öðru Evrópulandi.

Það er hægt að berja sér á brjóst og dásama og vorkenna og nota allan skala dásamlegra tilfinninga í garð þeirra sem eru nú að reyna að setjast að á Íslandi, landi velmegunar og alsnægta FYRIR ALLA !

Blessuð börnin, sögðu landar mínir hér í Portúgal þegar fyrstu flóttamennirnir komu. Flóttamenn sem komu EKKI frá löndum þar sem stríð geisaði. Flóttamenn sem fengu frítt húnsæði, frítt fæði, fría heimsendingarþjónustu og sight seeing ferðir fram og til baka. Flóttamenn sem var hampað fram og til baka af yfirvöldum bæjarfélaga. Flóttamenn sem voru myndaðir í sjónvarpi og blöðum við hlið VELGJÖRÐARMANNANNA.

Hvað varð svo um þessi BLESSUÐ BÖRN sem skeggrót, dökk skeggrót þekur andlit og hár á handleggjum og fótum? Jú, það komu 5 fjölskyldur til Penela. Þær búa í húsnæði, sér húsnæði fyrir hverja fjölskyldu búna húsgögnum og því sem til þarf. Nú rúmu ári eftir að þær komu eru 2 eftir. Hinar 3 eru farnar með BLESSUÐ BÖRNIN því lífið í Portúgal var ekki lúxuslífið sem þau sóttust eftir. Þegar árið fría var búið yfirgaf liðið velgjörðina.

Nokkrum fjölskyldum var komið fyrir í þorpi sem var í eyði. Þar var búið um fjölskyldurnar og þeim hjálpað við að koma á fót fyrirtæki sem átti að framleiða lífrænar vörur.  Einn góðan dag var svo farið til þess að skoða hvernig gengi. Gekk vel? Var gróska í starfinu? Hvernig leið FLÓTTAFÓLKINU í nýju heimkynnunum? Einbýlishúsunum sem höfðu verið búin upp fyrir nýju íbúana?

FLÓTTAFÓLKIÐ VAR HORFIÐ.

ÞAÐ HAFÐI YFIRGEFIÐ DÁSEMDINA OG ENGINN VEIT HVAR ÞAU ERU NÚ !

Enginn talar lengur um BLESSUÐ BÖRNIN hér í Penela. Flóttafólkið aðlagast ekki þorpinu. Þau halda sig sér og búa til fleiri börn. Þau ganga hér um götur eins og enginn sé bíllinn og við sem erum svo ósvífin að aka um göturnar megum þakka fyrir að drepa ekki allt liðið.

Ég veit ekkert hvernig þetta er á Íslandi í dag. Ég veit hins vegar að það eru vandræði í ÖÐRUM löndum Evrópu sem þessi nýi straumur fólks skapar.

En, eins og vanalega þá er Ísland best í heimi og fólk eins og ég má ekki opna munninn. Ég væri spennt að vita hve margir af þeim sem berjast fyrir því að fá fleiri og fleiri "flóttamenn" til landsins hafa tekið inn í sínar íbúðir, eða ætla að taka inn í sínar íbúðir, hluta af þessum skeggjuðu munaðarlausu börnum?

Það eru skammarleg rök að bera saman flóttamenn, sem komu til Íslands þegar ég var ung og hafa orðið sér og landi sínu og gamla landinu til sóma, við þá sem nú streyma í stríðum straumum um ALLA Evrópu.

 

Hulda Björnsdóttir

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að lesa þetta Hulda. Ég held að stærsta múnur er að þessa nýja flóttamenn eru frá Mið-Austurlöndum og lifa sem heilagur bók þeirra segir þeim - orð um nauðgari og warmonger, af manni sem segir þeim að það sé í lagi að svindla og drepa og nauðga.

Merry (IP-tala skráð) 9.9.2017 kl. 12:05

2 Smámynd: Hulda Björnsdóttir

Sæl Merry. Takk fyrir innleggið.

Þeir "flóttamenn" sem eru hér í Penela búa í sjónmáli frá svölunum mínum. Ég hef fylgst nokkuð með þeim síðan þeir komu hingað og eitt er víst að þeir aðlagast ekki,  AÐLAGAST EKKI, samfélaginu hér í litlu bæjarfélagi. Þessir nýju flóttamenn hér eru öllum fínustu græjum búnir og ég sá þá um síðustu áramót vera að mynda hér í bæ með fullkomnum búnaði. Búnaði sem ég hefði ekki efni á að eiga. Ég er fullkomlega sátt við að þeim sem eru á raunverulegum flótta undan stríði sé hjálpað. Ég er hins vegar og verð aldrei stuðningsmaður þess að tekið sé á móti milljónum manna frá allt öðrum trúarbrögðum og venjum í nafni stríðs. Það má vel skoða hvernig þessir svokölluðu flóttamenn koma fram í öðrum löndum Evrópu. Ég sé ekki að þar falli þeir inn í samfélagið eins og flís við rass. Ég get heldur ekki séð af því sem sýnt er í sjónvarpi að meirihluti þessa flóttafólks séu konur og börn. Mér sýnist meirihlutinn vera ungir skeggjaðir menn með smart síma og takandi myndir af gleðinni.

Hræsninni eru engin takmörk sett.

Hulda Björnsdóttir

Hulda Björnsdóttir, 9.9.2017 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband