Nú er að duga eða drepast !

20.júlí 2017

Þá er ég búin að koma upp bloggi á WorPress sem verður á ensku.

Þetta blogg er fyrir erlenda vini mína en hafi einhver áhuga þá er bara að fletta og skoða.

Ég er auðvitað að læra á fyrirbærið og það tekur einhvern tíma en þokast hægt og rólega.

Ég deili blogginu yfir á Facebook svo þeir sem þar eru geta skoðað.

Þetta hefur staðið til lengi og nú er ég komin í loftið, loksins, með hjálp góðs vinar í Ameríkunni., eftir nokkur hliðarspor og göngu upp í móti.

Væri ekki ólíklegt að ég bloggaði bráðum, þegar ég er búin að læra almennilega á hið enska, á portúgölsku.

Á enska blogginu mínu ætla ég að segja sögur og fabúlera um eitt og annað sem mér dettur í hug, allt annað en íslenskan vandræðaveruleika, held ég.

Hérna held ég áfram að tuða um eitt og annað sem tengist baráttunni fyrir bættum kjörum allra sem tilheyra ekki elítunni og svo kem ég kannski með sögur af einhverju sem er að gerast hér í Portúgal.

Í dag vildi ég bara láta ykkur vita af því hvað ég er að gera.

Ef þið viljið fylgjast með mér á Facebook þá er það hægt og er síðan mín "Milli lífs og dauða" like síða þar sem málefni varðandi baráttuna ráða ferð.

Njótið daganna eins og þið best getið.

Hulda Björnsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband