Þegar fólk skilur ekki hvenær tími er til að hætta !

16.júní 2017

Nú hef ég verið svo ótrúlega spök í nokkurn tíma og líklega mál að linni.

Nýr formaður Landssambands elri borgara, Þórunn H. veit greinilega ekki hvenær æskilegt er að fara að njóta lífsins og hætta vonlausum barningi.

Ég held að hennar vitjunartími sé núna.

Þeir sem eru í stöðum sem taka yfir þúsundir manns og hafa ekki vit til þess að nota gagnrýni til uppbyggingar eru ekki á réttri hillu og ættu að fá sér aðra.

Ég las viðtal við frúna í Lifðu núna, og reiddist svo heiftarlega að talning upp að hundrað nokkrum sinnum dugði ekki og ég ákvað að þegja þar til reiðin væri að mestu runnin af mér og flogin út í buskann.

Nú held ég að rétti tíminn sé kominn fyrir mig að tjá mig um málið á málefnalegan hátt.

Frúin heldur því fram að þeir sem gagnrýna hana séu bitrir einstaklingar sem hafi orðið undir í lífinu og misst sitt í hruninu. Hún lýsir því yfir að það þurfi að sýna þessum aumingjum (hún segir ekki beint aumingjum, það eru mín orð) umburðarlyndi.

Ég verð að segja að mér leiðist hin móðurlegi tónn og finnst hann móðgandi, bæði fyrir mig og aðra. Það kemur gagnrýni á störf frúarinnar ekkert við hvort ég eða aðrir hafa misst eitt eða annað. Við erum fólk með skoðanir og þær eru ekkert minna virði en þær sem hin móðurlega frú setur fram.

Mikið vildi ég að hún hefði haft vit á því að taka sér hvíld frá störfum og hætti að grautast í málefnum eldri borgara. Hún hefur ekki komið svo ýkja miklu í verk eða verið til góðs fyrir stéttina. Það er ekki nægilegt að skreyta sig með orðu fjöðrum. Það þarf að vera fólk með bein í nefinu sem berst fyrir bættum kjörum þeirra sem lepja dauðann úr skel. Þetta bein hefur frúin ekki, að mínu áliti.

Það er hægt að tala og tala og tala og tala og tala endalaust um ekki neitt. Árangur er það eina sem mælist, ekki fagurgali.

Svangir eftirlaunaþegar borða ekki fagurgala. Hann er óætur því miður. Væri hann ætur þyrfti ekki frúna, það væri nóg að bíta og brenna frá vörum og fagurgala Panamaprinsins.

Ég vildi óska þess að þeir sem hafa sig í frammi og halda því fram að þeir séu að vinna fyrir eldri borgara hættu að beita fyrir sig fagurgala og færu að vinna fyrir fólkið, fyrir allt fólkið en ekki bara nokkra útvalda.

Það eru þó nokkrir eldri borgarar sem hafa það fínt. Sem betur fer og gleðst ég yfir því.

Líklega er það hópurinn sem kýs aftur og aftur Panamaprinsa og prinsessur.

Hinn hópurinn, sá sem  á helst  ekki að tala um, og alls ekki að berjast fyrir, lepur dauðann úr skel. Á ekki fyrir mat. Á ekki fyrir húsaskjóli og sér þann kost einana í stöðunni að stytta sér aldur og komast úr prísundinni fyrr en ella.

Hin orðu prýdda frú ætti að taka sér frí. Hún ætti að fara að sinna vinum sínum og þeim sem henni þykir vænt og hætta að þvælast fyrir okkur hinum bitru aumingjum sem misstum eitthvað í hruninu og komum ekki auga á geislabaug frúarinnar.

Það er allt mögulegt í boðið fyrir svona fínar frúr. Hún gæti til dæmis farið í Sumba eða leikfimi og komið sér í flott form. Það er aldrei of seint að byrja. Bara að hætta að þvælast fyrir.

Hulda Björnsdóttir 


Bloggfærslur 16. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband