Stefnt skal að ..........

19.ágúst 2017

Ef þið sjáið ummæli frá ráðherra þar sem hann segir "stefnt skal að" þá er hann í raun að segja "ég ætla ekki að gera neitt"

Mér finnst alveg með ólíkindum að árið 2017 skuli fólk trúa svona staðhæfingum.

Ráðherra velferðamála er örlátur á "stefnt skal að" ummælum sínum þessa dagana og ekki að furða. Hann sér fram á að stóllinn góði sé að brotna undan honum og líklega þurfi hann og aðrir ráðherrar flokksins að finna sér nýtt starf.

Ráðherra er þó skynsamur maður og þekkir klæki pólitíkusa út og inn, kannski betur en margur annar sem nú situr á alþingi Íslendinga.

Hann veit hvernig slá skal ryki í augu almennings sem þarf að sitja uppi með gjörónýta ríkisstjórn bara af því þessi sami almenningur trúði "stefnt skal að" og kaus vegna þeirra loforða.

Seðlabanki sagði ekki fyrir löngu að gengi krónunnar yrði stöðugt að minnsta kosti þar til 2019.

Hann fullyrti þetta og notaði ekki einu sinni "stefnt skal að". Nú er komið í ljós að þetta var bara til þess að lægja einhverjar öldur sem voru farnar að gára í þjóðfélaginu.

Gengið hefur rokið upp. Bankinn hefur 2svar gripið inn í til þess að koma í veg fyrir spíralinn.

Verðbólguspár eru farnar fyrir bý.

Genginu er handstýrt fyrir fáa og almenningur situr uppi með hærra verð fyrir allar nauðsynjar.

Skilur fólk þetta ?

Nei það held ég ekki.

Ég hélt, þar sem ég á mörg ár í pokahorninu, eins og við segjum í landinu mínu, að gengisfellingar væru liðin tíð. Ég hélt að þær hefðu verið tæki sem Davíð Oddson og fleiri notuðu fyrir elítuna og ég trúði því í einfeldni minni að svona lagað kæmi ekki aftur.

Viti menn, nú er þetta enn ein afturgangan að rísa upp með klærnar útspenntar.

Handónýt ríkisstjórn þar sem forsætisráðherra verður rauður í framan af illsku ef einhver spyr óþægilegra spurninga eru verðlaun síðustu krossa á kosningaseðil landans.

Þjóðin fær það sem hún á skilið !

Hún kaus þetta lið yfir sig og er svo blind og auðtrúa að hún trúir enn þessum dásamlegu orðum "stefnt skal að" og heldur ekki vatni af þakklæti.

Sem betur fer eru einhverjir að átta sig á hvað er í gangi en líklega verður það sama uppi á teningnum, jafnvel þó kosið yrði nú á haustdögum.

Ég held stundum að íslendingum sé ekki sjálfrátt.

Hulda Björnsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband