Ætti ég kannski að hætta að rífa mig hérna ?

27.júlí 2017

Ég hef lengi verið með í pokahorninu viljann til það blogga á ensku en ekki fundið vettvang sem passaði.

Nú er ég loksins komin með bloggið og alsæl. Hef nú þegar fengið viðbrögð frá erlendum vinum mínum, sem þetta blogg er auðvitað fyrir, og allt jákvætt þar.

Í bili deili ég nýju póstunum mínum á Facebook síðuna mína en gæti trúað að ég hætti því áður en langt um líður.

Bloggið hér er einkum til þess að halda við íslenskunni og svo auðvitað að láta hið skæra ljós mitt skína á málefni þeirra sem minna mega sín í íslensku þjóðfélagi.

Þar sem ég er komin með annað blogg sem ég ætla að nota fyrir almennar hugleiðingar og fréttir frá útlandinu mínu verður þetta hér eingöngu um málefni sem snerta íslenskan almenning sem lepur dauðann úr skel.

Ég get ábyggilega ekki setið á mér ef ég þekki mig rétt.

Nú er Sumarþinginu lokið og við hefur tekið almennt pólitískt pot í bili. Ég tek ekki þátt í pólitískum pot umræðum og þegar einn var að velta því fyrir sér í gær hvar ég stæði í pólitík svaraði ég ekki.

Svoleiðis pælingar eru ekki þess virði að eyða dýrmætum tíma mínum í. Tími minn er jú farinn að styttast hér á þessari ágætu jörð og eins gott að nýta hann til þess sem ég hef áhuga á.

Allir flokkar eru ábyggilega fínir inn við beinið. Meira að segja Sjálfstæðiflokkurinn sem er einskonar skrímsli þessa dagana er að uppruna með göfug markmið en hefur einhvers staðar dottið út af línunni.

Flokkur fólksins stóð fyrir Sumarþinginu og er ég þakklát fyrir það. Nú er hann hins vegar kominn á fullt í baráttunni um pólitísk sæti og ég óttast að hugsjónirnar verði kaffærðar hægt og hljótt eins og hjá flestum nútíma pólitíkusum þegar þeir komast til valda.

Komist flokkurinn á þing verður hann ekki nægilega stór til þess að ýta fram málum sem skipta máli.

Þetta er auðvitað bara mín skoðun og allir mega nú taka mig á beinið en ég er þeirrar skoðunar að baráttuna fyrir bættum kjörum þurfi að heyja utan þings.

ASÍ er grútmáttlaust og Félög eldri borgara einnig. Það er ekki um auðugan garð að gresja utan flokks pólitíkur potsins.

Mikið vildi ég að þetta væri öðruvísi.

Hulda Björnsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband