Getur foreldri þitt lifað af krónum. 228.734 á mánuði?

10. október 2017

Getur foreldri þitt, frænka þín, amma þín, systir þín eða annar ættingi lifað af tekjum sem eru 228.734 á mánuði fyrir skatt?

Hefur þú hugsað út í hvað er hægt að gera fyrir þessa upphæð mánaðarlega?

Hefur þú hugleitt að margir eldri borgarar þurfa að lifa af þessari upphæð?

Veistu hvað ellilífeyrir er hár?

Hann er 228.734 krónur á mánuði fyrir skatt samkvæmt því sem gefið er upp á vef TR.

Já en það er heimilisuppbót fyrir þá sem búa einir, gætir þú sagt.

Það er rétt. en heimilisuppbót er ekki lífeyririnn, hún er uppbót. Það eru fleiri uppbætur sem hægt er að fá að uppfylltum skilyrðum.

Heimilisuppbót er ekki fyrir þá sem búa hjá öðrum.

Hún er ekki fyrir þá búa erlendis.

Hún er bara fyrir örfáa, það sama á við uppbót vegna reksturs bifreiðar. Svo er hægt að sækja um eitt og annað þegar maður er orðinn 67 ára en ellilífeyrir hækkar ekki við það.

Hann er 228.734 krónur og ekki krónu meira. Þá er eftir að taka skatta.

Ef þú ert stjórnmálamaður, veistu þetta þá? Er þetta inni í huganum á þér þegar þú talar um hve dásamlegt það er að lifa af 228.734 krónum á mánuði?

Viltu ekki bara prófa og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Kannski ert þú frambjóðandi sem hefur ráð undir hverju rifi og getur kennt okkur vesalingunum að lifa lifandi af þeim eftirlaunum sem við höfum unnið fyrir alla okkar starfsævi með því að greiða skatta og skyldur til íslenska ríksins.

Þið sem skammtið okkur og eruð að hamast við að telja okkur trú um hvað allt sé dásamlegt gætuð kannski stigið niður úr valdastólunum og skoðað almenning.

Það kemur eitt og annað í ljós við svoleiðis athugun.

Fyrrverandi velferðaráðherra rífur líklega upp meðaltals exels skjalið sitt og svo falla kjósendur á kné og tilbiðja herrana og trúa hverju sem er borið á borð.

Þið sem eigið foreldra, afa eða ömmu, ættingja eða vin sem er orðinn 65 ára gætuð kannski aðeins skoðað málið og haft í huga að skammturinn er 228.734 króngur á mánuði fyrir skatt.

Eða getið þið það ekki? Er ykkur kannski alveg sama?

Hulda Björnsdóttir


Bloggfærslur 10. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband