Ofgreiðsla Tryggingastofnunar !

12.ágúst 2017

Björgvin Guðmundsson skrifar um að margir hafi haft samband við hann vegna endurgreiðslu kröfu frá TR.

Ég hef séð eitt og annað frá þeim sem voru krafðir um endurgreiðslu. Sumir um háar fjárhæðir og aðrir um lægri upphæðir.

Það er í flestum tilfellum hægt að koma í veg fyrir svona kröfur.

Á vef TR er hægt að breyta tekjuáætlun hvenær sem er og leiðrétta sé hún of lág eða of há.

Ég fékk endurgreiðslu kröfu upp á rúmar 6 þúsund krónur. Ástæða þess er að tekjuáætlun VR var of lág. Það var mér að kenna og engum öðrum.

Auðvitað eru 6 þúsund krónur engin ósköp og ég borga þetta þegar krafa kemur.

Hins vegar gæti verið að margir geri sér ekki grein fyrir því hvernig kerfið virkar og þar gætu til dæmis Félög eldri borgara veitt ráðgjöf. Ég veit auðvitað ekkert til hvers þessi félög eru en finnst þetta einhvern vegin rökrétt, þ.e. að þau leiðbeindu félagsmönnum sínum um ranghala kerfisins, sem eru þó nokkrir.

Það þýðir lítið að öskra að nú skuli Tryggingastofnun hætta að krefja fólk um að skila ofgreiðslum. Stofnunin reiknar út samkvæmt reglum. Þessar reglur eru aðgengilegar fyrir alla.

Ég heimta að þetta og hitt sé leiðrétt og það strax en rökstuðningur er enginn. Er þetta nú gáfulegt og málstaðnum til framdráttar?

Auðvitað er það ekki gott að fá bakreikninga upp á háar upphæðir. Fólk er líklega búið að eyða peningunum og á ekki varasjóð. Þó finnst mér einhvern vegin að þeir sem eru með háar fjármagnstekjur hljóti að eiga eitthvað afgangs.

Félag eldri borgara í Reykjavík er með 11.000 félagsmenn. Getur það félag ekki veitt upplýsingar og ráðgjöf svo fólk sitji ekki í súpunni ári eftir að það hefur fengið greitt frá TR?

Hvað með Landssamband eldri borgara? Er því ekki stjórnað nú af hinni frábæru frú sem hefur svo gífurlega reynslu og þekkingu á málefnum sem snerta eldri borgara og kjör þeirra? Getur frúin ekki sett upp upplýsinga vef?

Andstyggilegt auðvitað af mér að láta svona en hafi maður gagnrýnt gengdarlaust einhvers stjórnanda eða formann og sest svo sjálfur í sætið þá hlýtur allt að breytast til batnaðar. Ekki satt?

Hulda Björnsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband